Óska eftir heimild til fjárhagslegra endurskipulagningar

Síðustu þrjá mánuði hafa tekjur Allrahanda GL, sem er rekstraraðili Gray Line hér á landi, aðeins numið 680 þúsund krónum. Mánuðina þrjá fyrir Covid-19 námu þær hins vegar um 700 milljónum króna. „Til að bæta gráu ofan á svart hafa orðið miklar tafir á greiðslu útistandandi viðskiptakrafan í eigu Allrahanda GL. Það segir sig því … Lesa meira

Ferðamenn svindla sér inn í Danmörku

Það var í byrjun síðustu viku sem dönsk stjórnvöld opnuðu landamærin fyrir Þjóðverjum, Norðmönnum og Íslendingum. Þó er gerð sú krafa að ferðafólk framvísi bókun á gistingu í alla vega sex nætur við komuna. Annars fær viðkomandi ekki að fara inn í landið. Fljótlega eftir opnun fóru danskir hóteleigendur hins vegar að taka eftir því … Lesa meira

Rekstur systurfélags British Airways stöðvast

Fyrr í dag óskuðu stjórnendur austurríska lágfargjaldaflugfélagsins LEVEL eftir greiðslustöðvun. Félagið tilheyrir IAG samsteypunni en innan hennar eru líka flugfélög eins og British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling. Greiðslustöðvunin nær aðeins til evrópska hluta starfseminnar því áfram munu þotur LEVEL frá Evrópu yfir til Norður- og Suður-Ameríku. Evrópski hluti LEVEL var reyndar ekki stór … Lesa meira

Fjölmargir hafa nálgast sumargjöfina

Bláa lónið opnar á ný á föstudaginn eftir að hafa verið lokað síðustu tólf vikur. Ekki er gert ráð fyrir miklum fjölda gesta í lónið fyrstu dagana enda er tíðni flugferða til landsins ennþá takmörkuð eins og Bára Mjöll Þórðardóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, bendir á. Um langt árabil hefur Bláa lónið verið einn allra vinsælasti … Lesa meira

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Meðal helstu verkefna Markaðsstofu Norðurlands er að byggja upp ímynd Norðurlands gagnvart ferðafólki, samræma upplýsingagjöf, hvetja til nýsköpunar og markaðssetja nýjungar og viðburði. Markaðsstofan hefur líka á sinni könnu flugklasann 66N þar sem unnið er því að fá beint áætlunarflug til Akureyrar frá útlöndum. Aðalfundur Markaðsstofunnar fór fram í lok maí og vegna ástandsins var … Lesa meira

easyjet 2017

Hröð loftskipti í þotunum

Með þriggja til fjögurra mínútna millibili er skipt um allt loft í farþegarýmum flugvéla easyJet. Og síurnar í loftræstikerfi þotanna eru af sömu tegund og þær sem notaðar eru á sjúkrahúsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju myndbandi frá easyJet. Þar sést líka hvernig flugvélar þessa breska lággjaldaflugfélags verða þrifnar á milli … Lesa meira

Flug og bíll eða flug og hótel

„Kynnumst upp á nýtt,“ er heiti nýrrar herferðar á vegum Icelandair og Air Iceland Connect. Markmið hennar er að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar. Um er að ræða pakkaferðir til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Reykjavíkur. Þannig verður boðið upp á flug, bíl og gistingu á sérkjörum auk þess sem viðskiptavinir munu njóta … Lesa meira

alitalia nytt

Eigendur WOW ítreka áhuga sinn á Alitalia

Michelle Roosevelt Edwards og viðskiptafélagar hennar hjá hinu bandaríska USAerospace Partners vinna nú að því að koma WOW air í loftið á ný. Þannig var heimasíða félagsins nýverið uppfærð en ennþá er þó margt á huldu varðandi áform félagsins. Samhliða endurreisn WOW air vilja þau hjá USAerospace Partners leggja ítölskum stjórnvöldum lið við að snúa … Lesa meira

Með grímu allt ferðalagið

Sífellt fleiri flugfélög eru að gera sig klár í að setja þotur sínar í loftið. Og þeir sem ætla að fá far með KLM næstu vikur verða að nota grímu allt frá því þeir mæta á flugstöðina og þangað til að komið er áfangastað. Í nýju myndbandi frá flugfélaginu er farið yfir hvernig þetta fer … Lesa meira

Spánarferðir kannski möguleiki í lok júní

Þeir sem ferðast til Spánar í dag þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Spænskir ráðamenn vonast aftur á móti til að í lok næsta mánaðar verði hægt að draga úr þessum kröfum og opna landið almennilega fyrir ferðafólki. „Um leið og Spánverjar mega ferðast á milli héraða þá geta ferðamenn … Lesa meira