Mælast til að Svíar fljúgi ekki til útlanda

Utan­rík­is­ráðu­neyti Svíþjóðar mælist til þess að Svíar ferðist ekki til útlanda frá deginum í dag og fram til 14. apríl. Þetta kemur fram í tilkynn­ingu sem send var út nú í kvöld. Stefan Löfven, forsæt­is­ráð­herra Svíþjóðar, segir þetta nauð­syn­legt til að reyna að hefta útbreiðslu kóróna­veirunnar. Hann bætti því við að framundan væru erfiðir tímar en … Lesa meira

Kemur líka niður á innan­lands­fluginu

„Jú, við finnum fyrir því. Það er búið að aflýsa flestum viðburðum í landinu, hvort sem það eru árshá­tíðir, aðal­fundir, íþróttamót eða annað. Þar með eru öll ferðalög því tengd afbókuð,” segir Árni Gunn­arsson, fram­kvæmda­stjóri Air Iceland Connect, aðspurður um hvort áhrifa kóróna­veirunnar gæti ekki líka í innan­lands­fluginu. Að sögn Árna ná flestar afbók­anir til … Lesa meira

1,5 millj­arður króna í innviði og nátt­úru­vernd á ferða­manna­stöðum

Þórdís Kolbrún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferðamála‑, iðnaðar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlinda­ráð­herra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjár­muna til uppbygg­ingu innviða, nátt­úru­verndar og annarra verk­efna á ferða­manna­stöðum árið 2020. Samtals er nú úthlutað rúmum 1,5 millj­arði króna úr Landsáætlun um uppbygg­ingu innviða og Fram­kvæmda­sjóði ferða­mannastaða sem gerir kleift að halda áfram … Lesa meira

Úlfar áfram stjórn­ar­formaður

Það var sjálf­kjörið í fimm manna stjórn Icelandair Group á aðal­fundi samsteyp­unnar sem fram fór á föstudag. Nýir stjórn­ar­menn eru þau John F. Thomas og Nina Jonsson sem leysa af hólmi Ómar Bene­diktsson og Heið­rúnu Jóns­dóttur sem ekki voru í fram­boði að þessu sinni. Úlfar Stein­dórsson, Svafa Grön­feldt og Guðmundur Hafsteinsson sitja áfram. Ný stjórn hefur skipt með … Lesa meira

Halda sig við sumar­ferðir til Ísland

Banda­ríska flug­fé­lagið Delta Air Lines byrjar að fljúga frá Íslandi til New York 2. apríl næst­kom­andi eftir fimm mánaða vetr­arhlé. Ferðir Delta til Minn­ea­polis hefjast svo 21. maí næst­kom­andi. Til New York verður flogið fimm daga í viku fram til 22. maí en eftir það alla daga vikunnar. Til Minn­ea­polis verða flug­ferðir daglega fram yfir … Lesa meira

Afkomuspá Icelandair ekki lengur gild

„Í ljósi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til um allan heim vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, er eftir­spurn eftir ferða­lögum á ákveðin svæði í heim­inum nú þegar að dragast saman. Of snemmt er að segja til um möguleg áhrif þess­arar þróunar á starf­semi Icelandair Group en þessi staða skapar aukna óvissu þegar kemur að áætl­aðri … Lesa meira

Löndin þar sem ferða­þjón­ustan vex hraðast

Það voru fjörutíu prósent fleiri ferða­menn sem heim­sóttu Búrma heim í fyrra en árið á undan. Ekkert annað land státar af öðrum eins vexti samkvæmt nýjum tölum ferða­mála­ráðs Sameinuðu þjóð­anna, UNWTO. Í öðru sæti er Púertó Ríkó og svo Íran eins og sjá má á list­anum hér fyrir neðan. Aftur móti var Chile það land … Lesa meira

Mid-Atlantic nú annað hvert ár

Í lok janúar fór ferða­kaupstefnan Icelandair, Mid-Atlantic, fram í Laug­ar­dals­höll. Þetta var í 28. skipti sem kaup­stefnan er haldin en þar koma saman íslensk og erlend ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki og halda hátt í fimm þúsund sölufundi. Mid-Atlantic hefur farið fram árlega en nú á að hægja á takt­inum og halda kaup­stefnuna annað hvert ár í staðinn. Ástæðan … Lesa meira

20 fjöl­förn­ustu flug­vell­irnir í Evrópu

Þó farþega­fjöldinn á Heathrow flug­velli í London hafi verið nær óbreyttur í fyrra þá breytir það engu um stöðu hans á toppi listans yfir fjöl­förn­ustu flug­hafnir Evrópu. Alls áttu 80 millj­ónir farþega leið um flug­stöðvar Heathrow á nýliðnu ári sem er nokkru meira en á Charles de Gaulle í París sem er í öðru sæti … Lesa meira

Vara við ferða­lögum til Hubei héraðs í Kína

Fimmtíu og sex hafa látist af völdum kóróna­veirunnar í Kína og hátt í tvö þúsund hafa smitast. Nærri öll tilfellin er rakin til Wuhan borgar í Hubei héraði. Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum og Japan ætla að bjóða sínum þegnum flutning frá borg­inni á næstu sólar­hringum og sífellt fleiri þjóðir vara fólk við ferða­lögum þangað. Seinni partinn … Lesa meira