Let it out markaðsherferðin tilnefnd til verðlauna í Bandaríkjunum

Markaðsherferðin Let It Out sem keyrð var undir merkjum Inspired by Iceland síðastliðið sumar hefur verið tilnefnd til tvennra Digiday verðlauna. Tilnefningarnar eru í flokki almannatengsla annars vegar, og í flokknum besta auglýsingin hins vegar. Bandaríski fagmiðillinn Digiday verðlaunar árlega markaðsstarf fyrirtækja fyrir bæði hugmyndaauðgi og árangur og eru verðlaunin eftirsótt meðal fagfólks í markaðsgeiranum … Lesa meira

86 prósent færri farþegar

Það voru 331 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir SAS í nóvember. Samdrátturinn frá sama tíma í fyrra nemur 86 prósentum sem er meiri niðursveifla en var í rekstri félagsins í haust. Auknar ferðatakmarkanir eru helsta ástæðan fyrir þessari þróun nú byrjun vetrar samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Að jafnaði var rétt um fjórða … Lesa meira

Endurræsa Flugrútuna

Það eru fáir sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar þessa dagana og sætaferðir þaðan til höfuðborgarinnar hafa legið niðri síðustu vikur. Flugrútan, sem rekin er af Kynnisferðum, fór þó af stað á ný í dag og ætlunin er að fara reglulega milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar næstu tvær vikur. Ástæðan er sú aukning sem áformuð … Lesa meira

Nýtt tímarit fyrir fagfólk í ferðaþjónustu

Þann 18. desember kemur út tímaritið We Guide sem er ætlað öllum þeim sem starfa við ferðaþjónustu á Íslandi. Að blaðinu standa þrír leiðsögumenn sem misstu vinnuna í haust vegna Covid-19. Í tilkynningu segir að efnistök verði fjölbreytt enda tilheyri ferðaþjónustunni fjölbreyttur hópur úr mörgum starfsstéttum. „Í haust var ljóst að leiðsögumenn myndu ekki hverfa … Lesa meira

Gjaldfrjáls landamæraskimun kynnt á fundi norrænna samgönguráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók síðdegis í gær þátt í fundi norrænna samgönguráðherra um heimsfaraldurinn og áhrif hans á samgöngur á Norðurlöndum.  Á fundinum greindi ráðherra frá því að tvöföld skimun við íslensku landamærin, með fimm daga sóttkví, hafi reynst Íslendingum mikilvæg í því skyni að halda aftur af því að smit berist … Lesa meira

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Rétt um tíunda hvert hótelherbergi nýtt í október

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í október síðastliðnum dróst saman um 91 prósent samanborið við október í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 91 prósent, um 86 prósent á gistiheimilum og um 88 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.). Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru … Lesa meira

Kostnaður vegna utanlandsferða niður um 1,5 milljarða króna

Ferða- og dvalarkostnaður ríkisins vegna utanlandsferða lækkaði úr 2,1 milljarði niður í 640 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins. Lækkunin nemur um einum og hálfum milljarði kr. eða sjötíu prósentum. Þegar aðeins er horft til ferðakostnaðar ráðuneyta vegna ferðalaga út í heim þá var sparnaðurinn 140 milljónir samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytingu. Fór hann úr 220 … Lesa meira

Ratsjáin um land allt

Ratsjáin er verkfæri sem er ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Og eftir áramót ætlar Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga, að standa fyrir rafrænum vinnustofum út um allt … Lesa meira

Gætu aflétt kyrrsetningu MAX þotanna í næstu viku

Nú eru tuttugu mánuðir síðan Boeing MAX þoturnar voru kyrrsettar um heim allan eftir tvö flugslys þar sem 346 manns misstu lífið. Nú sér hins vegar fyrir endann á flugbanninu vestanhafs því samkvæmt frétt Reuters horfa flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum til þess að aflétta kyrrsetningunni um miðjan næstu viku. Líkt og áður hefur komið fram er … Lesa meira

Setja stefnuna á nýjar sólarstrendur næsta sumar

Costa del Sol á Spáni og Albufeira í Portúgal eru meðal þeirra staða sem bætast við sumarprógramm VITA á næsta ári. Auk þess ætlar ferðaskrifstofan að bjóða upp á reisur til Lanzarote sem er fjórða stærsta eyjan í Kanaríeyjaklasanum. Ferðirnar þangað verða viðbót við reglulegar brottfarir á vegum Vita til Tenerife og Gran Canaria eða … Lesa meira