Spánarferðir kannski möguleiki í lok júní

Þeir sem ferðast til Spánar í dag þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Spænskir ráðamenn vonast aftur á móti til að í lok næsta mánaðar verði hægt að draga úr þessum kröfum og opna landið almennilega fyrir ferðafólki. „Um leið og Spánverjar mega ferðast á milli héraða þá geta ferðamenn … Lesa meira

Indigo Partners gætu haslað sér völl í Ástralíu

Virgin Australia lenti nærri samstundis í alvarlegum vanda þegar útbreiðsla kórónaveirunnar varð til þess að flugsamgöngur stöðvuðust á heimsvísu. Félagið hefur nefnilega verið í ströggli lengi og ekki skilað hagnaði í mörg ár. Ástralskir ráðamenn urðu ekki við beiðni stjórnenda flugfélagsins um ríkisaðstoð í mars og fór félagið í greiðslustöðvun í byrjun síðasta mánaðar. Fljótlega … Lesa meira

Icelandair’s survival depends on agreements with pilots and cabin crew

“Whether we like it or not, investors are demanding new long-term agreements with flight crews that will make the company competitive over the next few years,” Icelandair Group CEO Bogi Nils Bogason wrote in a letter to the company’s employees on Saturday evening. The deadline for concluding new collective bargaining agreements is May 22 when … Lesa meira

Kjarasamningur undirritaður milli Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands

„Hvort sem okkur líkar betur eða verr gera fjárfestar kröfur um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gera félagið samkeppnishæft á næstu árum,“ skrifaði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins á laugardagskvöld. Hann bætti við að viðræður við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslands mættu vera á betri stað. Fulltrúar flugvirkja, þriðju … Lesa meira

40 prósent segja líklegt að þau gisti á hótelum eða gistiheimilum

Það er ennþá óljóst hvenær flugsamgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli verða á ný með eðlilegum hætti. Af þeim sökum þarf ekki að koma á óvart að yfirgnæfandi meirihluti, 88 prósent, svarenda í netkönnun auglýsingastofunnar Hvíta hússins og EMC rannsókna telja líklegt að þeir ferðist innanlands í sumar. Og sextíu og þrjú prósent gera ráð fyrir … Lesa meira

Bjarnheiður endurkjörin

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram í gær og að þessu sinni með rafrænum hætti vegna þeirra aðstæðna sem nú eru. Í aðdraganda aðalfundar fór fram kjör á formanni og jafnframt á þremur af sex meðstjórnendum. Bjarnheiður Hallsdóttir var sjálfkjörin sem formaður samtakanna til næstu tveggja ára en hún tók við af embættinu af Grími Sæmundsen, … Lesa meira

Ráðherrar vilja efla norrænt samstarf um samgöngumál

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt samgönguráðherrum hinna Norðurlandanna efndu til óformlegs stafræns fundar í dag. Urðu þeir sammála um að auka samstarfið á fjölda sviða, einkum hvað varðar grænar og sjálfbærar lausnir. Í tilkynningu frá Norðurlandaráði segir að samgöngugeirinn gegni mikilvægu hlutverki í grænum umskiptum og þróunin sé hröð þegar kemur að rafrænum … Lesa meira

Leggja til að ferðaskrifstofur borgi til baka á 20 árum

Ferðaskrifstofur í Svíþjóð skulda farþegum sínum um sex milljarða sænskra króna (87 milljarðar kr.) vegna ferða sem felldar hafa verið niður vegna heimsfaraldursins sem nú geysar. Þetta segja útreikningar félags sænskra ferðaskipuleggjenda sem leggja til að horft verði til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í Danmörku til að ráða bót á sambærilegri skuldastöðu. … Lesa meira

Fleiri velja að fresta ráðstefnum en afbóka

Eins og staðan er í dag er búið að fresta eða afbóka nánast öllum fyrirhuguðum erlendum verkefnum sem fara áttu fram hér á landi næsta hálfa árið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavik) sem það hlutverk að markaðssetja höfuðborgina og Ísland fyrir slíka ferðamenn sem jafnan eru kallaðir MICE-ferðamenn. Félagið … Lesa meira

aircanada

Air Canada hættir við sumarferðir til Íslands

Það var sumarið 2017 sem Air Canada hóf að fljúga hingað til lands frá bæði Montreal og Toronto og var ætlunin að halda þessari útgerð áfram nú í sumar. Vegna heimsfaraldursins sem nú gengur yfir hafa stjórnendur félagsins aftur á móti skorið niður sumaráætlunina umtalsvert og lentu áætlunarferðirnar til Íslands undir niðurskurðarhnífnum. Kanadíska flugfélagið ætlar … Lesa meira