Samfélagsmiðlar

Ritstjórn

HöfundurRitstjórn
Ritstjórn

Ritstjórn

Endurskoðun haggagna í Japan leiddi í ljós að staða efnahagsmála er örlítið betri en óttast hafði verið. Tölur sem birtar voru um miðjan síðasta mánuð bentu til að þjóðarframleiðsla í Japan hefði dregist saman um 0,4 prósent frá októberbyrjun til ársloka 2023. Endurskoðun hagtalna hefur nú leitt í ljós að umsvifin jukust um sama hlutfall …

Hagnaðurinn hjá Lufthansa samsteypunni í fyrra nam 1,7 milljörðum evra eða 250 milljörðum króna. Aðeins tvisvar sinnum áður hefur hagnaðurinn verið meiri en fyrirtækið birti uppgjör sitt í lok síðustu viku. Árangurinn fór ekki framhjá forsvarsfólki stéttarfélags flugfreyja og -þjóna sem nú boðar til í vikunni. Á morgun ná aðgerðirnar til flugferða frá Frankfurt og …

Leita þarf aftur til ársins 1985 til að finna álíka dræma sölu á kampavíni og raunin var í Frakklandi í fyrra. Í þessum samanburði er heimsfaraldursárið 2020 undanskilið en þá var salan skiljanlega óvenju lítil því sóttvarnarreglur voru mjög strangar í Frakklandi á þeim tíma. Heimamarkaðurinn er sá mikilvægasti fyrir vínbændur í Champagne-héraði því fjórar …

Veruleg hækkun varð í dag í viðskiptum með hlutabréf í danska lyfjarisanum Novo Nordisk, eða rúmlega 8 prósent, og er reiknað verðmæti hlutabréfa nú um 4 þúsund milljarðar danskra króna. Novo Nordisk er stærsta fyrirtæki Evrópu og fór í dag fram úr bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla hvað varðar verðmæti á hlutabréfamarkaði, samkvæmt frétt Danska útvarpsins. Kynning …

Icelandair og Emirates skrifuðu fyrr í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf. Munu flugfélögin gera viðskiptavinum sínum „kleift að tengja á þægilegan hátt á milli leiðakerfa flugfélaganna" að því kemur fram í tilkynningu. Heimahöfn Emirates er í Dubai en flugfélagið flýgur til fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. „Það er mjög ánægjulegt að segja frá samstarfi við …

Sumarhús í Danmörku hafa lengi laðað til sín grannana úr suðri, Þjóðverja, sem slá nýtt aðsóknarmet árið 2024. Frá árinu 2019 hefur útleiga á dönskum sumarhúsum til Þjóðverja stigið um 30,7 prósent, segir í frétt Danska útvarpsins. Þegar síðast var litið í bækurnar höfðu Þjóðverjar pantað 253.836 vikur í dönskum sumarhúsum 2024 - fleiri en …

Markaðurinn í Marrakech - MYND: Unsplash/Dorel Gnatiuc

„Við höldum áfram að stækka úrvalið sem við bjóðum upp á af áfangastöðum fyrir sólþyrsta Íslendinga og er leiðakerfið okkar í Suður-Evrópu eitt það veglegasta sem sést hefur á Íslandi. Við erum með átta áfangastaði á Spáni og nú þrjá sem tilheyra Portúgal. Þar að auki bætum við hinni töfrandi borg Marrakesh við leiðakerfið okkar …

Tilkynnt var í gær að American Airlines hefði lagt fram stærstu pöntun sína um nýjar farþegaþotur frá árinu 2011. Félagið ætlar að kaupa 260 vélar frá Airbus, Boeing og Embraer og veðjar á auknar tekjur af farþegum sem kaupa dýrustu sætin. American Airlines ætlar að láta smíða fyrir sig 85 farþegaþotur af gerðinni Airbus A321neo, …

Stór hluti flugvallarstarfsmanna Lufthansa í Þýskalandi hyggst leggja niður störf á annað kvöld og ekki mæta aftur til vinnu fyrr en á laugardagsmorgun. Verður þetta annað verkfallið sem stéttarfélagið Verdi stendur fyrir á þessu ári meðal starfsfólks þýska flugfélagsins í baráttunni um 12,5 prósent kjarabætur. Auk þess gerir Verdi kröfu um að starfsfólkið fái 3000 …

Fyrir tveimur árum síðan gerði flugfélagið Frontier tilboð í Spirit Airlines en bæði tvö flokkast sem últra-lágfargjaldafélög á bandaríska markaðnum. Stjórnendur Jetblue tóku sig þá til buðu hluthöfum Spirit hærra verð og var því tilboði tekið sumarið 2022. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagðist hins vegar gegn samrunanum og tók dómari vestanhafs undir rök yfirvalda nú í byrjun …

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að bandaríski tæknirisinn Apple hafi beitt ósanngjörnum aðgerðum í samkeppni um tónlistarstreymi og beri því að borga 1,8 milljarða evra í sekt. Sú upphæð jafngildir um 270 milljörðum króna. Með þessari ákvörðun taka ráðmenn í Brussel undir málatilbúnað stjórnenda sænsku hljóðmiðlunarinnar Spotify sem lengi hafa verið ósáttir við þá þóknun sem Apple …

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða