Samfélagsmiðlar

Ritstjórn

HöfundurRitstjórn
Ritstjórn

Ritstjórn

Um næstu mánaðamót flytur veitingafyrirtækið Hjá Höllu framleiðslueldhús sitt í Vörðuna í Sandgerði. Þar verður matur unninn fyrir viðskiptavini, fyrirtæki í Reykjavík, Suðurnesjum, áhafnir í flugvélum Play og veitingastað Hjá Höllu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Hjónin Halla María Svansdóttir og Sigurpáll Jóhannsson hafa rekið framleiðslueldhús, vinsælt veitingahúsinu í Grindavík ásamt veitingasölu í flugstöðinni. Náttúruhamfarirnar stöðvuðu …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen gaf það út í lok síðasta árs að nú yrði verðið á rafbílum fyrirtækisins lækkað í Evrópu. Hér á landi er það Hekla sem er með umboð fyrir þýsku bílana og þar á bæ komu þessar verðbreytingar til framkvæmda á sama tíma og ívilnununum til rafbílakaupa var breytt um síðustu áramót. Nú …

Samkeppniseftirlitið hefur endurskoðað þau skilyrði sem sett voru við samruna Ferðaskrifstofu Íslands ehf. og Heimsferða ehf. árið 2022. Fyrirtækin þurfa því ekki lengur að bjóða öðrum ferðaskrifstofum til sölu sæti í leiguflugi sínu. „Að fenginni reynslu liggur nú fyrir að keppinautar félagsins hafa ekki nýtt sér þennan möguleika. Jafnframt virðast hafa orðið breytingar á markaðnum, …

Hagnaður bílaframleiðandans Volvo á síðasta fjórðungi 2023 var ekki í takt við væntingar en jókst þó frá sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatt nam 5,4 milljörðum sænskra króna eða 71 milljarði íslenskra króna samkvæmt uppgjöri sem kynnt í morgun. Veltan var álíka mikil og greinendur höfðu reiknað með og stjórnendur Volvo gera …

Ferðamálaráðherra Spánar, Jordi Hereu, fyrrverandi borgarstjóri í Barselóna, gerir fastlega ráð fyrir að velgengni ferðaþjónustunnar í landinu haldi áfram á þessu nýja ári og að ferðamenn á fyrsta fjórðungi þess verði 23 milljónir - nærri 11 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að tekjur af þeim aukist um rúm …

Farþegum Icelandair hefur í áratugi boðist að brjóta upp ferðalagið yfir Norður-Atlantshafið með nokkurra daga dvöl hér á landi. Fólk borgar ekki aukalega fyrir þessa „Stopover" flugmiða en 20 til 25 prósent tengifarþega Icelandair nýtir sér þessa þjónustu samkvæmt því sem stjórnendur félagsins kynntu fjárfestum nýverið. Nú ætlar Play líka að gera viðskiptavinum sínum kleift …

Faxaflóahafnir eru að hefja framkvæmdir í Austurhöfn gömlu Reykjavíkurhafnar. Lagnir úr dreifistöð rafmagns á Faxagarði verða lagðar að nýjum tengipunkti á Miðbakka, þar sem skip geta fengið rafmagn um landtengingu. Áætlað er að verkinu ljúki í maí í vor. Faxaflóahafnir geta þar með boðið upp á landtengingar fyrir skemmtiferðaskip bæði á Miðbakka og á Faxagarði. …

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og þeir sem hafa prófað eru himinlifandi. Einkunn okkar á Trustpilot er framúrskarandi og virkilega gaman að sjá hvað BagBee er góð lausn fyrir marga," segir Valgeir Ágúst Bjarnason, annar eigenda Bagbee, sem ný býður farþegum upp á að innrita á farangur og flytja hann út á Keflavíkurflugvöll. Eftirspurnin eftir …

Tom Kirby og áhöfn United-vélar

Forstjóri United Airlines, Scott Kirby, er sagður hafa farið á dögunum til Toulouse í Frakklandi til viðræðna við forráðamenn Airbus-flugvélasmiðjanna. Tilgangur ferðarinnar var að fá vilyrði fyrir smíði á fleiri A321neo-þotum til að brúa bilið vegna fyrirséðra tafa sem verða á afhendingu 737 MAX 10-véla frá Boeing í kjölfar galla sem fram komu í MAX …

Yfirmaður loftslagsmála Evrópusambandsins varar við því að á vettvangi þess láti menn undan þrýstingi frá þeim sem halda því ranglega fram að metnaðarfullar aðgerðir Framkvæmdastjórnarinnar gegn hlýnun jarðar skerði samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja. Wopke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands - MYND. Evrópuþingið Þessi orð féllu í viðtali Financial Times við Wopke Hoekstra, sem fer …

Þriðja árið í röð er Delta það flugfélag í Bandaríkjunum sem stendur sig best samkvæmt Wall Street Journal. Í árlegri úttekt blaðsins er horft til stundvísi, hlutfalls aflýstra flugferða, fjölda kvartana, týnds farangurs og ofbókana. Í öðru sæti er Alaska Airlines og í því þriðja er lággjaldaflugfélagið Allegiant. Delta mun halda úti Íslandsflugi frá þremur …

Farþegar á leið héðan til Barcelona síðastliðið sumar gátu valið úr ferðum þriggja flugfélaga, íslensku flugfélaganna tveggja og með Vueling. Öll buðu þau upp á þrjár ferðir í viku og ætla Icelandair og Play að halda uppteknum hætti áfram. Vueling hefur hins vegar beðið lengi með að setja í sölu Íslandsflug næsta sumar en núna …

Grikkir stíga varlega til jarðar í hlutabréfaviðskiptum eftir skuldakreppuna miklu sem hófst 2009. Nú hefur stjórn alþjóðaflugvallarins í Aþenu, Eleftherios Venizelos, fengið samþykki fyrir því að bjóða 30 prósent hlutabréfa til sölu á markaði. Heildarverðmæti bréfanna er áætlað á bilinu 2,1 til 2,4 milljarðar evra. Aþenuflugvöllur er í 55 prósenta eigu gríska ríkisins sem vonast …

Flugfélög vestanhafs geta á ný tekið í notkun Boeing Max 9 þotur sínar en flugvélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í ársbyrjun eftir að hleri losnaði af einni slíkri stuttu eftir flugtak. Mikil mildi þykir að ekki urðu slys á fólk en enginn sat í sætunum þar sem stórt gat myndaðist á skrokki flugvélarinnar. Í …

Michael O´Leary, forstjóri Ryanair-samsteypunnar hitti Pedro Sanches, forsætisráðherra Spánar, á fundi fyrr í mánuðinum og lofaði því að félagið myndi fjárfesta fyrir um fimm milljarða evra á Spáni á næstu sjö árum. Spánn er annað fjölsóttasta ferðamannaland heims, næst á eftir Frakklandi, og mikil tiltrú Ryanair á framtíð ferðaþjónustu þar styrkir stöðu landsins enn frekar. …

Allt frá því að hleri losnaði af farþegarými Boeing Max 9 þotu í ársbyrjun þá hafa spjótin ekki aðeins beinst að flugvélaframleiðandanum sjálfum heldur líka Spirit Aero Systems, fyrirtækinu framleiðir stóran stóran hluta af flugvélaskrokkum Boeing. Þar á meðal hina umtölu hlera sem settir eru í stað neyðarútgangs á flestar Boeing Max 9 þotur, þó …

Þýska viðskiptaráðið í Kína kannaði afstöðu aðildarfélaga sinna gagnvart starfsemi þeirra í landinu. Þá kom í ljós að meira en tvöfalt fleiri en áður eru að yfirgefa landið eða hafa hugleitt það, eða 9 prósent á móti 4 prósentum árið 2020. Könnunin var gerð í október og náði til 566 fyrirtækja, 2 prósent sögðust vera …

Hjá United Airliens er ekki lengur gert ráð þotur af gerðinni Boeing Max 10 verði hluti af flota félagsins. Engu að síður hefur flugfélagið pantað 277 eintök af þessari þotu samkvæmt frétt Bloomberg. „Boeing getur ekki staðið við samninga um afhendingu á þessum flugvélum," sagði Scott Kirby, forstjóri United Airlines, á uppgjörsfundi í gær þar …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða