„Maskína sem skapar verðmæti alla daga“

Það var ljóst frá upphafi þegar ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að ljúka byggingu og starfrækja Hörpu að þar yrði ekki aðeins vettvangur tónlistarflutnings og heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur ætti Reykjavík að komast á kortið sem ráðstefnuborg. Harpa átti að rísa og verða tákn borgarinnar þrátt fyrir bankahrun og niðurlæginguna sem því fylgdi.  Skráðu þig inn … Lesa meira

„Auðvitað ræddum við hver þolmörkin væru“

Vesturferðir (West Tours) hafa aðsetur í Edinborgarhúsinu, Aðalstræti 7, á Ísafirði. Þessi vestfirska ferðaskrifstofa verður 30 ára á næsta ári. Starfsfólk Vesturferða tekur á móti stórum hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Ísafjarðar, selur ferðafólki báts- og gönguferðir um Hornstrandir, í Jökulfirði og víðar – og klæðskerasniðnar sérferðir og afþreyingu fyrir þá sem til þeirra … Lesa meira

„Ég held að Vestfirðir eigi gríðarlega mikið inni“

Fjölskyldufyrirtæki eru algeng í ferðaþjónustu á Íslandi og eitt þeirra er Ögur ehf., sem stofnað var 2011 af sjö systkinum frá Ögri við Ísafjarðardjúp og móður þeirra. Áður höfðu systkinin unnið stefnumótunarvinnu með það að markmiði að byggja upp ferðaþjónustu í Ögri. Nú rúmum áratug síðar bjóða Ögurferðir (Ögur Travel) ferðafólki margskonar afþreyingarmöguleika: kajakferðir um … Lesa meira

Á Hornströndum

Veikir innviðir hindra uppgang í ferðaþjónustu

„Ferðaþjónustan skiptir mjög miklu fyrir Vestfirði en við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, miða starfið við framlögin frá hinu opinbera,” segir Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnumála hjá Vestfjarðastofu. Hún leiðir þar Markaðsstofu Vestfjarða. Díana hefur verið með ferðamálin fyrir vestan á sinni könnu í áratug og séð miklar breytingar – upsveiflu og hrun vegna … Lesa meira

Vandinn að lengja annatímann

Hótel Ísafjörður hf býður gistingu á fimm stöðum – á aðalhótelinu við Silfurtorg 2 sem nefnist Torg. Þar eru 36 herbergi, á Horni við Austurveg, í nýuppgerðu húsnæði í gamla kaupfélagshúsinu, eru 24 herbergi, á Gamla gistihúsinu við Mánagötu 5 eru níu herbergi og á Mánagötu 1 svefnpokagisting fyrir 20 manns. Á sumrin bætist heimavist … Lesa meira

„Áhugaleysi hjá ríkisvaldinu“

Þegar staðið er og horft niður Ægisgarð við Reykjavíkurhöfn á góðviðrisdegi sést gjarnan ferðafólk hópast fyrir framan nýju söluskálana að kanna þá kosti sem eru í boði eða að það er á leið í ferðabátana sem liggja við landfestar. Hvalaskoðun á Faxaflóa og bátsferðir um Sundin blá virðist líflegur bissniss. Elding – Hvalaskoðun er leiðandi … Lesa meira

Anna Melsteð

Ferðaþjónusta í sátt við samfélagið

Ferðaþjónustan er frumkvöðlagrein í atvinnulífinu. Hún byggist að stórum hluta á því að fólk með hugmyndir hrindi þeim í framkvæmd – láti draumana rætast. Að baki býr oft vilji til að skapa eigin atvinnutækifæri, nýta þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast í lífinu – öðlast sjálfstæði, ráða eigin örlögum. Anna Melsteð fellur ágætlega inn í flokk … Lesa meira

„Góð rúm voru útgangspunkturinn“

Sigríður er á vaktinni eins og flesta daga en gefur sér svolitla stund til að ræða við Túrista um það hvernig er að reka gistiheimili og kaffihús í hjarta Stykkishólms. Síðustu næturgestir eru horfnir á vit nýrra ævintýra á Snæfellsnesi en kaffihúsið iðar af lífi. Hún tekur ekki af sér svuntuna. Eftir að Túristi hefur … Lesa meira

Alvarlegast hversu lítið ferðafólk dreifist um landið

Hótel Rangá kemur vel undan heimsfaraldri. Eigandinn, Friðrik Pálsson, ber lof á aðgerðir stjórnvalda sem tryggt hafi festu í starfsmannahópi hans. Þó mörg fyrirtæki hafi komið löskuð út úr faraldrinum þá hefðu þau ekki lifað af án þeirra aðgerða sem gripið var til.  „Mér tókst að halda flestu starfsfólkinu í gegnum þá leið sem stjórnvöld … Lesa meira

„Samkeppnin varð til góðs“

Það mun hafa verið í vestranum The Western Code frá árinu 1932 að eftirfarandi setning flaug sem varð að frasa: „Þessi bær er of lítill fyrir okkur báða.” Nú 90 árum síðar komu þessi orð í huga Túrista í heimsókn til Húsavíkur, þar sem rætt var við tvo forkólfa hvalaskoðunarferða á Skjálfanda, Hörð Sigurbjarnarson, stofnanda … Lesa meira