Selja ekki skíðaferðir í vetur

Eftir tvo mánuði hefst skíðavertíðin í Ölpunum formlega þó fólk fari ekki að flykkjast í brekkurnar fyrr en í kringum jól, ef það hefur þá snjóað almennilega. Á Þorláksmessu hefst einmitt hið árlega skíðaflug WOW air til Salzburg í Austurríki en flugfélagið hefur boðið upp á vikulegar brottfarir til fæðingarborgar Mozarts yfir háveturinn síðustu ár. … Lesa meira

boston stor

Svona dreifast flugfarþegarnir frá Íslandi um Bandaríkin

Það voru sæti fyrir nærri 962 þúsund manns í áætlunarfluginu frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna á síðasta ári og í heildina nýttu 805 þúsund farþegar sér ferðirnar. Sætanýtingin var því um 83 prósent samkvæmt þeim gögnum sem Túristi hefur fengið frá bandarískum samgönguyfirvöldum og unnið úr. Nýtingin er nokkuð jöfn eftir flugfélögum og flugleiðum en hæst … Lesa meira

kef farthegar

Skiptistöðin Leifsstöð

Þeim farþegum fjölgar hratt sem aðeins stoppa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að skipta um flugvél á leið sinni milli Norður-Ameríku og Evrópu. Fyrstu átta mánuði ársins voru skiptifarþegarnir rétt rúmlega 2 milljónir talsins samkvæmt tölum Isavia eða álíka margir og þeir voru allt árið í fyrra. Í þessum hópi eru þeir farþegar sem fljúga … Lesa meira

Sumarflug til Miami leggst af

Síðastliðið hálft ár hefur WOW air flogið þrjár ferðir í viku milli Íslands og Miami í Flórída og ætlunin var að halda þessari flugleið úti allt árið um kring. Frá þeim áformum hefur hins vegar verið horfið því að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, mun flugfélagið ekki bjóða upp á flug til Miami næsta … Lesa meira

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Mæla með haustferðum til Reykjavíkur

Færri ferðamenn, ódýrari gisting, norðurljós og huggulegri stemning á kaffihúsum og börum eru helstu ástæður þess að blaðamenn ferðarits Telegraph setja Reykjavík á lista yfir þær 20 borgir sem eru mest spennandi fyrir haustið. Í umfjölluninni um Reykjavík er líka sérstaklega mælt með sýningunni Borgarveran í Norræna húsinu og eins Iceland Airwaves sem fer fram … Lesa meira

WOW boðar nýja tíma á Keflavíkurflugvelli

Þann 6. ágúst síðastliðinn fóru 40.147 farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hafa þeir aldrei áður verið jafn margir á einum sólarhring. Á þessum metdegi fóru 54 farþegaþotur í loftið um morguninn en í hádeginu, milli hálf tólf og korter í eitt, var allt með kyrrum kjörum og engar brottfarir á dagskrá Keflavíkurflugvallar. Sú var … Lesa meira

Ólöglegt að ákvarða laun út frá stærð flugfreyjubúningsins

Þeim mun stærri sem einkennisfötin eru þeim mun minna fá flugfreyjurnar borgað. Það hefur alla vega verið óskráð regla hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot ef marka má reynslu flugfreyjunnar Evgenia Magurina. Eftir sjö ára starf hjá félaginu hætti hún nefnilega að fá borgaða bónusa og var ekki lengur boðuð í millilandaflug sem er nokkru betur borgað … Lesa meira

kef farthegar

Epal og Ísey í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Þriðji hver farþegi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar telst vera tengifarþegi og stoppa þeir að jafnaði í flugstöðinni í um klukkustund áður en þeir halda ferð sinni áfram milli Evrópu og N-Ameríku. Á biðsvæði fyrir þessa farþega munu Epal og Ísey opna verslanir í svokölluðu „pop-up” rými sem Isavia býður út í nokkra mánuði í einu. … Lesa meira

Mynd: Icelandair

Íslensku flugfélögin veðja á sama hest í Texas

Frá og með maí á næsta ári geta farþegar á leið milli Íslands og bandarísku borgarinnar Dallas valið á milli áætlunarferða með bæði Icelandair og WOW air. Forsvarsmenn þess síðarnefnda tilkynntu áform sín um flug þangað í síðustu viku og nú hefur Icelandair gert slíkt hið sama. „Við höfum lengi horft til Dallas sem áfangastaðar sem … Lesa meira