Sólarlandaferðirnar sem í boði eru í sumar

Það er ekki ólíklegt að á síðasta áratug hafi þeim fjölga verulega sem skipuleggja sínar eigin ferðir út í heim. Ekki aðeins þegar kemur að styttri reisum heldur líka klassískum sólarlandaferðum. Beint flug WOW air til Kanarí og Tenerife hafði þar væntanlega mikið að segja en í hitti fyrra var rétt um helmingur Íslendinga sem … Lesa meira

Icelandair breytir reglum og gjöldum

Það eru rúm tvö ár liðin frá því að Icelandair hóf að selja farmiða án innritaðs farangurs, svokölluð Economy Light fargjöld. Þá fylgdi Icelandair fordæmi lággjaldaflugfélaganna sem lengi hafa rukkað aukalega fyrir farangur. Mörg hefðbundin flugfélög hafi farið sömu leið síðustu ár. Allur gangur er á því hvort farþegar með þess háttar farmiða megi breyta … Lesa meira

vegabref 2

Íslenska vegabréfið deilir 11. sætinu með því lettneska og slóvenska

Þær eru ekki ýkja margar þjóðirnar sem reka sendiráð hér á landi og því getur það verið tímafrekt fyrir íslenska ferðalanga að sækja um vegabréfsáritanir áður en haldið er til fjarlægari landa. Það er þó bót í máli að íslensk vegabréf eru víða tekin gild án sérstakra áritanna. Þannig ætti landinn að komast í gegnum … Lesa meira

Gera núna fyrst ráð fyrir MAX þotum í sumarbyrjun

Í samráði við flugmálayfirvöld vestanhafs hafa stjórnendur American Airlines gefið út að þeir reikni ekki með að hefja farþegaflug með MAX þotunum fyrr en í fyrsta lagi 4. júní næstkomandi. Þetta er nokkru seinna en áður hafði verið gert ráð fyrir í áætlun þessa stærsta flugfélags í heimi. Í tilkynningu frá American Airlines kemur fram … Lesa meira

Margir á Mannamóti

Það eru 270 ferðaþjónustufyrirtæki sem kynna sig á Mannamótum ferðaþjónustunnar sem hófst í hádeginu í Kórnum í Kópavogi og stendur yfir til klukkan 17 í dag. Að jafnaði hafa um átta hundruð gestir komið á sýninguna síðustu ár og ásóknin í ár er mikil eins og sjá má á myndum sem útsendari Túrista tók í Kópavoginu fyrr … Lesa meira

Mannamót í ferðaþjónustunni í dag

Eftirspurn ferðaþjónustufyrirtækja eftir aðstöðu á Mannamóti hefur aldrei verið meiri og að þessu sinni verða 270 ferðaþjónustufyrirtæki með bása. Mannamótið hefst í hádeginu í dag í Kórnum í Kópavogi og lýkur klukkan 17 seinnipartinn. Að jafnaði hafa um átta hundruð gestir komið á sýninguna síðustu ár samkvæmt tilkynningu. „Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni … Lesa meira

WOW á leið til Sikileyjar?

Eina flugleiðin sem aðstandendur endurreisnar WOW air hafa vilja gefa upp er flug milli Íslands og Dulles flugvallar við Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Michele Roosevelt Edwards, forsprakki endurreisnarinnar, hefur talað um að koma upp sérstökum WOW biðstofum í bæði Leifsstöð og Dulles flugstöðinni. Hvað sem þeim áformum líður þá er ljóst að í Washington borg er … Lesa meira

Auka hlut sinn í ferðaþjónustu

Rétt fyrir jól var tilkynnt um samkomulag Arctic Adventures og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I, sem Landsbréf stýra, um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier. Með samrunanum verður til stórfyrirtæki í ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum og um 400 starfsmenn samkvæmt því sem sagði í tilkynningu. Fréttablaðið greindi svo frá því fyrr í morgun … Lesa meira

Icelandair orðið níunda stærsta flugfélagið í Kaupmannahöfn

Allt árið um kring fljúga þotur Icelandair tvisvar til fimm sinnum á dag til Kaupmannahafnar og reglulega eru breiðþotur félagsins notaðar í þessar ferðir. Og til marks um mikilvægi þessarar flugleiðar fyrir Icelandair þá lætur nærri að tíunda hver áætlunarferð Icelandair sé til dönsku höfuðborgarinnar á sumrin. Yfir vetrarmánuðina lækkar hlutfallið. Icelandair er þó ekki … Lesa meira

Kínverska flugfélagið flýgur alla leið til Keflavíkurflugvallar

Kín­verska flug­fé­lagið Ju­neyao Air hef­ur boðað flug til Íslands frá Sj­ang­hæ með viðkomu í Hels­inki frá og með byrjun marsmánaðar. Morgunblaðið sagði hins vegar frá því í fyrradag að kínverska félagið hygðist ekki sjálft sinna flug­inu milli Finn­lands og Íslands held­ur leita til annarra flugfélaga þar á meðal Icelanda­ir. Þetta er þó ekki rétt samkvæmt … Lesa meira