Bestu flugfélög næsta árs

Það eru helst þotur fullar af frakt en ekki fólki sem nú fljúga yfir úthöfin. Þegar líður á næsta ár verða þó vonandi fleiri sem leggja í ferðalög til landa í öðrum heimsálfum. Alla vega virðast lesendur eins útbreiddasta ferðarits Bandaríkjanna, Conde Nast Traveler, horfa langt út í heim. Og þá sérstaklega til Asíu eins … Lesa meira

„Barið á mér endalaust úr öllum áttum. Jafnvel þó ég hafi náð að snúa við rekstri sem hafði verið erfiður í 40 ár.”

Það má segja að enginn Íslendingur hafi álíka reynslu af stjórnun flugfélaga og Almar Örn Hilmarsson hefur. Hann fór frá því að stýra Iceland Express í að sameina tvö dönsk en ólík flugfélög. Reksturinn var kominn réttum megin við núllið en svo var allt búið tæpu ári síðar. Almar ræðir fer hér yfir tíð sína … Lesa meira

Eignast 43,6 prósent hlut SAS

Það var töluverð umfram eftirspurn eftir hlutabréfum í Icelandair í síðasta mánuði og líka í útboði Finnair í júlí. Það vantaði aftur á móti þónokkuð upp á þátttökuna í útboði SAS sem lauk á miðvikudag. Því þurftu ríkissjóðir Svía og Dana að kaupa aukalega 9,5 prósent af þeim hlutum sem voru í boði fyrir almenna … Lesa meira

Lán upp á 2 milljarða króna úr Ferðaábyrgðasjóði

Fyrirtæki með ferðaskrifstofuleyfi geta fram til mánaðamóta óskað eftir láni í Ferðaábyrgðasjóð. Lánin eru veitt til auðvelda fyrirtækjum að endurgreiða viðskiptavinum pakkaferðir sem voru á dagskrá á tímabilinu 12. mars til 30. september í ár. Er þá horft til ferða sem var aflýst eða þær afpantaðar vegna aðstæðna sem ríkt hafa síðustu misseri. Það er … Lesa meira

Fresturinn til að bjóða í ferðaskrifstofur Arion banka að renna út

Fyrir tveimur vikum síðan leituðu forráðamenn Travelco Nordic eftir greiðsluskjóli í Danmörku. Þetta danska félag er í eigu Arion banka sem tók það yfir sumarið 2019 í uppgjöri sínu við Andra Má Ingólfsson. Sá er oft kenndur við Heimsferðir. Sú ferðaskrifstofa hefur lengi verið ein sú stærsta hér á landi og heyrir einmitt undir Travelco … Lesa meira

Þau bandarísku með Íslandsflug á dagskrá næsta sumar

American Airlines ætlar að senda nýjustu Airbus þoturnar sínar til Íslands á næstu sumarvertíð á meðan Delta sér fram á að fljúga farþegum sínum hingað á breiðþotum. Hjá United verður Íslandsflugið með hefðbundnum hætti eins og staðan er í dag. Þessi þrjú umsvifamestu flugfélög Bandaríkjanna eru öll með Íslandsferðir á boðstólum næsta sumar. Og að … Lesa meira

Lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og býður farmiða á 1.500 krónur

Allt frá því að Wizz Air kynnti áform sín um að hefja innanlandsflug í Noregi þá hefur félagið mætt mikilli gagnrýni frá verkalýðsforystunni þar í landi. Ástæðan er sú að stjórnendur Wizz Air vilja ekkert með samtök launafólks hafa. Af þeim sökum hafa formenn fjölda verkalýðsfélaga beint því til félagsmanna sinna að sniðganga Wizz Air. … Lesa meira

Minni breytingar í leiðréttum hluthafalista

Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital seldi allan hlut sinn í Icelandair Group í lok síðustu viku. Sjóðurinn átti þá um 1,5 prósent hlut í samsteypunni. Í fyrradag var birtur nýr listi yfir stærstu hluthafa Icelandair Group, á heimsíðu fyrirtækisins, og sá var jafnframt sá fyrsti sem birst hafði eftir sölu brotthvarf PAR Capital út hluthafahópnum. Túristi … Lesa meira

Breyttur hluthafalisti eftir brotthvarf PAR Capital

Þessi grein hér fyrir neðan byggði á hluthafalista sem Icelandair birti í fyrradag (20.október). Sá reyndist þó ekki réttur og finna má nýja grein um þær breytingar sem orðið hafa á hlutafjáreign stærstu hluthafanna hér. Bandaríski vogunarsjóðurinn seldi um fjögur hundruð og fjörutíu milljón hluti í Icelandair í lok síðustu viku. Eign sjóðsins var komin … Lesa meira