Ekki tímabært að útiloka innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli

„Það eru vonbrigði að þessi leið skuli falla niður. Við höfum lagt töluvert af mörkum til að gera þetta mögulegt. Við breyttum reglum flugþróunarsjóðs til að þær næðu til þessa flugs og sjóðurinn hefur því styrkt það um níu til tíu milljónir króna,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, aðspurð um ákvörðun stjórnenda Air … Lesa meira

flugvel innanlands isavia

Keflavíkurflug frá Akureyri freistar ekki íslensku flugfélaganna

Undanfarið ár hefur Air Iceland Connect boðið upp á beint flug frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar en það er aðeins opið þeim sem eru á leið í eða úr millilandaflugi. Þessi flugleið verður hins vegar lögð niður í maí enda hefur eftirspurnin ekki reynst nægjanleg. Í kjölfar fréttar Túrista um málið hafði RÚV það eftir Arnheiði … Lesa meira

Þórir ætlar í formanninn og Bjarnheiður íhugar líka framboð

Undanfarin fjögur ár hefur Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, farið fyrir Samtökum ferðaþjónustunnar en hann hyggst ekki bjóða sig fram að nýju líkt og Túristi greindi frá í gær. Í framhaldinu tilkynnti Þórir Garðarsson, forstjóri Gray Line, sem verið hefur varaformaður SAF síðustu þrjú ár,  að hann hafi ákveðið að gefa kost á sér í … Lesa meira

Ferðafólki frá Póllandi fjölgar mest

Flugsamgöngur milli Íslands og Póllands hefa aukist verulega síðustu misseri með stórauknu Íslandflugi Wizz Air en flugfélagið býður nú upp á beint flug hingað frá fimm pólskum borgum og að jafnaði eru 2.700 sæti í þotum félagsins sem fljúga hingað í viku hverri frá Póllandi. Þetta mikla framboð hefur líka ýtt undir ferðamannastrauminn hingað frá … Lesa meira

Grímur gefur ekki kost á sér á ný í formannssætið

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur upplýst kjörnefnd og meðstjórnarmenn sína hjá SAF um að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður SAF á næsta aðalfundi samtakanna þann 21.mars n.k.  Aðspurður um ástæðu þessa segir Grímur að hann hafi núna sinnt formannsstarfinu undanfarin fjögur ár sem hafi verið … Lesa meira

flugvel innanlands isavia

Draga sig út af breska markaðnum og hætta Keflavíkurflugi frá Akureyri

Fyrir tveimur árum síðan fór Air Iceland Connect, þá Flugfélag Íslands, jómfrúarferð sína til Aberdeen í Skotlandi. Markmiðið var ekki aðeins að efla flugsamgöngur milli Íslands og Aberdeen heldur líka að auka valkosti þeirra sem voru á leið milli Norður-Ameríku og skosku olíuborgarinnar og var nýja flugleiðin því kynnt í samstarfi við systurfélagið Icelandair. George … Lesa meira

kef farthegar

Keflavíkurflugvöllur hástökkvarinn í sínum flokki

Það fóru um 8,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll Í fyrra og fjölgaði þeim um 28 prósent sem er meiri vöxtur en á öðrum álíka stórum flughöfnum í Evrópu. Og þegar litið er aftur til ársins 2012 kemur í ljós að Keflavíkurflugvöllur er í algjörum sérflokki í Evrópu því þar hefur farþegafjöldinn nærri fjórfaldast sem er … Lesa meira

Þegar enginn treysti sér til að reka hótel fékkst á hálfvirði

Það þótti tíðindum sæta þegar Holiday Inn opnaði í Reykjavík fyrir um þrjátíu árum síðan enda var opnun stórra hótel í höfuðborginni fátíð í þá daga. Og sérstaklega gististaða sem voru hluti af erlendum hótelkeðjum. Rekstur Holiday Inn við Laugardal gekk hins vegar ekki sem skildi og endaði í höndum Íslandsbanka nokkrum árum síðar en forsvarsmenn … Lesa meira

icelandair umbord

Meirihlutinn hjá Icelandair eru tengifarþegar

Hjá Icelandair eru farþegum skipt í þrjá hópa; þá sem fljúga hefja ferðalagið á Íslandi, ferðamenn á leið til Íslands og svo tengifarþega. Fyrir áratug var síðastnefndi hópurinn sá fámennasti en vægi hans hefur aukist hratt síðan þá og í fyrra var hlutfall þessara tengifarþega komið upp í 52 prósent og hefur það aldrei áður … Lesa meira

Flugfélögin sem fljúga til flestra landa

Þó Ísland komi fyrir í nýjustu sjónvarpsauglýsingu Turkish Airlines þá hefur flugfélagið aldrei boðið upp á áætlunarflug hingað. Það eru hins vegar ekki mörg Evrópulönd sem þotur félagsins fljúga ekki til enda nær leiðakerfi tyrkneska flugfélagsins til 120 landa. Ekkert annað flugfélag getur státað af öðru eins en Air France kemur næst með 93 lönd … Lesa meira