Náðu samkomu­lagi við Boeing vegna MAX

Ferða­skrif­stofu­veldið TUI rekur sitt eigið flug­félag og þar var Boeing MAX ætlað stórt hlut­verk. Stjórn­endur þess höfðu þannig pantað sjötíu og sex eintök af þotunum. Aðeins fimmtán höfðu verið afhentar í mars í fyrra þegar allar flug­vélar af þessari gerð voru kyrr­settar í kjölfar tveggja flug­slysa þar sem 346 manns misstu lífið. Öfugt við Icelandair … Lesa meira

vancouver yfir d

Icelandair hættir við sumarflug til níu flug­valla

Borg­irnar Barcelona á Spáni og Manchester á Englandi duttu út af sumaráætlun Icelandair fyrir hálfum mánuði síðan. Á sama tíma tók félagið úr sölu ferðir til Phila­delphia og Port­land í Banda­ríkj­unum, kanadísku borg­anna Montreal, Edmonton og Vancouver auk Billund í Danmörku, Bergen í Noregi og Gatwick flug­vallar við London. Nú er liggur fyrir að ekkert … Lesa meira

Spænsku flug­fé­lögin bíða með Ísland fram í sumarlok

Það verður alla vega bið fram til fyrsta ágúst eftir því að þotur Vueling taki stefnuna á Kefla­vík­ur­flug­völl á ný. Á heima­síðu þessa spænska lággjalda­flug­fé­lags hafa nefni­lega allar ferðir til Íslands í júní og júlí verið teknar út. Aftur á móti gera stjórn­endur flug­fé­lagsins ráð fyrir að hefja flug til Skandi­navíu í byrjun júlí. Íslands­flugið … Lesa meira

Flug­far­þegum hafði fækkað veru­lega áður en krísan hófst

Nýliðinn vetur var flogið héðan reglu­lega til sjö breskra flug­valla sem er fækkun um tvo frá þarsíð­asta vetri. Á sama tíma hefur tíðni ferða til borga eins og London og Manchester dregist saman og sérstak­lega eftir fall WOW air. Af þessum sökum fljúga nú færri milli Íslands og Bret­lands. Fyrstu tvo mánuði ársins fækkaði farþeg­unum … Lesa meira

Tæki­færi fyrir lággjalda­flug­félög í neyð­ar­samn­ingum Luft­hansa

Þrátt fyrir að rekstur Luft­hansa Group hafi skilað hagnaði síðustu ár þá kemst samsteypan ekki í gegnum kórónu­veirukreppuna án ríkis­að­stoðar. Þýska stjórn­völd ætla því að koma félaginu til bjargar með níu millj­arða evru innspýt­ingu. Í staðinn eignast hið opin­bera fimmt­ungs hlut á fyrir­tækinu. Stefnt er að því að þau hluta­bréf verði seld í síðasta lagi … Lesa meira

Sjá ekki tilgang í gisti­banninu í Kaup­manna­höfn

Um miðjan næsta mánuð mega Þjóð­verjar, Norð­menn og Íslend­ingar ferðast til Danmerkur á ný. Þeir mega þó ekki gista á hótelum í Kaup­manna­höfn fyrst um sinn. Þannig vilja dönsk stjórn­völd draga úr líkunum á að kórónu­veiran nái fótfestu á ný í fjöl­menninu í höfuð­borg­inni. „Það eru reistur múr í kringum Kaup­manna­höfn fyrir þýska, norska og … Lesa meira

Helm­ingur Íslend­inga gistir í Kaup­manna­höfn

Um miðjan júní geta Íslend­ingar og Danir ferðast óhindrað milli land­anna tveggja á ný. Dönsk stjórn­völd ætla þó ekki að heimila útlend­ingum að gista í Kaup­manna­höfn fyrst um sinn. Borgin verður þeim þó opin yfir daginn og þeir geta því fengið sér að drekka og borða. Takmark­an­irnar eru engu að síður veru­legar og til marks … Lesa meira

Lýsti yfir vanhæfi í stjórn vegna umræðu um samruna við Kynn­is­ferðir

Fjár­fest­inga­sjóð­urinn Eldey hefur síðustu ár keypt hluti í fyrir­tækjum sem sérhæfa sig í afþrey­ingu fyrir ferða­fólk. Nú í byrjun mánaðar var svo tilkynnt að unnið væri að því að sameina fjár­fest­inga­sjóðinn Eldey og Kynn­is­ferðir, eitt stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki landsins. Í stjórn Eldeyjar situr Svein­björn Indriðason, forstjóri Isavia, en Kynn­is­ferðir stefndu Isavia í fyrra vegna meintra vanefnda … Lesa meira

easyjet 2017

Hröð loft­skipti í þotunum

Með þriggja til fjög­urra mínútna milli­bili er skipt um allt loft í farþega­rýmum flug­véla easyJet. Og síurnar í loftræsti­kerfi þotanna eru af sömu tegund og þær sem notaðar eru á sjúkra­húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju mynd­bandi frá easyJet. Þar sést líka hvernig flug­vélar þessa breska lággjalda­flug­fé­lags verða þrifnar á milli … Lesa meira

Ætla að hefja flug milli Íslands og Ítalíu í júlí

Þotur Wizz Air munu frá og með 3. júlí næst­kom­andi fljúga þrisvar í viku milli Íslands og Mílanó á Ítalíu. Þetta tilkynnti félagið fyrr í dag en Wizz Air er að hasla sér völl á Ítalíu með því að opna starfs­stöð á Malpensa flug­velli skammt frá Mílanó. Ísland verður einn af þeim tuttugu áfanga­stöðum sem … Lesa meira