Sýna ferðaskrifstofum Andra Más áhuga

Þegar flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota í byrjun október voru allar ferðaskrifstofurnar sem tilheyrðu móðurfélagi flugfélagsins, Primera Travel Group, færðar yfir í fyrirtækið Travelco Nordic sem skráð er í Danmörku. Það er að öllu leyti í eigu Andra Más Ingólfssonar líkt og gamla móðurfélagið. Innan Travelco Nordic eru í dag ferðakrifstofur á öllum fimm Norðurlöndunum … Lesa meira

Arion afskrifaði aukalega 360 milljónir króna vegna flugfélaga

Þeir Andri Már Ingólfsson og Skúli Mogensen kepptust báðir við það í lok síðasta sumars að halda flugfélögum sínum á lofti. Andri Már var í leit að fé sem átti að tryggja rekstur Primera Air þangað til hagnaður af flugvélaviðskiptum yrði innleystur og Skúla vantaði fjármagn fram að skráningu WOW air í kauphöll. Um miðjan … Lesa meira

Engir flugmiðar til Dusseldorf

Nú er ekki lengur hægt að bóka far með WOW air til Dusseldorf en líkt og Túristi greindi frá um helgina þó voru farmiðarnir félagsins  til þýsku borgarinnar komnir upp í 90 þúsund krónur, aðra leið. Svo hátt verð er vanalega undanfari þess að flugleið er felld niður og það var líka raunin í þessu … Lesa meira

Ásthildur gefur ekki kost á sér í stjórn Icelandair

Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem tók sæti í stjórn Icelandair Group árið 2012, sækist ekki eftir endurkjöri. Þetta kemur fram í auglýsingu frá Icelandair Group í dag. Þar kemur fram að hinir fjórir stjórnarmennirnir bjóði sig fram á ný en það eru þau Úlfar Steindórsson, Heiðrún Jónsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson og Ómar Benediktsson. Úlfar er formaður stjórnarinnar. Framboðsfrestur … Lesa meira

island vegur ferdinand stohr

ProCar vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar

Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sjónvarpað var á RÚV í gærkvöld kom fram að bílaleigan ProCar ehf. hafi átt við kílómetrastöðu á bílaleigubílum áður en þeir voru seldir á almennum markaði. Forsvarsmenn umræddrar bílaleigu hafa þegar gengist við brotunum í yfirlýsingu. ProCar er aðili að Samtökum ferðaþjónustunnar en í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í … Lesa meira

icelandair radir

Vildarpunktar í uppboði á Saga Class sætum

Þeir sem eiga bókuð sæti á almennu farrými hjá Icelandair býðst reglulega að leggja inn boð í flutning yfir á Saga Premium, sem áður hét Saga Class. Ef flugfélagið tekur tilboðinu greiðir farþeginn það verð sem hann bauð og fær úthlutað plássi á fremsta farrými. Til þessa hefur aðeins verið hægt að greiða fyrir þessa … Lesa meira

Vísbendingar um versnandi stöðu erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli

Erlendu ferðafólki hér á landi fækkaði meira í janúar en ný ferðamannaspá Isavia gerði ráð fyrir. Vegna þessarar miklu skekkju sendi Isavia frá sér tilkynningu þar sem tilgreindar voru ástæður þess að spáin fór töluvert út af sporinu nokkrum dögum eftir að hún var birt. Ein af skýringum sem gefnar eru á þessari skekkju er … Lesa meira

Engar sólarlandaferðir til Mallorca í sumar

Sólarlandaferðir til Mallorca voru um áratugaskeið fastur liður á dagskrá íslenskra ferðaskrifstofa. Spænska sólareyjan varð hins vegar útundan á árunum eftir hrun en fyrir fjórum árum síðan hófst leiguflug til Palma flugvallar á ný. Síðustu sumur hafa Íslendingar því komist beint til Mallorca en sá valkostur er ekki í boði að þessu sinni. „Því miður … Lesa meira

wow radir

Þunnskipaðri þotur

Farmiðaverðið hjá WOW air hefur verið lágt síðustu misseri og eins hefur flugfélagið dregið úr framboði og sameinað ferðir. Þrátt fyrir það lækkaði sætanýtingin hjá flugfélaginu í síðasta mánuði niður í áttatíu prósent samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Svo lág hefur nýtingin ekki verið hjá WOW air í janúar síðan félagið hóf að birta mánaðarlegar … Lesa meira

Finnar finna fyrir aukinni ásókn Kínverja í Íslandsflug

Umsvif Finnair í Kína hafa aukist í takt við aukna ferðagleði Kínverja og í dag fljúga þotur finnska flugfélagsins reglulega til sjö kínverskra borga. Frá flugvellinum í Helsinki geta svo kínversku farþegarnir flogið áfram út um alla Evrópu hafi þeir ekki ætlað sér að stoppa í Finnlandi. Það er óhætt er að fullyrða að Icelandair hafi notið … Lesa meira