Landsréttur hafnar kröfur eiganda Airbus þotunnar

Kröfu Air Lease Corporation um að þota fyrirtækisins, TF-GPA, sem WOW air hafði á leigu og var kyrrsett af Isavia í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins verður þar áfram. Landsréttur hafnaði í dag beiðni fyrirtækisins um að þotan yrði tekin með beinni aðfarargerð úr vörslu Isavia. Þotan var kyrrsett vegna rúmlega tveggja milljarða króna skuldar WOW air … Lesa meira

Stjórnendur Icelandair komnir í takt við starfsbræður sína vestanhafs

Upphafleg sumaráætlun Icelandair byggði á því að félagið hefði til umráða níu Boeing MAX þotur. Allar flugvélar af þessari gerð voru kyrrsettar um miðjan mars í kjölfar flugslysa í Eþíópíu og Indónesíu sem kostuðu 346 manns lífið. Á þeim tíu vikum sem liðið hafa frá því að flugbannið var sett á hafa stjórnendur Icelandair í … Lesa meira

Ná aukalega um helmingi af þeim fjölda sem flaug með WOW

Undanfarin ár hefur megináherslan hjá Icelandair verið á farþega á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku og þar var líka fókusinn hjá WOW air. Þetta varð til þess að tengifarþegar skipuðu meira en helming sætanna í þotum félaganna tveggja. Eftir gjaldþrot helsta keppinautarins hafa stjórnendur Icelandair sett farþega á leið til og frá Íslandi í forgang. … Lesa meira

Kolefnisjafna nærri helming útblásturs

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur undirritað samning við kolefnissjóðinn Kolvið um gróðursetningu tíu þúsund trjáa í Kolviðarskógum og mun þar með kolefnisjafna um 46 prósent af útblæstri fyrirtækisins miðað við kolefnisbókhald ársins 2018. Er þetta liður í stærra verkefni sem miðar að því að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Kolviður er samstarfsverkefni … Lesa meira

Hlutu þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar

Þjónustuverðlaun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Að þessu sinni féllu þjónustuverðlaun verslana í hlut sjóntækjaverslunarinnar Optical Studio en í flokki veitingastaða var það Mathús sem var hlutskarpast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir jafnframt að niðurstaðan byggi á markaðsrannsóknum og könnunum sem … Lesa meira

easyJet sker niður Íslandsflug

Það var í mars árið 2012 sem breska lággjaldaflugfélagið easyJet hóf að fljúga til Íslands. Fyrst frá Luton, nærri London, en fljótlega bættust við ferðir frá fleiri breskum flugvöllum og eins frá svissnesku borgunum Basel og Genf. Með þessu stóraukna framboði á Íslandsflugi, á vegum stærsta lággjaldaflugfélags Bretlands, þá fjölgaði bresku ferðafólki hér á landi … Lesa meira

Einn besti áfangastaður Evrópu

Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way eins og hún heitir á ensku er á lista Lonely Planet yfir þá tíu áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja. Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum og hefur mikla útbreiðslu. Í umfjöllun Lonely Planet segir meðal annars að á Norðurstrandarleiðinni sé að finna allt það … Lesa meira

Fljúga daglega frá Minneapolis og New York í sumar

Fjögur stærstu flugfélög Norður-Ameríku fljúga öll hingað til lands en Delta Air Lines var fyrst þeirra til að hefja Íslandsflug og er jafnframt það eina sem flýgur hingað allt árið. Frá JFK flugvelli í New York koma þotur félagsins nefnilega allan ársins hring og á sumrin bætist við daglegt flug frá Minneapolis. Á föstudaginn er … Lesa meira

Losun frá flugi ætti að dragast verulega saman

Í takt við aukin umsvif Icelandair og WOW air þá hefur mengun vegna starfsemi íslenskra flugrekenda aukist síðustu ár. Í fyrra nam viðbótin nærri einum af hundraði og var raunlosun af flugi íslensku flugfélaganna um 820 þúsund tonn. Til samanburðar var hún rétt um 500 þúsund tonn á árunum 2014 og 2015. Þessar tölur ná … Lesa meira

Ferðamálin fái á ný eigin stofnun

Í Noregi heyrir markaðssetning og kynning á landinu sem ferðamannastað undir Innovasjon Norge og hefur stofnunin jafnframt hefur það verkefni að styðja við norska útflytjendur og auðvelda þeim að koma sér á framfæri í útlöndum. Hér á landi er það Íslandsstofa sem hefur þessi mál á sinni könnu og er hún á margan hátt sambærileg … Lesa meira