Ríflega helmingi færri millilenda hér á landi

Með falli WOW air og aukinni áherslu Icelandair á farþega á leið til og frá Íslandi þá hefur þeim fækkað umtalsvert sem nýta Keflavíkurflugvöll til að millilenda á leið yfir Norður-Atlantshafið. Í nýliðnum september fækkaði þessum skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli um 57 prósent. Fjöldi komu- og brottfararfarþega drógst aftur á móti mun minna saman eða um … Lesa meira

75 þúsund færri farþegar um innanlandsflugvellina

Fyrstu níu mánuði ársins flugu rétt um 540 þúsund farþegar til og frá innanlandsflugvöllum landsins. Samdrátturinn nemur um tólf af hundraði en þess ber að geta að farþegar sem nýta sér alþjóðaflug frá Reykjavíkurflugvelli og Akureyri eru meðtaldir. Um minnstu flugvelli landsins fækkaði farþegum um fimmtung fyrstu níu mánuðina eins og sjá má á töflunni … Lesa meira

Taka Airbus þotur til skoðunar

Töluverðar raskanir hafa orðið á flugáætlun svissneska flugfélagsins SWISS frá því í gær þegar stjórnendur þess ákváðu að kyrrsetja allar tuttugu og nú Airbus A220 þotur félagsins samstundis. Netmiðillinn Allt um flug sagði fyrst frá. Gripið var til kyrrsetningar eftir að upp kom bilun í hreyfli einnar þotu svissneska flugfélagsins og mun þetta vera í áttunda … Lesa meira

Bæta við brottförum til Íslands

Allt árið um kring fljúga þotur SAS hingað til lands frá Ósló og Kaupmannahöfn og nú í sumar bættust við ferðir frá Stokkhólmi yfir háannatímann. Og nú liggur fyrir að ferðunum þaðan verður fjölgað næsta sumar líkt gert var ráð fyrir. Ný sumaráætlun SAS gerir þannig ráð fyrir þremur ferðum í viku hingað frá Arlanda … Lesa meira

„Einstök kjör” á MAX þotum áttu að tryggja reksturinn

Í annað sinn á skömmum tíma hafa stjórnendur Arion séð ástæðu til að færa niður eignir vegna Travelco samsteypunnar, áður Primera Travel Group, sem bankinn leysti til sín í sumarbyrjun. Samkvæmt tilkynningu sem Arion sendi frá sér í gær var virði hlutarins lækkað um 600 milljónir á þriðja ársfjórðungi þar sem reksturinn er þyngri en ráð … Lesa meira

Icelandair tekur þátt í þróun rafflugvéla

Fimm norræn flugfélög, þar á meðal Icelandair, taka nú þátt þróun rafflugvéla sem ætlunin er að taka á loft innan nokkurra ára. Auk flugfélaganna þá koma flugmálayfirvöld í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi að verkefninu sem er fjármagnað af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni. Tæknin sem byggt er á kemur frá sænska fyrirtækinu Heart Aerospace en yfirlýst markmið forsvarsfólks … Lesa meira

Millilandaflug oftar á réttum tíma

Flugáætlun Keflavíkurflugvallar stóðst mun betur yfir háannatímann í ár en á sama tíma í fyrra. Þá fór rétt um þriðjungur flugferða í loftið á réttum tíma í júní og um helmingur í júlí. Núna voru hlutföllin mun hærri eins og sjá má á súluritinum hér fyrir neðan. Þessi þróun endurspeglast líka í stundvísitölum Icelandair sem … Lesa meira

Hætta Íslandsflugi frá Madríd

Fyrir þremur árum síðan hóf norska flugfélagið Norwegian að fljúga þotum sínum hingað frá Madríd og Barcelona yfir vetrarmánuðina og í kjölfarið margfaldaðist fjöldi spænskra ferðamanna hér á landi yfir kaldasta hluta ársins. Síðastliðinn vetur komu hingað 25 þúsund Spánverjar en þeir voru rétt um sjö þúsund veturinn áður en Norwegian hóf að fljúga hingað … Lesa meira

Önnur evrópsk flugfélög sjá tækifæri í San Francisco

Afkoma af áætlunarferðum Icelandair til San Francisco stóð ekki undir væntingum og því mun félagið leggja niður þessa flugleið líkt og tilkynnt var um mánaðamótin. Þetta var í annað sinn á þessari öld sem Icelandair spreytir sig á flugi til borgarinnar. Með brotthvarfi Icelandair þaðan þá heyra beinar flugsamgöngur milli Íslands og Kaliforníu sögunni til … Lesa meira

Afkoma flugfélaga fram úr væntingum

Kjaradeildur og kyrrsettar MAX þotur hafa sett strik í reikninginn hjá ófáum flugfélögum í ár sem hafa af þeim sökum þurft að fella niður ferðir og leigja dýrar þotur til að takast á við ástandið. Á sama tíma hefur árið verið gott hjá sumum af þeim flugfélögum sem ekki eiga Boeing MAX þotur eða standa … Lesa meira