Aðeins Kýpverjar stoppa lengur en Íslendingar

Íslendingar bókuðu rúmlega 33 þúsund gistinætur á berlínskum hótelum fyrstu níu mánuði ársins. Það er þrjú prósent aukning frá sama tíma í fyrra. Það vekur nokkra athygli enda hefur framboð á flugi milli Íslands og Berlínar minnkað töluvert eftir fall WOW air í lok mars þó Icelandair hafi bætt töluvert í flug sitt til borgarinnar … Lesa meira

Appið komið til Íslands

Öfugt við flest flugfélög þá hefur Icelandair haldið að sér höndum þegar kemur að útgáfu á sérstöku snjallsímaforriti. Í sumar hleypti félagið þó af stokkunum þess háttar í Finnlandi líkt og Túristi greindi frá. Og núna er Icelandair appið komið til Íslands. Þar með geta íslenskir símnotendur leitað að farmiðum með flugfélaginu í forritinu og svo … Lesa meira

czech airlines

Fella niður 81 flugferð til Keflavíkurflugvallar

Frá því haustlok hefur tékkneska flugfélagið Czech Airlines boðið upp á heldur óvenjulegt áætlunarflug til Íslands. Þoturnar fljúga nefnilega Prag til Kaupmannahafar og þaðan áfram til Íslands. Lent er á Keflavíkurflugvelli seint um kvöld og brottför þaðan til Kaupmannahafnar klukkan hálf fimm morguninn eftir. Farþegar geta því valið hvort þeir fljúga aðeins til Kaupmannahafnar eða … Lesa meira

Lán gegn veði í flugvélum

Icelandair hefur gengið frá lánasamningi upp á 4,3 milljarða króna við bandaríska bankann CIT Bank. Um er að ræða endurfjármögnun í kjölfar uppgreiðslu skuldabréfaflokks félagsins fyrr á þessu ári samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Þar er haft eftir Evu Sóleyju Guðbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Icelandair Group, að fjármögnunin renni enn styrkari stoðum undir góða fjárhagsstöðu Icelandair Group. … Lesa meira

Hvatningaverðlaun ábyrgrar ferðaþjónustu til Hey Iceland

Það var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhenti í dag hvatningarverðlaun ábyrgrar ferðaþjónustu. Verðlaunahafinn í ár er Hey Iceland en í rökstuðningi dómnefndar segir að Hey Iceland byggi á traustum grunni Ferðaþjónustu bænda og hafi starfað eftir sjálfbærnistefnu frá árinu 2002. „Fyrirtækið hefur verið þátttakandi í Ábyrgri ferðaþjónustu frá upphafi og sett sér og birt … Lesa meira

Rúmlega fimmtungi færri áætlunarflug í ársbyrjun

Í haust hefur samdrátturinn í áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli numið rúmum fjórðungi en fjöldi erlendra ferðamanna hefur dregist minna saman eða um fimmtung. Þannig hefur takturinn verið síðan WOW air fór í þrot, hlutfallslega fækkar ferðafólki minna en flugferðunum til og frá landinu. Ef þróunin verður sú sama fyrstu þrjá mánuði næsta árs þá má gera … Lesa meira

SAS áfram í fluggír

Ársuppgjör skandinavíska flugfélagsins SAS var birt nú í morgun en reikningsár félagsins hefst í byrjun nóvember og líkur í enda október. Félagið var rekið með myndarlegum hagnaði á því síðasta en núna var búist við nokkru minni afgangi og þá aðallega vegna þess hve vikulangt verkfall flugmanna félagsins reyndist dýrt. Nú liggur aftur á móti fyrir … Lesa meira

Indigo Partners kaupa dótturfélag Norwegian

Þó Argentína sé stórt land þá hefur innanlandsflugið þar ekki gengið sem skildi. Fargjöldin hafa verið mjög há og íbúar landsins því frekar nýtt sér rútuferðir sem meðal annars hafa verið niðurgreiddar af hinu opinbera. Forráðamenn Norwegian flugfélagsins sáu hins vegar tækifæri í Argentínu og fyrir rúmu ári síðan hóf félagið að fljúga milli argentínskra … Lesa meira

Stjórnendur Ryanair draga úr væntingum

Forsvarsfólk Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, hafði gert ráð fyrir að næsta sumar yrðu tuttugu Boeing MAX þotur í flota félagsins. Það ríkir hins vegar óvissa um hvenær kyrrsetningu á þessum flugvélum verður aflétt. Af þeim sökum gaf Ryanair það út í dag að ný farþegaspá geir ráð fyrir 156 milljónum farþega á næsta reikningsári. Það … Lesa meira

Isavia auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Í framkvæmdaráði Isavia hafa setið níu framkvæmdastjórar auk Sveinbjörns Indriðasonar forstjóra. Í síðustu viku létu tveir af þremur framkvæmdastjórum fyrirtækisins af störfum og þá kom fram að til standi að ráða á ný í aðra stöðuna sem losnaði. Það starf hefur ekki ennþá verið auglýst en aftur á móti er nú laus til umsóknar ný … Lesa meira