Lufthansa sýnir Norwegian líka áhuga

Um miðjan apríl spurðist það út að IAG, móðurfélag British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, ætti orðið 5% hlut í Norwegian og áhugi væri fyrir því að taka norska flugfélagið yfir. Í kjölfarið rauk hlutabréfaverðið upp um rúm 40% eftir að hafa lækkað hratt mánuðina á undan því það er engin launung að rekstur Norwegian … Lesa meira

Áfangastaðir ársins í Evrópu að mati Lonely Planet

Í ferðapressunni er vinsælt að stilla upp listum yfir hitt og þetta og hér er listi Lonely Planet yfir þá 10 svæði sem eru mest spennandi fyrir ferðamenn sem ætla um Evrópu í ár. Eins og sjá má þá eiga Norðurlöndin engan fulltrúa í úttektinni. Áfangastaðir ársins í Evrópu: Emilia-Romagna á miðjum Ítalíuskaganum Cantabria, nyrst … Lesa meira

berlin sol

Fleiri í borgarferðir til Berlínar

Í vetur hefur ferðaþjónustan í Berlín verið að jafna sig eftir gjaldþrot Airberlin en félagið var það umsvifamesta í flugi til og frá höfuðborginni. Það hefur tekið tíma fyrir önnur flugfélög að fylla skarð Airberlin og eitt þeirra félaga sem það gerði var Icelandair sem hóf áætlunarflug til Tegel flugvallar í vesturhluta borgarinnar í nóvember. … Lesa meira

orly paris

Hætta flugi til Orly í París

París hefur lengi verið vegamikill hluti af leiðakerfi Icelandair og síðustu ár hafa þotur félagsins flogið tvisvar til þrisvar á dag til Charles de Gaulle flugvallar. Þrátt fyrir ferðafjöldann þá var íslenska flugfélagið lengi á biðlista eftir afgreiðslutímum á Orly flugvelli í norðurhluta borgarinnar. Sá er líka þéttsetinn en þegar rússneska flugfélagið Transaero varð gjaldþrota … Lesa meira

basel vetur

Bæta í Íslandsflugið frá Basel

Síðustu ár hefur easyJet gert hlé á áætlunarferðum sínum hingað frá svissnesku borginni Basel frá nóvember og fram í febrúar. Á því hefur verið gerð breyting því flugfélagið hefur nú á boðstólum tvær ferðir í viku hverri milli Keflavíkurflugvallar og Basel í allan vetur. Þar með opnast tækifæri fyrir þá sem vilja heimsækja svissnesku borgina … Lesa meira

Vinningshafinn í ferðaleik Icelandair

Í haust fer Icelandair í jómfrúarferð sína héðan til þýsku borgarinnar Dusseldorf og af því tilefni efndi flugfélagið til ferðaleiks á síðum Túrista og í vinning voru flugmiðar fyrir tvo til borgarinnar. Til að eiga möguleika á vinningi þurfti að svara nokkrum spurningum og það var nafn Guðnýjar Margrétar Ólafsdóttur sem kom upp úr pottinum. … Lesa meira

BBQ borg Bandaríkjanna

Með fullri virðingu fyrir Eiffel turninum þá lokkar hann þig ekki til Parísar nema einu sinni. Hinar heimsóknirnar til borgar ljósanna skrifast miklu frekar á bistróin en hinn tignarlega járnturn. Það er nefnilega margsannað að góður matur ýtir undir ferðaáhugann og til Kansas borgar kemur fólk gagngert til að gera grillkjötinu góð skil. „Kansas City … Lesa meira

Reiknar með hækkandi nýtingu á hótelum í sumar

Vöxturinn í íslenskri ferðaþjónustu er ekki lengur mældur tugum prósenta og í vor stóðu fleiri hótelherbergi tóm í höfuðborginni en áður. Engu að síður hefur herbergjanýtingin á reykvískum hótelum verið þónokkru hærri en í hinum norrænu höfuðborgunum. Í Reykjavík nam hún 79 prósentum fyrstu fjóra mánuði ársins en næst á eftir kemur Ósló með 65 … Lesa meira

wow radir

Þotur WOW sífellt þéttsetnari

9 af hverjum tíu sætum í þotum WOW air í nýliðnum maí voru skipuð farþegum. Það er viðbót um 4 prósentustig frá sama tíma í fyrra en á þessu tímabili jókst framboðið hjá WOW air um ríflega helming samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þróunin í maí er í takt við síðustu … Lesa meira

Bestu útibarirnir í Stokkhólmi

Veðrið hefur leikið við frændþjóðirnar nú í sumarbyrjun og þar með hefur bekkurinn verið þéttskipaður fyrir utan veitingahúsin í Stokkhólmi á meðan fáir sitja inni. Það er þó ekki nóg að setja borð út á stétt til að komast á lista sænska dagblaðsins Dagens Nyheter yfir bestu úti veitingahúsin í sænsku höfuðborginni. Hér eru nokkur … Lesa meira