Ennþá nærri fjögur þúsund flugferðir í sölu í maí og júní

Nú í sumar gera nítján erlend flugfélög ráð fyrir áætlunarferðum til Keflavíkurflugvallar eins og Túristi fjallaði um í gær. Heildarfjöldi ferða á vegum þessa hóps flugfélaga verður innan við helmingur af því áætlunarflugi sem Icelandair er í dag með á boðstólum fyrir næstkomandi maí og júní. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er … Lesa meira

Heimila MAX þotum að fljúga um evrópska lofthelgi á ný

Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, aflétti í dag kyrrsetningu Boeing MAX þotanna sem staðið hefur yfir síðan í mars árið 2019. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Kanada hafa gert slíkt hið sama. Í tilkynningu frá EASA er haft eftir Patrick Ky, yfirmanni stofnunarinnar að hann teldi þoturnar vera orðnar öruggar eftir þær endurbætur sem gerðar hafa verið. Ky … Lesa meira

Endurkoma Norwegian dregst á langinn

Borgarfógeti í Ósló hélt fund í morgun með stjórnendum Norwegian flugfélagsins og kröfuhöfum en flugfélagið fór í greiðslustöðvun í Noregi í desember. Fundurinn var hluti af því ferli. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla þá kom það fram í máli Jacob Schram, forstjóra Norwegian, á fundinum að hann gerir ráð fyrir að félagið hafi burði til að … Lesa meira

19 erlend félög með Íslandsflug á dagskrá í sumar

Framboð á flugi til og frá landinu er það sem skiptir mestu máli í rekstri íslenskra ferðaþjónustufyrirtæka í ár. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar meðal forsvarsfólks fyrirtækjanna sem kynnt var á fundi SAF og Íslenska ferðaklasans í gær. Og það er skiljanlegt að í landi þar sem nærri allir ferðamenn koma fljúgandi að þessi þáttur … Lesa meira

Frestar gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs

Til að koma til móts við ferðaþjónustunna, vegna ástandsins sem Covid-19 hefur valdið, þá hefur fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs verið frestað samkvæmt ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra. Fyrsti gjalddaginn verður því 1. desember 2021 í stað 1. mars nk. Hlutverk Ferðaábyrgðasjóðs er að veita ferðaskrifstofum lán til að endurgreiða ferðamönnum greiðslur sem höfðu verið greiddar vegna … Lesa meira

Segja mjög litlar líkur á því að Vita þurfi fjárhagslegan stuðning

Nú er unnið að sölu Iceland Travel út úr Icelandair Group en ferðaskrifstofan hefur lengi verið ein sú umsvifamesta í skipulagningu á Íslandsferðum. Hins vegar verður Vita, sem selur Íslendingum utanlandsferðir, ekki seld þar sem hún er flokkuð sem hluti af flugrekstri samsteypunnar. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða og Hey Iceland, sagði samtali við Túrista í … Lesa meira

Aðeins starfandi flugmenn Icelandair í þjálfun á MAX vélarnar

Búist er við að evrópsk flugmálayfirvöld aflétti kyrrsetningu Boeing MAX þotanna fljótlega líkt og gert hefur verið vestanhafs. Í flota Icelandair eru sex þess háttar þotur og þrjár til viðbótar verða afhentar á næstu mánuðum. Á launaskrá flugfélagsins eru í dag rétt um sjötíu flugmenn og var þeim tilkynnt í lok síðustu viku að þjálfun … Lesa meira

Covid-19 vottorðið álíka dýrt og flugmiði

Frá og með miðvikudeginum verða þeir sem nýta sér áætlunarflugið héðan til Boston að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu í nýju Covid-19 prófi. Sömu kvaðir eru á þeim sem fljúga héðan til London og Kaupmannahafnar. Sá sem er sjúkratryggður hér á landi borgar samtals 13.395 krónur fyrir skimun og vottorð hjá Heilsugæslunni. Gjaldið er nærri … Lesa meira

flugvel innanlands isavia

Kaupa eldsneyti á flugvélarnar frá Air BP og Skeljungi

Skeljungur seldi í lok síðustu viku allan hlut sinn í Icelandair Group og einnig þá kauprétti sem fylgdu hlutabréfakaupunum í útboði flugfélagsins síðastliðið haust. Upplýst var um þessi viðskipti vegna þess að Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair Group, er varaformaður stjórnar Skeljungs. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er aðeins … Lesa meira