Skoða fleiri ferðir til Grænhöfðaeyja

„Ég tel að Grænhöfðaeyjar geti orðið vinsæll áfangastaður á veturna fyrir þá sem vilja sól, hvítar strendur og prófa eitthvað alveg nýtt,” segir Jakob Ómarsson, markaðsstjóri Vita. Á eyjunum er núna staddur hópur á vegum ferðaskrifstofunnar sem nýtti sér fyrsta beina flugið þangað sem seldist upp á aðeins örfáum vikum. Jakob segir að sala á næstu brottförum … Lesa meira

Síðasta ferðin til Rómar í lok mars

Í fyrsta sinn nú í vetur hafa farþegar á Fiumicino flugvelli í Róm átt þess kost að fljúga beint til Íslands á þessum tíma árs og Íslendingar hafa komist til höfuðborgar Ítalíu fyrir lítið. Það er norska lággjaldaflugfélagið Norwegian sem boðið hefur upp á tvær ferðir í viku á þessari leið en nú sér fyrir endann … Lesa meira

Bestu og verstu flugfélög Bandaríkjanna árið 2018

Þegar litið er til stundvísi, aflýstra flugferða, fjölda kvartana, týnds farangurs og ofbókana þá stendur Delta flugfélagið best allra flugfélaga í Bandaríkjunum. Þetta sýna niðurstöðu árlegrar úttektar Wall Street Journal á bestu og verstu flugfélögunum vestanhafs. Í öðru sæti er Alaska Airlines og í því þriðja er lággjaldaflugfélagið Soutwest. Af þessum þremur er Delta það … Lesa meira

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Reykvísk hótel ódýrari í evrum talið

Ferðamaður sem bókaði hótelnótt í Reykjavík í janúar borgaði að jafnaði 10 evrum minna fyrir herbergið en sá sem var á ferðinni hér í janúar í fyrra. Þá var meðalverðið fyrir hefðbundið tveggja manna herbergi 134 evrur en það er núna komið niður í 124 evrur samkvæmt úttekt ferðasíðunnar Trivago. Sú nýtur töluverða vinsælda hjá … Lesa meira

Þoturnar verða afhentar á næstunni

Fjórar af þotunum í flugflota WOW air eru á kaupleigu og það eru þær sem félagið hefur nú selt til kanadíska flugfélagsins Air Canada. Í tilkynningu sem WOW sendir frá sér 21. desember síðastliðinn segir að þoturnar verði afhentar í janúar og að salan á þeim muni bæta lausafjárstöðu flugfélagsins um einn og hálfan milljarð … Lesa meira

Þoturnar standa óhreyfðar

Þoturnar fjórar sem WOW air seldi til Air Canada í árslok hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli í nærri hálfan mánuð. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér, í tengslum við söluna á þotunum til kanadíska flugfélagsins, kom fram að þær yrðu afhentar í janúar. Túristi hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum um hvers vegna þoturnar eru … Lesa meira

Spyrja milljónir fylgjenda hvort þau eigi að halda til Íslands

Nataly Osmann dregur hann Murad sinn út um víða veröld og myndir af ferðalögum þeirra hafa náð það mikilli útbreiðslu að Forbes tímaritið segir myndabloggið þeirra eitt af þeim áhrifaríkustu í heimi ferðalaga. Aldrei hefur Nataly þó leitt hann Murad um Ísland en á því kann að vera breyting á. Nú spyrja þau þær 4,2 … Lesa meira

Nýtt háloftaöl

Það kemst enginn bareigandi upp með það lengur að hafa aðeins hefðbundinn lagerbjór á krana. Nú gera viðskiptavinirnir nefnilega kröfu um eitthvað bragðmeira og úrvalið af bjór hefur því gjörbreyst undanfarin áratug. Einstaka flugfélaga hefur áttað sig á þessum breytta smekk og eitt þeirra er Icelandair sem hleypti af stokkunum sínum eigin bjór í lok … Lesa meira

washington hvitahusið David Everett Strickler

Misheppnað hliðarskref Icelandair í Washington

Í kringum höfuðborg Bandaríkjanna er að finna þrjár alþjóðlegar flughafnir og ein af þeim er Baltimore/Washington flugvöllur. Þangað flugu þotur Icelandair um langt árabil en í tengslum við endurskipulagningu félagsins í kringum íslenska efnahagshrunið voru áætlunarferðirnar til Baltimore lagðar niður. Vorið 2011 tók Icelandair upp þráðinn að nýju í Washington en þá með reglulegu flugi … Lesa meira

Önnur tilkynning frá WOW í gærkvöld

Í tilkynningu sem WOW air sendi frá sér um hádegisbilið í gær kom fram að handhafar skuldabréfanna sem WOW air gaf út í september hefðu fallist á skilmálabreytingar sem þeim voru kynntar í lok síðasta árs. Þessar breytingar eru sagðar forsendan fyrir fjárfestingu Indigo Partners í íslenska lággjaldaflugfélaginu. Það sem þó vantaði inn í tilkynninguna … Lesa meira