airportexpress

Vilja ræða við Icelandair um samgöngur milli flugvalla

Það tíðkast ekki út í heimi að skilja að alþjóðaflug og innanlandsflug líkt og gert er hér á landi. Þess vegna þurfa íbúar á landsbyggðinni að fljúga til Reykjavíkur eða fara landleiðina út á Keflavíkurflugvöll til að komast út í heim. Á sama hátt getur erlendur ferðamaður ekki farið beint í innanlandsflug við komuna til … Lesa meira

Frá Vodafone til Isavia

Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi. Í tilkynningu segir að Kjartan hafi langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum og hafi unnið á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi í yfir tuttugu ár. Lengst af sem stjórnandi á tæknisviði og nú síðast sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi. Kjartan … Lesa meira

Gjaldfrjáls landamæraskimun kynnt á fundi norrænna samgönguráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók síðdegis í gær þátt í fundi norrænna samgönguráðherra um heimsfaraldurinn og áhrif hans á samgöngur á Norðurlöndum.  Á fundinum greindi ráðherra frá því að tvöföld skimun við íslensku landamærin, með fimm daga sóttkví, hafi reynst Íslendingum mikilvæg í því skyni að halda aftur af því að smit berist … Lesa meira

Ósamræmi í farmiðaverði systurfélaganna

Það var tilkynnt í lok síðasta vetrar að samþætta ætti rekstur systurfélaganna Air Iceland Connect og Icelandair. Níu mánuðum síðar er ennþá unnið að því að samræma bókunarkerfi félaganna tveggja og ekki er vanþörf á. Því samkvæmt athugun Túrista getur munað miklu á verði farmiða sem bókaðir eru annars vegar inn á vef Icelandair og … Lesa meira

Hermenn hífðu upp gistináttatölurnar

Gistinætur útlendinga á íslenskum hótelum í október voru samtals 11.780 sem jafngildir 97 prósent samdrætti frá sama tíma í fyrra. Og þó bandarískir ferðamenn hafi verið sárafáir hér á landi síðan heimsfaraldurinn hófst þá var vægi bandarískra hótelgesta hér á landi hátt í október. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er aðeins aðgengileg … Lesa meira

Vilja auðvelda samgöngur úr Leifsstöð í Vatnsmýri

Nú er unnið að sameiningu systurfélaganna Air Iceland Connect og Icelandair. Við þá vinnu er meðal annars horft til að þess að tengja betur leiðakerfi félaganna líkt og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði í fréttum Rúv í gær. Spurður hvernig hægt er að tengja leiðakerf flugfélaganna saman þegar þau starfa á sitthvorum flugvellinum … Lesa meira

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Rétt um tíunda hvert hótelherbergi nýtt í október

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í október síðastliðnum dróst saman um 91 prósent samanborið við október í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 91 prósent, um 86 prósent á gistiheimilum og um 88 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.). Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru … Lesa meira

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu

Ferðamálastofa hefur samið við Hagrannsóknir um gerð þjóðhagslíkans fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Í frétt á vef stofnunarinnar segir að fyrirhugað sé að tengja líkanið við fyrirliggjandi þjóðhagslíkön fyrir hagkerfið í heild og nýta það til mikilvægra högg- og aðgerðagreininga fyrir stjórnvöld þegar miklar sveiflur verða í rekstrarskilyrðum ferðaþjónustu og annarra meginatvinnuvega þjóðarinnar. Þá er líkaninu ætlað að nýtast við gerð hagspáa.  … Lesa meira

Flug frá fimm þýskum borgum í stað tólf

Yfir sumarmánuðina eru Þjóðverjar vanalega næst fjölmennsta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi á eftir Bandaríkjamönnum. Og þýsku ferðamennirnir gefa sér oft góðan tíma á Íslandsferðirnar. Þannig dvaldi hver Þjóðverji sem hingað koma sumarið 2019 í eina viku að meðaltali. Til samanburðar stoppuðu bandarísku túristarnir að jafnaði í fjórar nætur. Fjöldi þýskra ferðamann hefur … Lesa meira

airicelandconnect

Ætla að tengja saman leiðakerfi flugfélaga sem starfa á sitthvorum flugvellinum í dag

Unnið hefur verið að því síðan í vor að sameina rekstur Icelandair og Air Iceland Connect sem bæði tilheyra Icelandair samsteypunni. Sú vinna stendur ennþá yfir. Í útvarpsfréttum RÚV í gær sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til greina kæmi að fella rekstur Air Iceland Connect alfarið undir Icelandair. „Við erum að horfa … Lesa meira