Jólabjórinn kominn í Fríhöfnina en ekki Vínbúðirnar

Fyrstu 8 tegundirnar af jólabjór eru nú komnir í Fríhöfnina í Leifsstöð en sala í Vínbúðunum hefst ekki fyrr en 15.nóvember. Flugfarþegum stendur jólaölið því mun fyrr til boða en öðrum og þeir borga líka minna fyrir það. Niðurstöður samanburðar Túrista síðustu tvö ár hafa sýnt að almennt er verðið á bjórnum um þriðjungi ódýrara … Lesa meira

Eldbakaðar súrdeigspítsur fyrir brottför

Þeir farþegar vilja fá sér að borða fyrir flugtak hafa nú fleiri valkosti en áður því í vikunni opnaði veitingastaðurinn Hjá Höllu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar er boðið upp á eldbakaðar súrdeigspítsur, ferskan fisk frá Grindavík, fersk salöt sem og úrval rétta til að taka með sér í flug. Búið er að koma fyrir stórum … Lesa meira

seattle 860

WOW gæti tekið stefnuna á Seattle eða Las Vegas

Farþegar á níu flugvöllum í Bandaríkjunum geta valið á milli áætlunarferða með bæði Icelandair og WOW og hefur samkeppni íslensku félaganna aukist umtalsvert þar í landi í ár. Nú síðast hóf WOW air sölu á flugi til Orlando en sú borg hefur lengi verið eitt af höfuðvígum Icelandair vestanhafs. Áður hafði Icelandair farið inn á … Lesa meira

Ferðamálastjóri: Áhugi á Íslandsferðum eða ódýrt Íslandsflug

Í nýliðnum september innrituðu rúmlega 231 þúsund útlendingar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli en á þeirri tölu byggir ferðamannatalning Ferðamálastofu. Aukningin nam um 14% frá sama tíma í fyrra sem er hlutfallslega tvöfalt meiri viðbót en ferðamannaspá Isavia gerði ráð fyrir. Fjölgunin var jafnframt mun meiri en mælst hefur aðra mánuði ársins að maí undanskildum og Skarphéðinn … Lesa meira

Andri Már Ingólfsson kemst á blað

Norrænu ferðaskrifstofurnar sem Andri Már Ingólfsson á heyra ekki lengur undir hið íslenska Primera Travel Group hf. Eignarhaldið hefur verið flutt yfir í danskt félag og hefur heiti þess verið breytt úr Primera Travel í Travelco Nordic.  Andri tilkynnti um þessar breytingar í flýti á laugardag eftir að hafa komið sér undan því að svara … Lesa meira

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Dýrt fyrir WOW að fljúga fólki ódýrt til Bandaríkjanna

Það voru forsvarsmönnum flugmála í St. Louis vonbrigði að stjórnendur WOW air hafi ákveðið að hætta áætlunarfluginu þangað þann 7. janúar næstkomandi. Í tilkynningu frá forsvarsfólki flugvallarins þar í borg segir að flugleiðin til St. Louis hafi verið ein sú vinsælasta af þeim sem WOW heldur úti til Miðvesturríkjanna. Auk St. Louis fljúga þotur WOW einnig … Lesa meira

Taka aftur upp þráðinn í Tel Aviv

Í lok október eru síðustu ferðir WOW air til Tel Aviv á dagskrá. Útlit var fyrir að ferðunum yrði ekki haldið áfram en í gær sagði Viðskiptablaðið frá því að ísraelskir fjölmiðlar hefur greint frá því að íslenska flugfélagið væri væntanlegt þangað til lands á ný í vor. Þá frétt staðfesti WOW í morgun þegar … Lesa meira

Kröfurnar á Primera air komnar upp í rúma 16 milljarða

Á laugardag sendi Andri Már Ingólfsson frá sér fréttatilkynningu í flýti þar sem fram kom að Travelco, danskt félag í eigu hans sjálfs, hefði keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group. Það síðarnefnda er skráð hér á landi og er jafnframt í eigu Andra. Ástæðan fyrir þessum gjörningi skrifast á gjaldþrot Primera air sem Andri átti einnig. … Lesa meira

Dohop lofar ekki lengur lægsta verðinu

„Finndu bestu flugin” og „Dohop ber saman milljónir ferða og finnur lægsta verðið fyrir þig” hefur staðið stórum stöfum á forsíðu heimasíðu Dohop. Um helgina var textanum breytt og efsta stig lýsingaorða ekki lengur notað. „Flugleit um allan heim” segir núna fyrir ofan leitarvélina sjálfa og í stað loforðsins um lægsta verðið þá stendur í … Lesa meira

WOW dregur úr flugi til Miðvesturríkjanna

Jómfrúarferð WOW air til St. Louis í miðvesturhluta Bandaríkjanna vakti mikla athygli þar í borg í vor. Þetta var nefnilega í fyrsta sinn í 15 ár sem íbúar borgarinnar gátu flogið beint úr heimabyggð til Evrópu. Flugmálayfirvöld og viðskiptaráð borgarinnar fagnaði samgöngubótinni og hétu að veita WOW styrki upp á allt að 800 þúsund dollara, … Lesa meira