Þrjú hækkuðu á meðan þrjú lækkuðu

Bráðlega verða sjö norræn flugfélög skráð á hlutabréfamarkað því nú ætti að styttast í að Norse Atlantic fái flugrekstrarleyfi. Félagið stefnir nefnilega á að hefja áætlunarflug frá Ósló og London til Bandaríkjanna á nýju ári og þarf því að hefja farmiðasölu fyrr en síðar. Viðskipti með hlutabréf í þessu verðandi flugfélagi hafa hins vegar farið … Lesa meira

Hversu þungt verður höggið fyrir evrópsk flugfélög?

Fjöldi landa hefur tekið upp hertar ferðareglur til að hefta útbreiðslu ómíkrón afbrigðis kórónaveirunnar. Það ríkir því töluverð óvissa í evrópskum ferða- og fluggeira um hversu neikvæð áhrif þetta nýja afbrigði mun hafa. Greinendur stórbankans HSBC hafa teiknað upp þrjár ólíkar sviðsmyndir þar sem staðan er metin út frá því hversu vel eða illa bóluefnin … Lesa meira

Senuþjófurinn á jólamatseðlinum er brauð með skinku og osti

Það voru fluttar af því fréttir í síðustu viku að nú gætu farþegar Icelandair á ný pantað sér baguette með skinku og osti. Sá réttur hefur um langt skeið notið mikilla vinsælda hjá viðskiptavinum félagsins eins og fram kom í grein á síðum Túrista árið 2013. Sú frétt var skrifuð í tilefni af því að … Lesa meira

Þá er Play komið til Amsterdam

Ein af brottförum dagsins á Keflavíkurflugvelli var jómfrúarferð Play til Amsterdam. Þota félagsins lagði í hann klukkan sex í morgun og lenti svo á Schiphol flugvelli 142 mínútum síðar. Með þessari viðbót við leiðakerfi Play þá hafa farþegar á leið milli Íslands og Amsterdam úr ferðum þriggja flugfélaga að velja. Því auk Play þá fljúga … Lesa meira

Lággjaldaflugfélög með yfirburðastöðu á Keflavíkurflugvelli

Fjögur af þeim fimm flugfélögum sem flugu oftast til og frá Íslandi í nóvember eru flokkuð sem lággjaldaflugfélög. Stjórnendur þess fimmta, Icelandair, staðsetja sitt félag mitt á milli lággjaldafélaga og fullþjónustufélaga. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.

newyork timessquare Ferdinand Stöhr

Strangari ferðareglur eftir helgi

Allir þeir sem ferðast til Bandaríkjanna verða frá og með næstu viku að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem er innan við sólarhrings gamalt. Þetta tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fyrr í dag. Núgildandi reglur heimila próf sem tekin allt að þremur dögum fyrir ferðalagið. Sú regla hefur þó aðeins gilt í tæpan mánuð því það … Lesa meira

Með 844 sæti til Tenerife í viku hverri

Það var fyrst í maí síðastliðnum sem Icelandair hóf áætlunarflug til Tenerife. Áður hafði félagið eingöngu flogið til spænsku eyjunnar fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Jafnvel þó bæði Wow Air og síðar Norwegian hafi haldið úti flugi þangað á eigin vegum. Upphaflega gerði áætlun Icelandair aðeins ráð fyrir tveimur ferðum í viku til Tenerife, á miðvikudögum og … Lesa meira

Skora á Icelandair í þremur borgum til viðbótar

Frá því að Wow Air féll þá hefur Icelandair verið eitt um ferðirnar frá Keflavíkurflugvelli til bæði Dublin og Brussel. Á því verður breyting í vor þegar þotur Play munu setja stefnuna á þessar tvær borgir. Auk þess ætlar félagið að hefja flug til Madrídar og þangað flýgur Icelandair einnig og eins býður Iberia Express … Lesa meira

Bandarísk stjórnvöld með strangari reglur í bígerð

Bandaríkin opnuðu landamæri sín að mestu þann 8. nóvember en þó með þeim takmörkunum að eingöngu þeir sem eru fullbólusettir fá að ferðast til landsins. Farþegar verða einnig að framvísi neikvæðum niðurstöðum úr Covid-19 prófi við komuna til landsins. Þær niðurstöður mega ekki vera eldri en þriggja sólarhringa samkvæmt reglunum eins og þær eru í … Lesa meira

Nýir framkvæmdastjórar þurfa að sækja um innan sjö daga

Það eru tveir stólar lausir í yfirstjórn Icelandair eftir að skipulag fyrirtækisins var stokkað upp í síðustu viku. Og nú hefur verið auglýst eftir bæði framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála flugfélagsins og líka framkvæmdastjóra stafrænnar þjónustu. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. desember. Í báðum tilfellum er óskað eftir fólki með framúrskarandi leiðtogahæfileika og farsæla stjórnendareynslu. Einnig … Lesa meira