Mid-Atlantic nú annað hvert ár

Í lok janúar fór ferðakaupstefnan Icelandair, Mid-Atlantic, fram í Laugardalshöll. Þetta var í 28. skipti sem kaupstefnan er haldin en þar koma saman íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki og halda hátt í fimm þúsund sölufundi. Mid-Atlantic hefur farið fram árlega en nú á að hægja á taktinum og halda kaupstefnuna annað hvert ár í staðinn. Ástæðan … Lesa meira

Ekkert verður af Kínafluginu

Þriðjudaginn 31. mars næstkomandi var von á Boeing Dreamliner þotu kínverska flugfélagsins Juneyao til Keflavíkurflugvallar. Í framhaldinu var svo ætlunin að félagið myndi fljúga hingað tvisvar í viku fram í lok október frá Sjanghæ með viðkomu í Helsinki. Jómfrúarferð Juneyao Airlines til Íslands var svo seinkað fram í lok apríl og í gær greindi Túristi … Lesa meira

Óvissa með flug Juneayo Airlines frá Keflavíkurflugvelli

Fyrsta ferð kínverska flugfélagsins Juneyao Airlines til Íslands frá Sjanghæ, með viðkomu í Helsinki, var upphaflega á dagskrá í lok mars. Jómfrúarferðinni var svo seinkað fram í lok apríl vegna kórónaveirunnar sem hefur lamað allar flugsamgöngur til og frá Kína. Eftir þessar breytingar var ráðgert að Dreamliner þotur Juneyao myndu fljúga hingað tuttugu og þrjár … Lesa meira

Draga úr Íslandsflugi frá Montreal

Þotur kanadíska flugfélagsins Air Canada hafa síðustu sumur flogið hingað yfir sumarmánuðina frá bæði Toronto og Montreal. Áætlun Keflavíkurflugvallar gerir ráð fyrir áframhaldi ferðum kanadíska flugfélagsins frá þessum tveimur fjölmennustu borgum Kanada í allt sumar. Samkvæmt bókunarsíðu Air Canada er þó ekki lengur hægt að bóka beint flug milli Íslands og Montreal í júní en … Lesa meira

Sitja á lendingarleyfum á Keflavíkurflugvelli sem verða ólíklega notuð

Þrátt fyrir að Icelandair hafi í fyrra gefið frá sér allt flug til bandarísku borganna Kansas City og Cleveland og Halifax í Kanada þá er félagið ennþá með frátekna afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir ferðir til þessara borga. Til viðbótar hefur Icelandair fengið úthlutaða lendingar- og brottfarartíma, svokölluð slott, fyrir fjölda flugferða í viku hverri sem … Lesa meira

Loks verðdagatal hjá Icelandair

Farþegar eru vafalítið oft með ákveðna ferðadaga í huga þegar halda á úti í heim. Það kemur þó líka fyrir að fólk er sveigjanlegt og láti fargjöldin ráða ferðinni. Og það er sennilega megin skýringin á því að hjá mörgum flugfélögum hefur lengi verið hægt að sjá hvað farmiðinn kostar yfir langt tímabil, t.d. einn … Lesa meira

Leggja niður aðra flugleið til Íslands

Eftir fall WOW air varð Wizz Air næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina. Yfir háveturinn stendur easyJet fyrir fleiri ferðum til hingað en það félag hefur að undanförnu dregið nokkuð úr Íslandsfluginu frá bæði Bretlandi og Sviss. Stjórnendur Wizz Air eru líka farnir að fækka ferðunum. Um miðjan næsta mánuð leggur félagið þannig niður … Lesa meira

sanfrancisco losangeles flug

Ennþá meiri samdráttur á flugleiðum WOW air

WOW air hélt úti þrjátíu og fjórum flugleiðum sumarið 2018 en þetta var jafnframt síðasta sumarvertíð félagsins, alla vega undir stjórn Skúla Mogensen. Komandi sumaráætlun Keflavíkurflugvallar gerir ekki ráð fyrir neinum ferðum á tólf af þessum þrjátíu og fjórum flugleiðum líkt og Túristi greindi frá fyrir helgi. Sá samdráttur skrifast ekki bara á brotthvarf WOW … Lesa meira

Ódýrt í síðustu ferðir vetrarins til Tenerife, Kanarí, Vilnius og Belfast

Í vetur hefur norska lággjaldaflugfélagið Norwegian verið stórtækt í flugi héðan til bæði Tenerife og Las Palmas á Kanarí. Í lok mars er aftur á móti komið af síðustu ferðum félagsins til þessara vinsælustu sólarstaða. Að minnsta kosti í bili því ennþá er ekki ljóst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju í haust. Af … Lesa meira

flugvel innanlands isavia

10 þúsund færri flugu innanlands

Síðustu tvö ár hafa farþegatölurnar á innanlandsflugvöllunum verið á niðurleið. Sú þróun hélt áfram í janúar en þá fóru tæplega 10 þúsund færri um flugvelli landsins ef Keflavíkurflugvöllur er frátalinn. Sérstaklega vont veður skýrir líklegast stærstan hluta af þessari fækkun. Hjá Air Iceland Connect drógst þannig sætaframboð saman um nærri þriðjung vegna þess hve mörgum … Lesa meira