Spánarflug á tilboði í sumarlok

Nú eru skólarnir að hefjast og þá kemst fjölskyldulífið í fastari skorður en verið hefur í sumar. Um leið og það gerist þá dregst eftirspurnin eftir sólarlandaferðum þónokkuð saman og verðið á þess háttar reisum lækkar. Til marks um það eru tilboðin sem stærstu ferðaskrifstofur landsins bjóða þessa dagana. Hjá Úrval-Útsýn má til að mynda … Lesa meira

Ríflega helmingur flýgur hingað með íslensku flugfélögunum

„Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið.” Þetta sagði Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, í viðtali við Túrista í vor. Þá hafði þjóðhagslegt mikilvægi flugfélagsins hans og Icelandair verið til umræðu og sérstaklega í tengslum við ferðaþjónustuna. Þessi … Lesa meira

wow skuli airbus

WOW leitar eftir fjármagni hjá frændþjóðunum

Það hefur verið mikill stígandi í umræðunni um fjárhagslegan styrkleika íslensku flugfélaganna síðustu vikur. Segja má að upphafið mega rekja til sunnudagsins 8. júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið. Í kjölfarið tók gengi hlutabréfa fyrirtækisins dýfu. Fimm dögum síðar birti WOW air fyrstu upplýsingarnar um reksturinn í fyrra og niðurstaðan var 2,4 milljarða … Lesa meira

Áhafnamál fyrir Indlandsflug WOW kynnt á næstunni

Í lok þessa árs hefst áætlunarflug WOW air til Nýju-Delí í Indlandi og verður þetta fyrsta beina flugið héðan til Asíu. Í flugið mun WOW air notast við nýjar Airbus 330 breiðþotur og líkt og Túristi greindi frá í sumarbyrjun þá er ekki útilokað að um borð verði indverskar áhafnir að störfum. Aðspurð um hvort … Lesa meira

Borgirnar sem flogið verður til í haust

Nú er háannatímanum í ferðaþjónustunni víða að ljúka og þá hægist á flugsamgöngum. Sumaráætlun flugfélaganna lýkur þó ekki formlega fyrr en í lok október og því verður úrvalið af millilandaflugi til og frá landinu áfram töluvert í haust eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þar sést til hvaða borga verður flogið og … Lesa meira

wow skuli airbus

Hlutafé í WOW aukið um helming

Á föstudag voru uppfærðar upplýsingar um hlutafé í WOW air hjá fyrirtækjaskrá. Samkvæmt henni var hlutafé félagsins aukið úr 107 milljónum í 162 milljónir hluta. Hlutfallslega nemur viðbótin nærri helmingi. Í svari frá WOW air, við fyrirspurn Túrista um þessi viðskipti, segir að Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, hafi lagt eignarhlut sinn í Cargo Express … Lesa meira

Paris Rob Potvin

Fljúga breiðþotum til Parísar og Amsterdam

Hinar stóru Airbus 330 farþegaþotur eru vanalega notaðar á lengri flugleiðum en síðustu vetur hefur WOW air stuðst við þess háttar flugvélar fyrir áætlunarferðir sínar til Schiphol flugvallar við Amsterdam og Charles de Gaulle í París. Sá háttur verður líka hafður á að þessu sinni að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins. Það verða því 345 … Lesa meira

Flugfélögin stýra ferðamannastraumnum

Það er verulegur samdráttur í komum Þjóðverja hingað til lands og það sama á við um Evrópubúa almennt. Margir leita skýringa á þessari þróun í sterkri krónu og í viðtali við RÚV sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að verðlag á Íslandi væri ekki samkeppnishæft við önnur lönd og þess vegna fækki ferðamönnum. Bætti … Lesa meira

Aukin áhersla á Ameríkuflug hefur ekki skilað árangri

Sala á áfangastaði Icelandair í Norður-Ameríku hefur ekki verið í takt við aukið framboð á meðan eftirspurn eftir Evrópuflugi félagsins hefur verið mjög góð. Sætanýtingin í fluginu til Evrópu var því há eða 90,7 prósent í síðasta mánuði. Hlutfallið var aðeins 81,9 prósent í ferðum Icelandair vestur um haf og er það umtalsverð lækkun frá … Lesa meira

clive turisti is

Hvalaskoðun en ekki hvalveiðar

Hvalaskoðun er oft einn af hápunktunum Íslandsferða viðskiptavina bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World sem hefur verið umsvifamikil í skipulagningu ferða hingað síðustu áratugi. Stofnandi og forstjóri Discover the World hefur því áhyggjur af hvalveiðum hér við land eins og fram kemur í aðsendri grein hans sem hér er að finna. „Ég hef verið Íslandsvinur frá … Lesa meira