Flug­freyjur og flug­þjónar felldu nýjan kjara­samning

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands hafa fellt nýjan kjara­samning við Icelandair sem skrifað var undir hjá Ríkis­sátta­semjara þann 25. júní. Í tilkynn­ingu frá Icelandair Group segir að nú verði metið hvaða mögu­leikar eru í stöð­unni. „Við höfum lagt allt kapp á að ná samn­ingum við Flug­freyju­félag Íslands undan­farnar vikur og mánuði. Með þessum samn­ingi gengum við eins … Lesa meira

alicante

Uppselt í fyrstu ferðina til Alicante

Á þessum tíma árs streyma Íslend­ingar vana­lega til Spánar en flug­sam­göngur milli land­anna tveggja hafa skilj­an­lega legið niðri síðustu mánuði. Á laug­ar­daginn verður þráð­urinn þó tekinn upp að nýju með brottför á vegum Úrval-Útsýn og VITA til Tenerife. Á mánu­daginn verður svo haldið til Alicante og í þá ferð er uppselt hjá báðum ferða­skrif­stofum. Hjá … Lesa meira

25 þúsund fleiri farþegar um Kefla­vík­ur­flug­völl

Í apríl og maí var að jafnaði ein brottför á dag frá Kefla­vík­ur­flug­velli en seinni­hlutann í júní tók flugið við sér á ný eftir að grænt ljós fékkst á ferðalög innan Evrópu. Frá fimmtánda júní og til síðustu mánaða­móta voru þannig farnar um tíu ferðir á dag héðan til útlanda. Þar með fjölgaði farþeg­unum í … Lesa meira

Ríflega tvöfalt fleiri gist­inætur í júní

Um miðjan síðasta mánuð jókst flug­um­ferð til og frá land­inum tölu­vert eftir að landa­mæri víða í Evrópu opnuðust á ný. Þar með fjölgaði ferða­fólki hér á landi landi líkt og nýjar bráða­birgða­tölur Hagstof­unnar eru til marks um. Þær sýna að gist­inætur á hótelum hafi verið um níutíu þúsund í júní. Til saman­burðar voru þær um … Lesa meira

Samdrátt­urinn hjá Icelandair, Finnair og SAS í júní

Þotur Icelandair flugu um eitt hundrað áætl­un­ar­ferðir frá Kefla­vík­ur­flug­velli í júní sem var ríflega þrefalt meira en í maí. Þetta er þó miklu minni traffík en á sama tíma í fyrra. Til marks um það þá fækkaði farþegum Icelandair um 97 prósent í júní samkvæmt mánað­ar­legum tölum félagsins. Niður­sveiflan var nærri því sú sama hjá … Lesa meira

Draga úr Evrópuflugi en halda Íslandi inni

Ef Covid-19 hefði ekki sett heims­bú­skapinn úr skorðum þá hefðu þotur American Airlines flogið hingað daglega í sumar. Þó ekki frá Dallas í Texas eins og síðustu tvö sumur heldur frá Phila­delphia á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Í þeirri borg hefur American Airlines verið að auka umsvif sín umtals­vert og er hún nú orðin helsta miðstöð Evrópuflugs … Lesa meira

Mikil­vægt að efla þekk­ingu um mannauð íslenskrar ferða­þjón­ustu

Fjöldi þeirra sem vann í ferða­þjón­ustu í aðal­starfi tvöfald­aðist í tengslum við hraðan vöxt ferða­þjón­ustu hér á landi. Þegar mest lét, árið 2018, voru starfs­menn grein­inni tæp 15 prósent af vinnu­mark­aðnum. Það var hærra hlut­fall en þekktist í öðrum OECD ríkj­unum. Á eftir Íslandi kom Spánn þar sem tæp 14 prósent á vinnu­markaði störfuðu í … Lesa meira

Tvö félög stóðu undir bróð­urparti farþega­flugs í júní

Fyrri hluta júní­mán­aðar voru landa­mæri víða lokuð og miklar takmark­anir giltu um ferðir fólks á milli landa. Fyrstu tvær vikur þess mánaðar voru því aðeins farnar nítján áætl­un­ar­ferðir frá Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar. Þann fimmtánda júní opnaðist fjöldi Evrópu­ríkja og skil­yrðið um tveggja vikna sóttkví var fellt niður hér á landi. Samhliða jókst flug­um­ferðin tölu­vert og … Lesa meira

Færri ferða­menn vegna breyt­inga á flugáætlun með litlum fyrir­vara

Landa­mæri fjölda Evrópu­ríkja opnuðust þann 15. júní og þá var fallið frá kröf­unni um að allir ferða­menn, sem hingað koma, fari í tveggja vikna sóttkví. Í tengslum við þessar breyt­ingar kynnti Icelandair flugáætlun sem náði til 19. júlí. Sú áætlun hefur nú verið skorin veru­lega niður. Til marks um það þá var upphaf­lega gert ráð … Lesa meira

PAR selur og Högni Pétur kaupir

Af tuttugu stærstu hlut­höfum Icelandair Group þá var banda­ríski vogun­ar­sjóð­urinn PAR Capital Mana­gement sá eini sem seldi bréf í félaginu í vikunni. Samtals seldi sjóð­urinn rúmlega 6,7 millj­ónir hluta. Og fjár­fest­irinn Högni Pétur Sigurðsson var sá eini sem bætti við sig hluta­bréfum eða um 2,4 millj­ónum hluta. Högni Pétur á nú orðið 3,42 prósent í … Lesa meira