ferdamenn cataratas do iguacu brazil henrique felix

Þau lönd sem fá fæsta ferðamenn

Ekkert land í Evrópu fær eins fáa gesti og smáríkið Liechtenstein en þangað komu 77 þúsund ferðamenn í fyrra en aðeins tvö þúsund fleiri fóru til San Marínó. Það eru álíka margir og komu hingað í janúar í hittifyrra svo nærtækt dæmi sé tekið. Evrópsku smáríkin tvö eru þó ekki nærri því að komast á … Lesa meira

Sú nítjánda kom í dag

Nýjasta vél WOW air lenti fyrr í dag á Keflavíkurflugvelli en um er að ræða glænýja Airbus A321ceo en var henni flogið yfir Reykjavík í hádeginu. Flugvélin kemur beint frá verksmiðju Airbus í Hamborg og verður strax notuð í áætlunarflug á morgun. Í tilkynningu frá WOW segir að þotan beri skráningarnúmerið TF-DOG. „Með heitinu heldur … Lesa meira

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Listaverð nýju breiðþotanna um 117 milljarðar króna

Flugfloti WOW air mun telja 24 farþegaþotur um áramót og þar af eru fjórar nýjar Air­bus A330-900­neo breiðþotur. Það styttist í afhendingu þeirrar fyrstu samkvæmt frétt Morgunblaðsins en þar kemur jafnframt fram að listaverð einnar svona þotu er 291 milljón bandaríkjadala. Það jafngildlir um 29 milljörðum króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag og listaverð allra … Lesa meira

Icelandair rukkar fyrir aukið fótarými

Í byrjun vetrar hóf Icelandair að bjóða fargjöld þar sem innritaður farangur var ekki innifalinn en áður hafði komið fram í máli forsvarsmanna fyrirtækisins að von væri á slíku til að félagið gæti staðist verðsamanburð við ódýrustu fargjöld lággjaldaflugfélaganna.  Áfram var þó val á sæti um borð innifalið hjá Icelandair. Öfugt við það sem tíðkast … Lesa meira

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Íslendingar þéna þjóða mest á Airbnb

Útbreiðsla Airbnb um heiminn hefur verið hröð síðustu ár og bandaríska fyrirtækið miðlar nú gistikostum í 191 landi. Hvergi hafa heimamenn þó eins mikið upp úr leigustarfseminni og á Íslandi. Í fyrra námu tekjur íslensku leigusalanna að jafnaði 1.211.679 kr. en meðaltaltekjur í um 80 löndum voru rétt um 275 þúsund krónur samkvæmt samantekt Túrista … Lesa meira

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Tekjur á hvern farþega lækkuðu um fimmtung

Hagnaður af rekstri WOW air árið 2016 nam 4,3 milljörðum samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í febrúarlok í fyrra. Félagið hefur ekki ennþá birt afkomu sína fyrir árið 2017 en í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sagði Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi, flugfélagsins að velta þess í fyrra hefði numið 50 milljörðum. Í … Lesa meira

Heimsóttum frændþjóðirnar oftar

Þrjár af hverjum fjórum gistinóttum sem Íslendingar bóka í Danmörku eru í Kaupmannahöfn en vægi höfuðborga Svíþjóðar og Noregs er ekki nándar nærri eins hátt. Aðeins um helmingur þeirra Íslendinga sem leggja leið sína til Svíþjóðar gista í sænska höfuðstaðnum og tæpur fjórðungur þeirra sem halda til Noregs leggjast til hvílu í Ósló. Í þessum … Lesa meira

20 börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk

20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans fyrir 15 árum og úthlutunin í dag var sú þrítugasta í röðinni. Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, … Lesa meira

flug danist soh

Segir WOW ætla að kúvenda viðskiptafargjöldum

Það kostar vanalega margfalt meira að sitja í breiðu sætunum fremst í farþegarýminu en þessum hefðbundnu aftar í flugvélinni. Og þó dýru sætin séu hlutfallslega fá þá skipta tekjurnar af þeim sköpum fyrir flugfélögin. Sérstaklega í flugi yfir Norður-Atlantshafið því samkvæmt nýlegri greiningu IATA, alþjóða samtaka flugfélaga, þá stóðu farþegarnnir í fremsta farrými undir um … Lesa meira

icelandair wow

Yrði mikið högg ef annað flugfélagið færi

Ísland er háðara ferðaþjónustu efnahagslega séð en flest önnur lönd og góðar flugsamgöngur eru atvinnugreininni gríðarlega mikilvægar. Þjóðhagslegt mikilvægi Icelandair og WOW air hefur þar af leiðandi verið til umræðu síðustu misseri enda standa íslensku flugfélögin tvö undir nærri 80% af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli. Hvergi í Evrópu er vægi innlendra flugfélaga eins hátt. Aðspurður … Lesa meira