Icelandair eykur farþega­flug um nærri þriðjung í lok ágúst

Vegna aukinnar aðsóknar ferða­manna var listinn yfir þær þjóðir sem ekki þurfa í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli lengdur fyrir tveimur vikum síðan. Þá bættust Þjóð­verjar, Danir, Norð­menn og Finnar við listann en áður höfðu aðeins Græn­lend­ingar og Færey­ingar verið á honum. Með þessum breyt­ingum reyndir ekki á afkasta­getuna við skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli en hún miðast við … Lesa meira

Fáir í þotunum sem flugu milli Íslands og London

Skimun flug­far­þega á Kefla­vík­ur­flug­velli hófst þann 15. júní og þennan sama dag opnaði líka fjöldi Evrópu­ríkja landa­mæri sín. Vikurnar á undan höfðu flug­sam­göngur milli landa verið mjög tamark­aðar vegna ástandsins sem Covid-19 heims­far­ald­urinn hefur valdið. Af þeim sökum styrkti íslenska ríkið áætl­un­ar­flug Icelandair nú í vor sem gerði félaginu kleift að halda úti ferðum til … Lesa meira

Full hótel út á landi en bara eitt opið í Reykjavík

Síðast­liðnar sumar­ver­tíðir hafa hótel á höfuð­borg­ar­svæðinu staðið undir nærri helm­ingi af umsvif­unum á íslenska hótel­mark­aðnum þegar horft er til fjölda gistinátta. Sumarið í ár er þó allt annað en hefð­bundið vegna Covid-19 og mörg hótel í Reykjavík og nágrenni lokuð. Þannig er aðeins eitt af sex hótelum Íslands­hótela í Reykjavík opið. Og þrátt fyrir miklu … Lesa meira

Icelandair gaf út inneign­arnótur fyrir 9,1 milljarð króna

Allt frá því að flug­sam­göngur stöðv­uðust vegna Covid-19 heims­far­ald­ursins þá hefur flug­fé­lögum borið skylda til að endur­greiða þær ferðir sem fallið hafa niður. Fyrir flest flug­félög var þó óraun­hæft að verða við þessari kröfu því þá hefðu fjár­hirsl­urnar tæmst hratt í vor. Af þeim sökum lögðu stjórn­endur flug­fé­laga áherslu á að fá hluta farþega til … Lesa meira

83,5 prósent samþykktu kjara­samning

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands hafa samþykkt nýjan kjara­samning sem gildir til 30. sept­ember 2025. Atkvæða­greiðslu lauk í dag og voru 921 á kjör­skrá. Atkvæðu greiddu 812 eða 88,17 prósent. Af þeim samþykktu 83,5 prósent samn­inginn en 13,42 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Auð atkvæði voru 25 eða 3,08 prósent.

Kominn með 3,64 prósent hlut í Icelandair Group

Gengi hluta­bréfa Icelandair Group hefur fallið um þrjá fjórðu í ár sem rekja má til áhrifa Covid-19. Þannig var gengi bréf­anna rétt um 8,5 krónur á hvern hlut seinni hlutann í febrúar en stuttu síðar stöðv­aðist flug­um­ferð að mestu vegna heims­far­ald­ursins. Í dag er gengi bréf­anna 1,95 krónur. Banda­ríski vogun­ar­sjóð­urinn PAR Capital Manag­ment var stærsti … Lesa meira

Stjórn­endur Ryanair hræðast helst aðra bylgju í haust

Afkoma Ryanair á síðasta ársfjóð­ungi var neikvæð um 185 millj­ónir evra sem samsvarar 29 millj­örðum króna. Á sama tíma í fyrra skilaði félagið hins vegar 38 millj­arða króna hagnaði. Þetta kemur fram í uppgjöri sem írska flug­fé­lagið sendi frá sér í morgun og nær yfir apríl, maí og júní. Þar segir að ársfjórð­ung­urinn hafi verið … Lesa meira

Gagn­rýna nýjar reglur um sóttkví eftir Spán­ar­reisu

Spánn er nú flokkað sem rautt svæði hjá norskum heil­brigð­is­yf­ir­völdum samkvæmt tilkynn­ingu sem send var út í lok nýlið­innar vinnu­viku. Þar með þurfa allir íbúar Noregs að fara í tíu daga sóttkví við komuna heim eftir Spán­ar­dvöl. Ástæðan er fjölgun nýrra Covid-19 tilfella á Spáni síðustu vikur. Bresk stjórn­völd ákváðu svo nú um helgina að … Lesa meira

Mikill samdráttur á stærstu norrænu flug­völl­unum

Það fóru rétt rúmlega 29 þúsund farþegar um Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar í júní en þeir voru um 787 þúsund á sama tíma í fyrra. Þetta jafn­gildir 96,3 prósent samdrætti. Farþegum fækkaði hlut­falls­lega nánast jafn mikið á Arlanda í Stokk­hólmi, Vantaa í Hels­inki og í Kaup­manna­höfn eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan. Í … Lesa meira

Hlutur eigenda Kynn­is­ferða verður hærri

Áreið­an­leika­könnun vegna samein­ingar Kynn­is­ferða og Eldeyjar er lokið og nú er unnið að gerð kaup­samn­ings sem vonast er til að verði undir­rit­aður á næstu vikum. Þetta kemur fram í Viðskipta­blaðinu. Samkeppnis­eft­ir­litið gaf grænt ljós á viðræður milli aðila í vor en Kynn­is­ferðir eru stærsta hópferða­fyr­ir­tæki landsins. Eldey er aftur á móti fjár­fest­inga­sjóður sem á mismun­andi … Lesa meira