Sjá tækifæri í auknu flugi til Austur-Evrópu

Nú í sumar hafa þotur American Airlines í fyrsta sinn flogið nokkrar ferðir í viku frá bandarísku borginni Philadelphia og yfir til Prag og Búdapest. Viðtökurnar við þessari nýjung hafa greinilega verið góðar því nú boðar American Airlines áætlunarferðir frá O’Hare flugvelli í Chicago til höfuðborga Tékklands og Ungverjalands en einnig til Kraká í Póllandi. Mikil … Lesa meira

Farþegum fækkar átjánda mánuðinn í röð

Að jafnaði flugu um tólf hundruð farþegar á degi hverjum til og frá Reykjavíkurflugvelli í júlí síðastliðnum eða um tvö hundruð færri en á sama tíma í fyrra. Leita þarf aftur til janúar í fyrra til að finna mánuð þar sem farþegum fjölgaði á milli ára á þessum næst fjölfarnasta flugvelli landsins. Á Akureyri og … Lesa meira

Aðeins ein ferð milli Íslands og Japans

Áttunda haustið í röð stendur Japan Airlines fyrir leiguflugi til Íslands beint frá Japan fyrir þarlendar ferðaskrifstofur. Að þessu sinni verður eingöngu ein brottför í boði og lendir þota flugfélagsins hér 31. ágúst. Hún sækir svo farþegana á ný viku síðar. Síðustu haust hafa ferðirnar verið á bilinu tvær til fjórar og þá stundum líka … Lesa meira

Áfram dregur Norwegian úr Ameríkuflugi

Strax um miðjan næsta mánuð leggur Norwegian niður allt áætlunarflug frá írsku borgunum Dublin, Cork og Shannon yfir á austurströnd Norður-Ameríku. Þessi breytingu skrifa stjórnendur flugfélagsins á kyrrsetningu Boeing MAX þotanna enda byggði Ameríkuflugið frá írsku borgunum á þessum nýju flugvélum. Eldri Boeing 737 þotur Norwegian eru ekki nógu langdrægar til að fylla skarðið sem … Lesa meira

Sala á áramótaflugum til Tenerife gengur best

WOW air var stórtækt í flugi til bæði Tenerife og Las Palmas á Kanaríeyjum og þegar hæst stóð bauð félagið upp á allt að þrjár ferðir í viku til fyrrnefndu eyjunnar auk vikulegra brottfara til Las Palmas. Strax í kjölfar gjaldþrots keppinautarins gáfu sjórnendur Icelandair út að félagið myndi fylla þetta skarð en ekki hefur … Lesa meira

Ballarin fundar um endurreisn WOW í Reykjavík

Þó skiptastjórar WOW air hafi rift kaupsamningi sínum við Michele Ballarin, á helstu eignum þrotabúsins, þá vinnur hún ennþá að stofnun nýs félags á grunni WOW air. Og það er ástæða þess að Ballarin er núna stödd hér á landi og fundar með frammáfólki í íslenskri ferðaþjónustu og viðskiptalífi samkvæmt heimildum Túrista. Í föruneyti hennar … Lesa meira

Taka upp þráðinn á Keflavíkurflugvelli á næsta ári

Þau hafa verið óvenju há fargjöldin hjá United Airlines í Íslandsflug félagsins næsta sumar. Þess háttar verðlagning er oft undanfari þess að flugleið er felld niður en það mun ekki vera skýringin á bak við farmiðaverðið hjá bandaríska félaginu . Talskona þess staðfestir nefnilega við Túrista að United Airlines ætli sér að snúa aftur til … Lesa meira

wow radir

13.500 krónur á hvern farþega WOW

Jómfrúarferð WOW air var á dagskrá þann 31. maí 2012 og síðasta brottförin frá Keflavíkurflugvelli var seinnipart dags þann 27. mars síðastliðinn. Á þessu nærri sjö ára tímabili flutti WOW air samtals um 10,2 milljónir farþega. Kröfur í þrotabú þess námu rétt rúmlega 138 milljörðum króna. Það jafngildir um 13.500 krónum á hvern og einn … Lesa meira

Færri túristar frá Texas

Íslandsflug frá Dallas í Texas var í fyrsta sinn á boðstólum síðastliðið sumar. Þá flugu þotur American Airlines, Icelandair og WOW air reglulega til borgarinnar frá vori og fram á haust. Nærri eitt hundrað þúsund farþegar nýttu sér þessar flugsamgöngur og miðað við þær upplýsingar sem Túristi fékk frá flugmálayfirvöldum borgarinnar þá voru bandarísku ferðamennirnir, … Lesa meira

Færa Íslandsflugið næsta sumar frá Dallas til Philadelphia

Sú óvenjulega staða kom upp í fyrra að bæði íslensku flugfélögin hóf flug til Dallas í Texas-fylki og um leið hóf American Airlines, stærsta flugfélag í heimi, að fljúga hingað frá borginni. Við þessa samkeppni réðu Icelandair og WOW air ekki og tilkynntu stjórnendur flugfélaganna í haust að þráðurinn yrði ekki tekinn upp nú í … Lesa meira