siglo hotel

Stöðugt fleiri íslenskir hótelgestir

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, hótelstjóri Hótel Sigló, segist mjög sátt við ganginn í ár og er bjartsýn fyrir það næsta. Túristi lagði fyrir hana nokkrar spurningar um hótelreksturinn. Þið eruð eitt fárra íslenskra hótela með fullt hús hjá Tripadvisor. Hversu miklu máli sú einkunn? Hún er mjög mikilvæg fyrir okkur enda er þetta það sem að flestir … Lesa meira

flugvel innanlands isavia

Innanlandsflug vegur þungt á norrænum alþjóðaflugvöllum

Innanlandsflug er stór hluti af umsvifum alþjóðlegra flugvalla í löndunum í kringum okkur öfugt við það sem hefur tíðkast hér á landi. Og nú hafa ráðamenn ríkis og borgar ákveðið að kanna grundvöll fyrir því að flytja innanlandsflugið úr Vatnmýri og út í Hvassahraun. Áfram er þá gert ráð fyrir að halda alþjóðafluginu á Keflavíkurflugvelli. … Lesa meira

Brátt lenda allir á sama stað í Berlín

Áætlanagerð Þjóðverja hefur lengi verið rómuð og þýskt verkvit ein helsta útflutningsvara Þýskalands. Það átti því líklega enginn von á því að vígslu Brandenburg flugstöðvarinnar við Schönefeld flugvöll, í austurhluta Berlínar, yrði slegið á frest sumarið 2012. Það varð hins vegar raunin og rúmum sjö árum síðar eru farþegar ekki ennþá farnir að ganga um … Lesa meira

Liv áfram í ferðaþjónustu

Liv Bergþórsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Keahótela sem reka í dag ellefu hótel hér á landi og þar af sjö í Reykjavík. Liv var áður forstjóri símafyrirtækisins Nova en hefur líka reynslu af stjórnarstörfum í ferðaþjónustu. Þannig var hún lengi stjórnarformaður WOW air og tók sæti í stjórn Bláa lónsins fyrr á árinu. … Lesa meira

Umsvifamestu flugfélögin í nóvember

Það voru farnar rúmlega fjórðungi færri áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði í samanburði við sama tíma í fyrra. Skýringin á þessu liggur að lang mestu leyti í falli WOW air. Þessar breytingar hafa það líka í för með sér að Icelandair er á ný komið með rúmlega sextíu prósent hlutdeild á Keflavíkurflugvelli þegar aðeins … Lesa meira

Play áfram á „pause” en ekkert stopp

Allt frá því að hulunni var svipt af nafni Play fyrir nærri fjórum vikum síðan þá hefur verið stefnt á að hefja sölu á flugmiðum fyrir lok nóvember. Það hafðist ekki og í færslu sem birtist á Facebooksíðu félagsins í gær segir að hjá nýju fyrirtæki geti hlutirnir geti tekið lengri tíma en ráð var … Lesa meira

Allar flugferðir Bændaferða kolefnisjafnaðar

Frá og með áramótum verða allar flugferðir á vegum Bændaferða kolefnisjafnaðar með jöfnu framlagi þess sem ferðast og ferðaskrifstofunnar. Bændaferðir leggja kolefnisjöfnunina því ekki eingöngu á herðar viðskiptavina sinna eins og oft tíðkast. Aðspurður um ástæður mótframlagsins þá segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða, að helsta röksemdin sé sú að þetta styðji við samfélagslega ábyrgð ferðaskrifstofunnar. „Fyrirtækin verða … Lesa meira

„Við getum ekki flogið í tapi bara til að halda öðrum frá”

Á næsta ári verður áherslan lögð á að bæta afkomuna í leiðakerfi Icelandair og um leið minnka áhættuna vegna MAX þotanna. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um flugáætlun félagsins á næsta ári sem birt var í gær. Að hans sögn verður áfram lögð megin áhersla á ferðamannamarkaðinn til Íslands. Gert er ráð fyrir … Lesa meira

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Isavia

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasvið Keflavíkurflugvallar, og Þröstur Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugvallarins, létu af störfum hjá Isavia í dag. Þetta kemur fram í bréfi sem Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, sendi starfsmönnum Keflavíkurflugvallar í dag og Túristi hefur undir höndum. Þar segir að tekin hafi verið ákvörðun um skipulagsbreytingar á Keflavíkurflugvelli með það að markmiði að tengja … Lesa meira

Icelandair reiknar með aðeins færri farþegum á næsta ári

Sumaráætlun Icelandair liggur nú að mestu fyrir og gert er ráð fyrir flugi til fjörutíu áfangastaða. Í tilkynningu segir að þar af sé einn nýr áfangastaður í Evrópu. Ekki kemur fram hvaða áfangastaður það er en telja verður líklega að forsvarsfólk Icelandair horfi til Barcelona eða jafnvel Rómarborgar. Sú fyrrnefnda var hluti af leiðakerfi Icelandair … Lesa meira