Icelandair orðið níunda stærsta flugfélagið í Kaupmannahöfn

Allt árið um kring fljúga þotur Icelandair tvisvar til fimm sinnum á dag til Kaupmannahafnar og reglulega eru breiðþotur félagsins notaðar í þessar ferðir. Og til marks um mikilvægi þessarar flugleiðar fyrir Icelandair þá lætur nærri að tíunda hver áætlunarferð Icelandair sé til dönsku höfuðborgarinnar á sumrin. Yfir vetrarmánuðina lækkar hlutfallið. Icelandair er þó ekki … Lesa meira

Kínverska flugfélagið flýgur alla leið til Keflavíkurflugvallar

Kín­verska flug­fé­lagið Ju­neyao Air hef­ur boðað flug til Íslands frá Sj­ang­hæ með viðkomu í Hels­inki frá og með byrjun marsmánaðar. Morgunblaðið sagði hins vegar frá því í fyrradag að kínverska félagið hygðist ekki sjálft sinna flug­inu milli Finn­lands og Íslands held­ur leita til annarra flugfélaga þar á meðal Icelanda­ir. Þetta er þó ekki rétt samkvæmt … Lesa meira

Keflavíkurflugvöllur heldur fimmta sætinu en gæti misst það í ár

Síðustu ár hefur Keflavíkurflugvöllur flogið upp listann yfir þær norrænu flughafnir sem flestir farþega fara um. Árið 2014 komst íslenski flugvöllurinn til að mynda upp fyrir Brommaflugvöll í Stokkhólmi og Billund á Jótlandi. Síðan skutust norsku flugvellirnir í Þrándheimi og Stavanger aftur fyrir Keflavíkurflugvöll sem einnig tók fram úr Bergen í Noregi og Gautaborg í … Lesa meira

Flugvélarnar í loftið frá Keflavíkurflugvelli

Öllu flugi frá landinu var aflýst í gærkvöld og vegna veðurs og þurftu farþegar sem komu til landsins að bíða klukkustundum saman í flugvélum á Keflavíkurflugvelli og þá myndaðist örtröð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar fólk komst loks frá borði. Umferðin um Reykjanesbrautina var einnig þung eins og víða hefur komið fram. Rétt eftir miðnætti … Lesa meira

Íslendingar á faraldsfæti í fyrra

Það voru 611 þúsund íslensk vegabréf talin við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Aðeins tvisvar sinnum áður hafa þau verið fleiri en það var einmitt árin tvö þar á undan eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Nýliðið ferðaárið var því sögulega mjög gott og til að mynda fóru þrjátíu prósent fleiri út … Lesa meira

Ferðamannastraumurinn frá Bandaríkjunum reyndist íslensku flugfélögum dýr

Erlendu ferðafólki fækkaði um fjórtán af hundraði í fyrra og fór fjöldinn niður í rétt tæpar tvær milljónir. Til samanburðar voru ferðamenn hér um 2,2 milljónir 2017 og rúmar 2,3 milljónir árið 2018 samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Sjötíu prósent af samdrættinum í fyrra má rekja til fækkunar bandarískra ferðamanna en þeir eru eftir sem áður langfjölmennasta … Lesa meira

Óskar eftir fundi í samgöngunefnd Alþingis vegna Boeing

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis taki mál sem varða endurkomu MAX flugvéla Boeing til umfjöllunar. Hanna Katrín á sæti í nefndinni. Í færslu á Facebook vísar Hanna Katrín til þess að síðustu daga hafi fjölmiðlar víða um heim opinberað samskipti milli háttsettra starfsmanna Boeing þar sem … Lesa meira

Samgöngustofa fylgist með stöðu MAX

Auk Icelandair þá hafa flugfélögin Air Canada og Norwegian nýtt Boeing MAX þotur í flug til og frá Keflavíkurflugvelli. Allar flugvélar af þessari tegund hafa nú verið kyrrsettar frá því um miðjan mars í fyrra og ekki er vitað hvenæ þær fara í loftið á ný. Icelandair gerir ráð fyrir þeim í loftið í maí. … Lesa meira

Vonar að Arion losi sig við Heimsferðir sem fyrst

Heimsferðir, Vita og Úrval-Útsýn eru þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins en sú fyrstnefnda er, ásamt fimm öðrum norrænum ferðaskrifstofum, í eigu Arion banka. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar leysti bankinn til sín allar þær ferðaskrifstofur sem áður tilheyrðu Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar, stofnanda Heimsferða. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist telja það óeðlilegt út … Lesa meira

Komu þotunum hratt en ekki örugglega í loftið

Það var stjórnendum Boeing greinilega mikið kappsmál að þeir flugmenn, sem reynslu höfðu af eldri gerðum af Boeing 737 þotum, þyrftu ekki að fara í gegnum þjálfun í flughermi áður en þeir settust undir stýri á nýju MAX þotunum. Og til að ná þessu fram virðast háttsettir starfsmenn flugvélaframleiðandans, þar á meðal yfirflugstjórar, ekki hafa … Lesa meira