tenerife flugvollur sighvatur ottarr

Yrði ekki skynsamlegt fyrir Icelandair

Ásókn Íslendinga í sólarlandaferðir til Tenerife og Kanarí hefur stóraukist síðustu ár og þangað flugu þotur WOW air nokkrar ferðir í viku hverri. Auk þess bjóða stærstu ferðaskrifstofur landsins upp á ferðir til eyjanna og lengi vel var Primera Air einnig með reglulegar brottfarir á vinsælustu sólarstaðina. Icelandair hefur flogið farþegum ferðaskrifstofanna til Kanarí og … Lesa meira

Boða aukið sólarflug

Fjórum sinnum fleiri Íslendingar flugu til Kanarí eða Tenerife á fyrri helmingi síðasta ár en á sama tíma árið 2016 samkvæmt upplýsingum frá spænskum ferðamálayfirvöldum. Samtals voru íslensku túristarnir á eyjunum tveimur um 28 þúsund fyrstu sex mánuðina í fyrra og rekja má hluta af þessari miklu ferðagleði til stóraukins framboðs síðustu ár. Þotur WOW … Lesa meira

MAX þoturnar skapa margvíslegan vanda hjá Icelandair

Í sumar munu þotur Icelandair ekki eingöngu fljúga til Evrópu og Norður-Ameríku í morgunsárið og seinnipartinn því til viðbótar verða í boði brottfarir um miðjan morgun og stuttu eftir kvöldmat. Þegar þessar breytingar voru kynntar síðastliðið haust var gert ráð fyrir að Icelandair hefði níu Boeing MAX þotur til umráða enda byggir nýja áætlunin, að … Lesa meira

island anders jilden

Fjórir af hverjum tíu komnir með nýtt flugfar

Af þeim hundruðum þúsunda farþega sem áttu pantað sæti með WOW air næstu vikur og mánuði þá má gera ráð fyrir að um þriðjungur þeirra hafi verið á leið hingað sem ferðamenn. Og þó langflestir þeirra geti fengið farmiðana endurgreidda þá er óhætt að fullyrða að hluti þessara ókomnu ferðamanna munu ekki skila sér til … Lesa meira

Fleiri ferðamenn um borð

Það voru 268 þúsund farþegar sem nýttu sér áætlunarflug Icelandair í nýliðnum mars eða um 8 þúsund fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þá hafði páskatraffíkin jákvæð áhrif á tölurnar að hálfu leyti því páskadagur var þann 1. apríl. Þrátt fyrir fleiri farþega þá var nýtingin í vélum Icelandair ögn lakari. Skýringin er … Lesa meira

WOW og erlendu flugfélögin með álíka mikið vægi

Sumaráætlun flugfélaganna hefst jafnan í lok mars ár hvert. Í framhaldinu fjölgar ferðunum til vinsælustu áfangastaðanna og fleiri borgir bætast við leiðakerfi flugfélaganna. Núna er hins vegar óljóst hvert framhaldið verður eftir fall WOW air. Lággjaldaflugfélagið stór fyrir 22 af hverjum 100 áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli í mars en reksturinn stöðvaðist fjórum dögum fyrir mánaðamót og … Lesa meira

Flugrekstrarleyfi með hraði

Það var rétt liðin vika frá gjaldþroti WOW air þegar Fréttablaðið sagði frá áformum Skúla Mogensen og sjö manna framkvæmdastjórnar lággjaldaflugfélagsins um að endurreisa það nú strax í apríl. Ef það á að ganga upp þá þarf félagið flugrekstrarleyfi fljótt svo hægt sé að sinna sérverkefni fyrir ónefnt evrópskt flugfélag sem hefjast á nú í vor. … Lesa meira

Ánægðari ferðamenn

Ferðamannapúlsinn í mældist 85,8 stig af 100 stigum mögulegum í janúar og febrúar. Þetta er hæsta mæling frá því í júní 2016 þegar Ferðamannapúlsinn mældist 85,9 stig samkvæmt því sem segir í frétt á heimasíðu Gallup. Þar segir jafnframt að Ferðamannapúlsinn hafi mælst 3,8 stigum hærri nú í febrúar í samanburði við sama tíma í … Lesa meira

Arctic Adventures verðlaunað fyrir markaðsstarf

Markaðsstarf íslenska ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures var verðlaunað á bresku verðlaunahátíðinni The Drum Search Awards sem fram fór í London í gær. Í tilkynningu kemur fram að um sé að ræða ein virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir stafræna markaðssetningu og hlaut írska markaðsstofan Wolfgang Digital verðlaun í flokknum „Most effective use of content” fyrir vinnu sína í … Lesa meira

Fleiri ferðamenn en spár gerðu ráð fyrir

Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra flugu héðan nærri 481 þúsund erlendir ferðmenn en þeir voru rúmlega 458 þúsund að þessu sinni. Nemur samdrátturinn fimm af hundraði en ferðamannaspá Isavia, sem birt var í lok janúar, gerði ráð fyrir 12 prósent fækkun á þessum fyrsta ársfjórðungi. Í nýliðnum mars var spáð 17 prósent fækkun en hún … Lesa meira