Fyrsta vetrarferðin frá Amsterdam til Akureyrar

Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli í gærmorgun með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er í fyrsta sinn sem Voigt Travel býður upp á beint flug frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi en ferðaskrifstofan bauð upp á sumarferðir í fyrra. Þá var flogið frá … Lesa meira

Ætla ekki að nýta lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli

Flugsamgöngur milli Íslands og Toronto, fjölmennustu borgar Kanada, hafa verið tíðar síðustu ár. Icelandair hefur sinnt flugleiðinni allt árið um kring og það gerði WOW air líka. Á sumrin bætist svo við áætlunarflug Air Canada og forsvarsfólk kanadíska lággjaldaflugfélagsins WestJet horfir líka til Íslands. Þannig fékk félagið úthlutaða afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í sumar samkvæmt þeirri … Lesa meira

Skarðið sem WOW skyldi eftir sig fyllt að litlu leyti

Stjórnendur Icelandair og WOW air ætluðu sér stóra hluti árið 2018 og samkeppnin þeirra á milli jókst verulega þegar leið á árið. Þar vó þungt ákvörðun Icelandair um að elta helsta keppinaut sinn til Dublin, Berlínar, Baltimore og San Francisco. Síðan fóru bæði félög af stað með áætlunarflug til Dallas og Cleveland og héldu sitt … Lesa meira

Íslenskar ferðaskrifstofur aflýsa ferðum til Kína

Verulega hefur dregið úr flugsamgöngum til og frá Kína síðustu vikur vegna kórónaveirunnar sem rakin er til borgarinnar Wuhan. Til marks um það þá völdu stjórnendur kínverska Juneyao Airlines að hætta við fyrstu ferðir flugfélagsins til Íslands nú í lok vetrar. Og nú hefur forsvarsfólk Heimsferða og Vita fellt niður ferðir sínar til Kína í apríl … Lesa meira

norwegian vetur

Norwegian tapaði 22 milljörðum króna í fyrra

Það hefur ríkt umtalsverð spenna í kringum Norwegian síðustu ár. Félagið hefur stækkað hratt og opnað starfsstöðvar víða í Evrópu og líka í Bandaríkjunum og jafnvel í Argentínu. Á sama tíma hefur fyrirtækið gert risastóra kaupsamninga á þotum frá bæði Boeing og Airbus. Vélarnar sem norska félagið hefur fengið frá Boeing hafa þó reynst dýrkeyptir … Lesa meira

Hefja sölu á vetrarferðum til Alicante og Barcelona

Ekkert flugfélag er í dag eins stórtækt og Norwegian þegar kemur að áætlunarflugi milli Íslands og Spánar. Þetta norska lággjaldaflugfélag lagði þó niður ferðirnar hingað frá Madríd í ársbyrjun og næsta vetur fækkar ferðunum til Alicante og Barcelona um eina í viku frá núverandi vetraráætlun. Þar með munu þotur Norwegian fljúga hingað frá báðum borgum tvisvar … Lesa meira

Erlendur tekur við forstjórastólnum á Grænhöfðaeyjum

Það er nærri ár liðið frá því að íslenskir fjárfestar undir forystu Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group, tóku við stjórnartaumunum í flugfélaginu Capo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þá var Jens Bjarnason, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Icelandair, ráðinn forstjóri félagsins. Hann hefur nú látið af störfum og Erlendur Svavarsson, sem á að baki langan feril hjá Loftleiðum, er … Lesa meira

Sumarið þegar fjögur íslensk félög héldu úti millilandaflugi

Í sumarbyrjun 2012 fór WOW air jómfrúarferð sína og bættist þá í hóp tólf annarra félaga sem á þessum tíma héldu uppi reglulegu flugi til og frá landinu. Þeirra á meðal voru Icelandair, Iceland Express og Primera Air sem öll voru í eigu Íslendinga. Reyndar var WOW air á þessum tíma ekki með flugrekstrarleyfi og … Lesa meira

Enn eitt evrópska flugfélagið í þrot

Flugrekstur á Ítalíu hefur ekki verið blómlegur um langt skeið, alla vega ekki í höndum heimamanna sjálfra. Ríkisflugfélagið Alitalia hefur barist í bökkum og ríkið þurft að skjóta stoðum undir félagið trekk í trekk. Í dag ákváðu svo hluthafar Air Italy að stöðva reksturinn en aðeins eru rúm tvö ár síðan Qatar Airways keypti 49 … Lesa meira

Hinar nýju langdrægu Airbus þotur henta vel í Íslandsflugið

Þriðja sumarvertíð United flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli hefst í byrjun júní og munu þotur félagsins fljúga daglega héðan til Newark flugvallar við New York fram í september. Í áætlunarferðirnar til Íslands hefur United notað flugvélar af gerðinni Boeing 757-200 en þær eru framleiddar um síðustu aldarmót og því farið að styttast í að þeim verði lagt. Flugvélar … Lesa meira