Tekur aftur við tekjustýringunni hjá Icelandair

Matthías Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður tekjustýringar hjá Icelandair á nýjan leik en hann sinnti starfinu á árunum 2010 til 2017. Á þeim tíma var flugfélagið rekið með hagnaði ár eftir ár. Staða yfirmanns tekjustýringar hefur verið laus frá því í sumarlok þegar Bryan O´Sullivan lét af störfum hjá flugfélaginu eftir eins árs viðveru. Matthías … Lesa meira

Fallið lægra á flugvöllum frændþjóðanna

Flugumferð innan Evrópu hefur aftur dregist saman nú í haust í takt við fjölgun Covid-19 tilfella í álfunni. Þar með hafa farþegatölur á evrópskum flugvöllum á ný farið niður á við. Á Keflavíkurflugvelli fækkaði farþegunum í september þannig um 95,6 prósent en niðursveiflan var minni mánuðina þrjá þar á undan. Á fjölförnustu norrænu alþjóðaflugvöllunum var … Lesa meira

1.006 MAX þotur afpantaðar

Nú eru nítján mánuðir liðnir frá því að Boeing MAX þotur voru kyrrsettar um heim allan og á þessum tíma hefur bandaríski flugvélaframleiðandinn ekki getað afhent eina einustu flugvél. Þar með hafa flugfélög getað rift kaupum á þeim þotum sem dregist hefur að afhenda í meira en eitt ár. Þetta riftunarákvæði hafa margir kaupendur nýtt … Lesa meira

„Allir farþegar sem ætla sér að ferðast komast á leiðarenda”

Á upplýsingaskjáum evrópskra flugvalla stendur vanalega „cancelled” við ferðir Icelandair þessa dagana enda eru nærri allar ferðir félagsins felldar niður með tveggja sólarhringa fyrirvara. Samkvæmt athugun Túrista síðustu daga hafa flest önnur evrópsk flugfélög annan hátt á og birta t.d. áætlun viku fram í tímann sem staðið er við. Spurð um þessa starfshætti Icelandair þá … Lesa meira

Flugfélagið sem sjaldnast flýgur

Þotur Icelandair ættu að fljúga sextíu og níu sinnum frá Íslandi í þessari viku samkvæmt tímabundinni flugáætlun félagsins. Í eðlilegu árferði hefðu ferðirnar verið miklu fleiri. Þrátt fyrir samdráttinn þá stenst þessi uppfærða flugáætlun sjaldnast. Í dag hefur öllum ferðum Icelandair nema einni verið aflýst og nú fyrir hádegi voru nærri allar ferðir fimmtudagsins slegnar … Lesa meira

Helmingi færri flugu innanlands í september

Það voru rétt um 28 þúsund farþegar sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í september. Sá hópur var þar með fámennari en fór um innanlandsflugvellina því samtals flugu nærri 31 þúsund innanlands í síðasta mánuði. Það er þó um helmingi færri en á sama tíma í fyrra en minnstur var hann á Egilsstaðarflugvelli eins … Lesa meira

Rúm fyrir alla útlendingana á stærsta hóteli landsins

Vanalega þarf að bíða í fjórar vikur eftir gistináttatölum Hagstofunnar fyrir undanfarin mánuð. Nú hefur Hagstofan aftur á móti tekið upp á því að birta bráðabirgðatölur fyrir nýliðinn mánuð mun fyrr. Og samkvæmt þessum fyrstu tölum fyrir september þá er útlit fyrir að gistinæturnar hafi í heildina verið um áttatíu þúsund talsins miðað við 95 … Lesa meira

Sætanýtingin í Bandaríkjafluginu batnaði ekki þrátt fyrir brotthvarf Delta og WOW air

Icelandair var á nýjan leik eitt um áætlunarferðir milli Íslands og Bandaríkjanna síðastliðinn vetur. Þar á undan höfðu nefnilega bæði Delta og WOW air veitt félaginu samkeppni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa miklu breytingu þá skar Icelandair niður framboð í ársbyrjun og um leið lækkaði sætanýtingin lítillega. Hjá AerLingus, sem sækir mikið á … Lesa meira