Play í samkeppni á öllum leiðum

Á glærurunum sem forsvarsmenn Play kynna þessa dagana fyrir fjárfestum kemur fram að hinar rauðmáluðu þotur félagsins muni fyrst um sinn fljúga til London, Berlínar, Kaupmannahafnar, Parísar, Alicante og Tenerife. Þetta eru þeir sex evrópsku áfangastaðir sem telja mátti líklegt að yrðu fyrir valinu. Á öllum þessum sex flugleiðum eru önnur flugfélög fyrir. Þannig flýgur … Lesa meira

Getum reiknað með ódýrum flugmiðum

Rekstur Icelandair er ávallt  í mínus á fyrsta fjórðungi ársins og það sama má segja um flest önnur vestræn flugfélög. Ástæðan er einfaldlega sú að færri á ferðinni yfir háveturinn en aðra mánuði ársins. Engu að síður gera áform Play flugfélagsins ráð fyrir að jómfrúarferðin verði farin stuttu eftir áramót en miðasala en ennþá ekki … Lesa meira

Varhugavert að vera algjörlega háður bókunarsíðum

Um það bil sjö til níu milljarðar króna fóru út úr íslenska hagkerfinu á síðasta ári til Bandaríkjanna í formi bókunargjalda samkvæmt mati Hermanns Valssonar, kerfis- og ferðamálafræðings. Í tilefni af erindi hans í Íslenska ferðaklasanum síðar í dag þá lagði Túristi fyrir hann nokkrar spurningar um hvernig mætti lækka þá þóknun sem íslensk ferðaþjónustufyrirtæki … Lesa meira

Minna framboð og sætanýtingin eykst

Að jafnaði voru 85,3 prósent sæta í flugvélum Icelandair skipuð farþegum í október. Það er betri nýting en verið hefur í þessum mánuði síðastliðinn áratug samkvæmt því sem sjá má á farþegatölum félagsins. Á sama tíma minnkaði framboð á flugsætum um þrettán prósent. Þessi bætta nýting er meðal annars áhugaverð í ljósi þess að á … Lesa meira

Rúmlega þriðjungi færri áætlunarferðir

Í október í fyrra var bilið á milli umsvifa Icelandair og WOW air lítið. Þá flugu þotur Icelandair að jafnaði þrjátíu og þrjá ferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli eða rétt um sex brottförum meira en WOW air. Munurinn á milli félaganna tveggja hafði sjaldan verið eins lítill. Eftir fall WOW air er staðan gjörbreytt og … Lesa meira

Fengu 34 milljarða til flugreksturs í gærkvöld

Þrátt fyrir metafkomu, sölu á flugvélum og samkomulags um framlengingu skuldabréfa þá óskaði stjórn Norwegian seinnipartinn í gær eftir auknu hlutafé upp á 1,1 milljarða norskra króna. Það samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Til viðbótar voru gefin út skuldabréf sem áttu að styrkja félagið um 19 milljarða króna (1,4 milljarðar norskra). Það er skemmst frá … Lesa meira

Ferðaþjónustan fyrir norðan verðlaunuð

Venju samkvæmt veitti Markaðsstofa Norðurlands þrjár viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi, sem var haldin í Hörgarársveit og Dalvíkurbyggð að þessu sinni. Viðurkenningarnar eru þrjár; sproti ársins, fyrirtæki ársins og störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Að þessu sinni var GeoSea á Húsavík valið sproti ársins, fyrirtækin Ektafiskur og Hvalaskoðun á Hauganesi fengu sameiginlega viðurkenningu fyrir … Lesa meira

Play: Búið er að tryggja grunnfjármögnun með fyrirvörum

„Play hefur gert samning við Íslensk verðbréf um að halda utan um fjármögnun á félaginu frá innlendum og erlendum aðilum,” segir Jóhann M. Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, aðspurður um fjármögnun flugfélagsins Play. Á blaðamannafundi í morgun kom fram að áttatíu prósent af fjármagni flugfélagsins í upphafi komi frá ónefndu bresku fjárfestingafélagi en Íslensk verðbréf sjái … Lesa meira

Líklegir áfangastaðir Play

Tvær rauðar Airbus þotur merktar Play munu fljúga farþegum til og frá Keflavíkurflugvelli áður en langt um líður. Fjármögnun flugfélagsins á að vera í höfn og flugrekstrarleyfi innan seilingar samkvæmt því sem kom fram í máli Arnars Más Magnússonar, forstjóra Play, á fundi með blaðamönnum í dag. Þar sagði hann að fyrst um sinn yrði … Lesa meira

Nýja flugfélagið mun heita Play

Blaðamannafundur stendur nú yfir í Perlunni þar sem forsvarsmenn nýs flugfélags kynna áform sín. Fundurinn byrjaði á því að hulunni var svipt af nafni félagsins og einkennislit. Félagið hefur hlotið nafnið Play og þotur félagsins verða málaðar rauðar. Fram kom í máli Arnars Más Magnússonar, eins af forsvarsmönnum Play, að stutt er í að flugrekstrarleyfi … Lesa meira