Ólíku saman að (kolefnis)jafna

Að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega í flugvél er ekki einfalt. Taka þarf tillit til tegundar og aldurs þotunnar, hversu margir farþegar eru um borð, í hvaða hæð er flogið, þyngd fraktarinnar og svo mætti áfram telja. Meðal annars af þessum sökum er niðurstaðan nokkuð mismunandi þegar hinar ýmsu reiknivélar eru nýttar til … Lesa meira

Ísland ekki hluti að áætlun næsta árs

Mörg undanfarin sumur hefur Eurowings, áður German Wings, boðið upp á Íslandsflug frá Þýskalandi yfir helsta ferðamannatímabilið. Þegar mest lét gátu farþegar lággjaldafélagsins flogið hingað frá fimm þýskum borgum en síðastliðið sumar flugu þotur þess eingöngu hingað frá Hamborg og Köln. Í boði voru tvær ferðir í viku frá hvorri borg. Það stefnir hins vegar … Lesa meira

gaman ferdir mynd

Kröfur vegna Gamanferða greiddar að fullu

Stjórnendur Gamanferða skiluðu inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og hættu starfsemi aðeins hálfum mánuði eftir gjaldþrot WOW air í vetrarlok. En flugfélagið átti 49 prósent hlut í Gamanferðum. Þessi rekstrarstöðvun hafði áhrif á ferðir yfir þrjú þúsund farþega og bárust Ferðamálastofu, sem hefur umsjón með skyldutryggingu ferðaskrifstofa, nákvæmlega 1.044 kröfur vegna stöðunnar samkvæmt tilkynningu frá stofnunni. Þar … Lesa meira

Hlutfall tengifarþega ekki lægra í áraraðir

Allt frá falli WOW air hefur Icelandair haft þann háttinn á að upplýsa mánaðarlega hvernig farþegahópurinn skiptist eftir því hvort fólk er á leið til eða frá Íslandi eða teljist til tengifarþega. Út frá þessum gögnum má sjá að hlutfall tengifarþega, á þriðja ársfjórðungi, var aðeins 45 prósent. Leita þarf átta ár aftur í tímann … Lesa meira

Ekki eins tíðar ferðir til vinsælustu borganna

Áætlunarferðunum héðan til útlanda fækkaði um 28 prósent í september eða um tuttugu og sex á degi hverjum að jafnaði. Þessi mikla niðursveifla hefur þó lítil áhrif á hvaða borgir það eru verma listann yfir þær tíu borgir sem oftast er flogið til. Þar eru höfuðborgir Bretlands og Danmerkur sem fyrr í toppsætunum en eins … Lesa meira

Farþegafjöldinn stóð nærri því í stað

Farþegar sem aðeins millilentu hér á landi á leið milli N-Ameríku og Evrópu voru áður í meirihluta um borð í þotum Icelandair. Nú er hlutfall þessa hóps hins vegar á niðurleið og í september stóðu tengifarþegarnir undir 46 prósent af heildarfjöldanum. Þessi breyting í takt við breyttar áherslur hjá Icelandair því nú er fókusinn á … Lesa meira

Upplýsingar um farmiðaverð gætu komið genginu á flug

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 2,5 prósent í dag og hefur verðmæti þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins dregist saman um þriðjung frá áramótum. Það hefur líka verið á brattan að sækja hjá SAS og Norwegian ár. Gengi SAS hefur lækkað um 35 prósent og verðmæti þess síðarnefnda hefur lækkað um 39 prósent frá ársbyrjun. … Lesa meira

Ódýrustu farmiðarnir eru töluvert dýrari en hjá Icelandair

Síðustu tvö sumur hafa þotur American Airlines flogið héðan daglega frá flugvellinum í Dallas í Texas. Fyrra sumarið átti félagið í samkeppni við bæði Icelandair og WOW en sat svo eitt að þessari flugleið í sumar. Stjórnendur þessa stærsta flugfélagsins í heimi, mælt í fjölda farþega og flugflota, ætla hins vegar að færa Íslandsflug félagsins … Lesa meira

Skoða stöðuna í kjölfar gjaldþrots keppinautar

Umsvif breska ferðaskipuleggjandans Thomas Cook náðu langt út fyrir heimalandið. Fyrirtækið rak til að mynda nokkrar af stærstu ferðaskrifstofum Norðurlanda. Starfsemi þeirra stöðvaðist í sólarhring eftir gjaldþrot móðurfélagsins fyrir hálfum mánuði síðan en sala á sólarlandaferðum og öðrum reisum er nú í fullum gangi. Það liggur þó fyrir að fyrirtækin eru til sölu en rekstur … Lesa meira

Engir fundir með WOW air síðan í ágúst

Nú eru fjórar vikur liðnar frá því að aðstoðarmenn Michele Roosevelt Edwards, áður Michele Ballarin, boðuðu íslenska fjölmiðla til fundar á Hótel Sögu með stuttum fyrirvara. Á blaðamannafundinum tilkynnti Edwards um kaup sín á vörumerki WOW air og ýmsu öðru úr þrotabúi félagsins. Jafnframt kom það fram í máli hennar að WOW air myndi á … Lesa meira