Hefja sölu á vetrarferðum til Alicante og Barcelona

Ekkert flugfélag er í dag eins stórtækt og Norwegian þegar kemur að áætlunarflugi milli Íslands og Spánar. Þetta norska lággjaldaflugfélag lagði þó niður ferðirnar hingað frá Madríd í ársbyrjun og næsta vetur fækkar ferðunum til Alicante og Barcelona um eina í viku frá núverandi vetraráætlun. Þar með munu þotur Norwegian fljúga hingað frá báðum borgum tvisvar … Lesa meira

Erlendur tekur við forstjórastólnum á Grænhöfðaeyjum

Það er nærri ár liðið frá því að íslenskir fjárfestar undir forystu Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group, tóku við stjórnartaumunum í flugfélaginu Capo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þá var Jens Bjarnason, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Icelandair, ráðinn forstjóri félagsins. Hann hefur nú látið af störfum og Erlendur Svavarsson, sem á að baki langan feril hjá Loftleiðum, er … Lesa meira

Sumarið þegar fjögur íslensk félög héldu úti millilandaflugi

Í sumarbyrjun 2012 fór WOW air jómfrúarferð sína og bættist þá í hóp tólf annarra félaga sem á þessum tíma héldu uppi reglulegu flugi til og frá landinu. Þeirra á meðal voru Icelandair, Iceland Express og Primera Air sem öll voru í eigu Íslendinga. Reyndar var WOW air á þessum tíma ekki með flugrekstrarleyfi og … Lesa meira

Enn eitt evrópska flugfélagið í þrot

Flugrekstur á Ítalíu hefur ekki verið blómlegur um langt skeið, alla vega ekki í höndum heimamanna sjálfra. Ríkisflugfélagið Alitalia hefur barist í bökkum og ríkið þurft að skjóta stoðum undir félagið trekk í trekk. Í dag ákváðu svo hluthafar Air Italy að stöðva reksturinn en aðeins eru rúm tvö ár síðan Qatar Airways keypti 49 … Lesa meira

Hinar nýju langdrægu Airbus þotur henta vel í Íslandsflugið

Þriðja sumarvertíð United flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli hefst í byrjun júní og munu þotur félagsins fljúga daglega héðan til Newark flugvallar við New York fram í september. Í áætlunarferðirnar til Íslands hefur United notað flugvélar af gerðinni Boeing 757-200 en þær eru framleiddar um síðustu aldarmót og því farið að styttast í að þeim verði lagt. Flugvélar … Lesa meira

Mun taka langan tíma að koma MAX þotunum í loftið á ný

Nú eru ellefu mánuðir liðnir frá því að Boeing MAX þota Ethopian Airlines hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum að 157 manns létu lífið. Í kjölfarið voru allar flugvélar af gerðunum Boeing MAX 8 og 9 kyrrsettar. Nokkrum mánuðum áður hafði nefnilega þota Lion Air farist með 189 manns innanborðs og aðdragandi slysanna tveggja þótti … Lesa meira

Miklar sveiflur í fjölda ferðamanna eftir þjóðum

Vægi breskra og bandarískra feðramanna hér á landi var 40 prósent nú í janúar sem er sex prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Framboð á áætlunarflugi héðan og vestur um haf hefur líka dregist verulega saman eftir fall WOW air. Til viðbótar hefur Icelandair líka skorið niður og svo munar um … Lesa meira

Verulegur samdráttur á Keflavíkurflugvelli í byrjun árs

Það voru í heildina 376 þúsund farþegar um flugu til og frá landinu í janúar. Það er samdráttur um 30 prósent frá því í janúar í fyrra 34 prósent niðursveifla er horft er til metmánaðarins janúar árið 2018. Mestu munar um skiptifarþegana því sá hópur hefur dregist saman um nærri tvo þriðju. Í nýliðnum mánuði … Lesa meira

Miklu fleiri til Íslands frá Suður-Ameríku

Það eru tíðar flugferðir í boði milli Íslands og Bandaríkjanna en aftur á móti er ekkert flogið héðan til landa sunnan við bandarísku landmærin. Þaðan koma þó sífellt fleiri ferðamenn samkvæmt því sem lesa má út úr gistináttatölum Hagstofunnar. Þar má sjá hversu margar gistinætur Brasilíumenn og svo annars vegar aðrir íbúar Suður- og Mið-Ameríku … Lesa meira

Segir hefðbundnar ferðaskrifstofur ekki alltaf bjóða hagstæðustu pakkana

Nú er Aventura, ný ferðaskrifstofa Andra Más Ingólfssonar, komin með ferðaskrifstofuleyfi og verið er að ljúka undirbúningi fyrir opnunina samkvæmt fréttatilkynningu. Þar er jafnframt tekið fram að eigið fé Aventura verði 50 milljónir króna í byrjun. Megin skýringin á því að upphæðin er tilgreind sérstaklega í tilkynningunni er líklega til að svara gagnrýni Þórunnar Reynisdóttur, … Lesa meira