Annar hver ferðamaður til landsins með Icelandair

Vægi tengifarþega hjá Icelandair hefur lækkað umtalsvert í sumar í takt við aukna áherslu félagsins á farþega á leið til og frá Íslandi. Þessi breyting hefur vafalítið dregið töluvert úr samdrættinum í komum erlendra ferðamanna til Íslands eftir fall WOW air. Á sama tíma má gera ráð fyrir að meðalfargjöldin hjá Icelandair hafi hækkað því … Lesa meira

Icelandair verður þá ekki eitt um Ameríkuflug í vetur

Síðustu ár hafa þotur á Delta, Icelandair og WOW air flogið allan ársins hring milli Íslands og Bandaríkjanna. Stuttu eftir gjaldþrot WOW kom hins vegar á daginn að stjórnendur Delta ætluðu sér ekki lengur að halda úti vetrarflugi hingað til lands og því stefndi í að Icelandair sæti eitt að bandaríska markaðnum fram á næsta … Lesa meira

Vinna að því að endurvekja vefsíðu WOW og hefja miðasölu

Þotur á vegum WOW air verði farnar að fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli á nýjan leik áður en október er allur. Það er alla vega ætlun Michele Roos­evelt Edwards, áður Michele Ballarin, og viðskiptafélaga hjá US Aerospace Associates sem keypt hafa vörumerki WOW air af þrotabúi félagsins. Á fundi með blaðamönnum í dag sagði Edwards að ætlunin … Lesa meira

Ætla að bjóða upp á daglegar ferðir til Kaupmannahafnar og Prag

Kaupmannahöfn er sú borg sem næst oftast er flogið til frá Íslandi og í vetur mun ferðunum fjölga umtalsvert í kjölfar óvenjulegrar innkomu tékkneska flugfélagsins  Czech Airlines. Stjórnendur þess sjá nefnilega tækifæri í að fljúga til Íslands og Danmerkur í sömu ferðinni og er fyrsta brottför á dagskrá í lok október. Þotur félagsins munu í framhaldinu … Lesa meira

Nýttu sumarið til að bæta við hlutum í Icelandair

Hluthafar Icelandair Group samþykktu í lok síðasta árs að að auka hlutafé félagins töluvert og fjórum mánuðum síðar var tilkynnt að kaupandinn að þessu nýja hlutafé væri bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management. Þar með var sjóðurinn kominn með 11,5 prósent hlut í Icelandair samsteypunni og nam kaupverðið um 5,6 milljörðum króna. Í maí bætti PAR Capital … Lesa meira

Gallagripir frá Boeing

Á næstunni mun forsvarsfólk Icelandair að taka ákvörðun um hvort það verða flugvélar frá Airbus eða Boeing sem munu, innan fárra ára, leysa af hólmi Boeing 757 þotur félagsins. Þetta verða þriðju stóru flugvélakaup Icelandair á þessari öld. Árið 2012 pantaði félagið sextán Boeing MAX þotur en sjö árum áður tryggði FL-Group, þáverandi móðurfélag Icelandair, … Lesa meira

Varasjóður Icelandair í London

Sérfræðingar Icelandair meta tjón flugfélagsins í ár, vegna kyrrsetningar á MAX þotum, á sautján milljarða króna. Ætlunin er að sækja bætur til Boeing vegna þessa en ekki liggur fyrir hversu háa upphæð bandaríski flugvélaframleiðandinn sættist á að greiða eða hvenær uppgjörið fer fram. Því til viðbótar er nærri sjö milljarða króna kaupsamningur malasíska kaupsýslumannsins Vincent … Lesa meira

Flogið til 47 borga í vetur

Ef stefnan er sett út í heim í vetur þá stendur þér til boða reglulegt áætlunarflug til 47 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli. Það er nokkuð minna en síðastliðinn vetur þegar áfangastaðirnir voru 60 talsins. Meðal þeirra borga sem dottnar eru út af vetrardagskrá Keflavíkurflugvallar eru Los Angeles, Mílanó, Portland, Róm, Montreal og Detroit. Í ofan … Lesa meira

Samdráttur í sumarferðum Íslendinga

Síðustu þrjú ár hafa verið metár þegar litið er til fjölda þeirra Íslendinga sem flaug frá Keflavíkurflugvelli. Og bætingin í fyrra var veruleg en þá flugu um 668 þúsund Íslendingar frá landinu. Fyrstu fjóra mánuði þess árs var ferðagleðin álíka og hún hafði verið á því tímabili í fyrra en svo fór utanlandsferðunum fækkandi og … Lesa meira

40 þúsund færri erlendir ferðamenn

Nú er háannatími í ferðaþjónustunni að baki og samkvæmt talningum Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli þá voru erlendu ferðamennirnir 679 þúsund talsins yfir sumarmánuðina þrjá. Í fyrra sumar voru þeir um 804 þúsund og nemur samdrátturinn um 125 þúsund manns eða um 16 prósentum. Líkt og áður þá er ágúst sá mánuður sem flestir nýta til Íslandsdvalar … Lesa meira