flugvel innanlands isavia

Verra veður og færri ferðir hafa áhrif á innanlandsflugið

Það voru 61.399 farþegar sem fóru um innanlandsflugvelli landsins í október eða rétt rúmlega níu þúsund færri en á sama tíma í fyrra. Hlutfallslega nemur samdrátturinn um tólf af hundraði samkvæmt tölum Isavia. Hluta af þessari niðursveiflu skrifast á vont veður í síðasta mánuði. Þannig þurfti Air Iceland Connect að fella niður rúmlega fimmtungi fleiri … Lesa meira

flug danist soh

Átak í að fá fleiri konur í fluggeirann

Í stjórn IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga, eiga sæti 29 karlar og ein kona. Nú á hins vegar að grípa til aðgerða til að koma hlutfalli kvenna í stjórninni upp í fjórðung fyrir árslok 2025. Á sama tíma skorar IATA á aðildarfélög sín að fjölga konum í stjórnunarstöðum upp í sama hlutfall samkvæmt því sem fram kemur … Lesa meira

Útilokar ekki íslenska fjárfestingu

Það líða ekki margir dagar á milli þess sem skandinavíska viðskiptapressan flytur fréttir af norska hóteljöfrinum Petter Stordalen. Og þess á milli birta slúðurblöðin svo nýjustu tíðindin úr einkalífi hans enda er Stordalen litríkur og rogginn karl sem sækist í sviðsljósið. En burt séð frá einkalífi Stordalen þá hefur hann verið einstaklega stórtækur í fjárfestingum … Lesa meira

Flestir ferðamenn á ferkílómetra

Þegar horft er til þess hversu margir ferðamenn heimsækja París á ári hverju og hversu stór borgarlandið er þá lætur nærri að 453 ferðamenn séu um hvern ferkílómetra þar í borg. Í Barcelona eru þeir 234 á ferkílómetra en þéttleikinn er ennþá meiri í Palma, Phuket og Pattaya eins og sjá má. Svona úttektum skal … Lesa meira

Gerir ekki athugasemd við sameiningu keppinauta

Kynnisferðir eiga sér fimmtíu ára sögu og hafa lengi verið eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Síðustu misseri hefur félagið stokkað upp hluta af rekstrinum og á sama tíma stefna tveir af helstu keppinautum félagsins á sameiningu. Túristi spurði Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, um þessi mál, skuldirnar, greiðslur til Isavia og fleira. Þú tókst við sem framkvæmdastjóri … Lesa meira

Kallar eftir banni á viðskiptafarrými

Farþegi sem flýgur frá Íslandi til New York losar um 1,4 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ferðalaginu. Ef viðkomandi situr á Saga Comfort hjá Icelandair eða viðskiptafarrými Delta þá nemur losunin um 2,6 tonnum. Þetta sýna niðurstöður reiknivélar Myclimate. Losunin er mun minni samkvæmt kolefnisreiknivél Icelandair því þar segir að farþegi á Saga farrými losi eitt … Lesa meira

Hætt að telja alla ferðamenn

Um 36 þúsund færri erlendir farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli í októbermánuði síðastliðnum. Hlutfallslega nemur samdrátturinn 18,4 prósentum. Munar mest um fækkun Bandaríkjamanna enda fækkaði brottförum þeirra fækkaði um 25 þúsund um 42 prósent milli ára frá sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu en þar segir jafnramt að þann 1. október … Lesa meira

Hagstæðara að fljúga til Grænlands frá Reykjavík

Air Iceland Connect hyggst auka umsvif sín í Grænlandsflugi þegar nýir flugvellir verða teknir í notkun á Grænlandi eftir fjögur til fimm ár. Þetta hefur grænlenska blaðið Sermitsiaq eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra flugfélagsins. Rúv greindi fyrst frá. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið helsta samgöngumiðstöðin fyrir áætlunarferðir Air Iceland Connect til Grænlands. Þar með geta farþegar sem koma … Lesa meira

Stuðningur við ennþá öflugri Túrista

Nú eru rétt rúm tíu ár frá því Túristi hóf göngu sína og nú heimsækja síðuna 20 til 45 þúsund lesendur í hverjum mánuði. Þessar vinsældir eru mjög ánægjulegar og langt umfram þær væntingar sem ég hafði þegar Túristi fór í loftið þann 6. ágúst árið 2009. Metnaður minn stendur til þess að efla útgáfuna … Lesa meira

Þrjú flugfélög með MAX í Íslandsflug

Yfir aðalferðamannatímabilið fljúga þotur Air Canada til Íslands frá bæði Montreal og Toronto, tveimur fjölmennustu borgum Kanada. Sumarið 2018 nýtti kanadíska flugfélagið Boeing MAX þotur, sem þá voru splunkunýjar, í ferðirnar hingað en í þeim eru sæti fyrir 169 farþega. Til stóð að hafa sama háttinn á síðastliðið sumar en vegna kyrrsetningar MAX þotanna voru … Lesa meira