Samfélagsmiðlar

Fréttir

ForsíðaFréttir

Almennt hlutafjárútboð í flugfélaginu Play hefst á þriðjudagsmorgun í næstu viku og lýkur seinnipartinn á fimmtudaginn. Ætlunin er að selja ný hlutabréf fyrir allt að hálfan milljarð króna og verður hver hlutur seldur á 4,5 krónur. Þátttakendur verða að kaupa fyrir að lágmarki 100 þúsund krónur samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Play. Útboðið …

Á fjárlögum sænska ríkissins er gert ráð fyrir að 5 milljarðar sænskra króna, jafnvirði um 75 milljarða íslenskra króna, fari í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú hefur ríksistjórnin ákveðið að bæta við 100 milljónum sænskra til viðbótar, eða 1,3 milljörðum íslenskra króna, í átak til að fjölga hleðslustöðvum. „Á þessu sviði viljum …

Þegar reynt er að leggja mat á eyðslu ferðamanna hér á landi þá er horft til notkunar á erlendum greiðslukortum en þær tölur tekur Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) tekur saman með fjárstuðningi frá ráðuneyti ferðamála. Þessi gagnagrunnur hefur þó látið verulega á sjá þar sem fjöldi stórra og smárra ferðaþjónustufyrirtækja hefur fært viðskipti sín til erlendra …

Kínverjar stefna einbeittir að því marki að geta notað farþegavélar sem þeir smíða sjálfir, standa uppi í hárinu á risunum tveimur: Airbus og Boeing, rjúfa einokun Vesturlanda á þessu sviði og bæta úr miklum skorti á farþegavélum í heiminum. Enn er Comac þó mjög háð vestrænum framleiðsluhlutum í flugvélasmíði sinni.  Talsmaður flugvélasmiðjunnar Comac, sem er …

Gert er ráð fyrir því að næstu daga tilkynni danska ríkisstjórnin ákvörðun sína um að leggja 360 kílómetra langa vetnisleiðslu frá bænum Lille Torup á Norður-Jótlandi og suður til Þýskalands, með viðkomu í bæjunum Viborg, Holstebro, Esbjerg, Vejen og  Fredrecia. Þetta þykja stórtíðindi fyrir dönsku þjóðina því vetnisleiðslan hefur lengi verið á teikniborðinu en ekki …

Nýlega átti blaðamaður FF7 samtal við Michael O´Leary, þann litríka og yfirlýsingaglaða forstjóra írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, sem fæddur er og uppalinn í Cork-héraði. Þar var Íranum kurteislega bent á að þó að Ryanair kysi að sleppa Íslandi í flugáætlun sinni þá flygu íslensku flugfélögin tvö daglega til Dublin. Varð honum hverft við:    „Daglega til …

Afköstin í verksmiðjum Boeing eru ennþá of lítil og vandamál með hreyfla á Airbus þotum valda miklum búsifjum. Yfirfara þarf um eitt þúsund þotur af þessari tegund næstu ár og getur hver viðgerð tekið allt að 10 mánuði. Vegna þessa ríkir töluverður skortur á farþegaþotum, sérstaklega mjóþotum eins og Icelandair og Play fljúga. Icelandair hefur …

Frá árinu 2025 ráðgerir Virgin Atlantic að bjóða yfir eina milljón sæta í Indlandsflugi sínu, sem er 350 prósenta fjölgun frá 2019. Þar með er Indland sett á oddinn í markaðsstarfi Virgin Atlantic og þar með er þetta fjölmennasta land heims orðið helsta vaxtarsvæði félagsins utan Bandaríkjanna.  Tilkynnt var í vikunni að Virgin Atlantic ætli …

Bílaleigur eru stórtækar á íslenska bílasölumarkaðnum en í fyrra keyptu þær nærri sjö þúsund nýja bíla eða fjóra af hverjum tíu sem komu nýir á götuna árið 2023. Það hefur hins vegar dregið verulega úr bílasölu til einstaklinga og bílaleiga í byrjun þessa árs. Þannig voru nýir bílar skráðir á bílaleigur aðeins 418 fyrstu þrjá …

Nú hefur loksins verið skorið úr um eitt mesta deilumál innan jarðfræðinnar á síðari tímum, nefnilega það hvort formlega megi kalla það tímabil jarðsögunnar sem við lifum núna mannöld, eða anthropocene. Um þetta hefur vísindasamfélagið rökrætt um árabil. Röksemdirnar fyrir því að kalla núverandi skeið mannöld hafa verið þau að maðurinn sé farinn að hafa …

Evrópusambandið þarfnast margra skammstafana yfir stofnanir sínar og kerfi og notar EES um væntanlegt og margboðað komu- og brottfararkerfi (Entry/Exit System), sem notað verður á Schengen-svæðinu. Á Íslandi er sú skammstöfun upptekin og notuð fyrir Evrópska efnahagssvæðið, sem Evrópusambandið kallar EEA á ensku. Þetta gæti átt eftir að valda ruglingi. Hér skulum við nota KBK …

Forsvarsfólks Icelandair og Play hefur ítrekað kennt „ónákvæmum fréttflutningi" af eldgosum á Reykjanesi um samdrátt í sölu á flugi til landsins. Á sama tíma má velta því fyrir sér hversu nákvæmar tilkynningar flugfélaganna sjálfra og Keflavíkurflugvallar eru á stöðu mála. Á forsíðu alþjóðlegrar heimasíðu Play hefur til að mynda verið talað um yfirstandandi eldgos, sem …

Árið hefur ekki byrjað jafn vel hjá kínverska rafbílarisanum BYD eins og vænst hafði verið. Salan á fyrsta fjórðungi dróst saman um 43 prósent miðað við síðasta fjórðung 2023. Þetta hrun er vísbending um að BYD gæti þurft að skila Tesla aftur titlinum söluhæsti rafbílaframleiðandi heims sem BYD nældi í á síðasta ári - þó …

Dregið hefur úr óvissu í rekstri Icelandair þar sem áhrif „ónákvæmra frétta" af eldsumbrotum á bókanir hafa minnkað og eins hafa nýgerðir kjarasamningar til langs tíma á almennum vinnumarkaði skapað meiri stöðugleika. Af þessum sökum hafa stjórnendur Icelandair nú gefið út afkomuspá fyrir árið og gerir sú ráð fyrir að rekstrarafkoman nemi 2 til 4 prósentum …

Afköstin í verksmiðjum Boeing eru ennþá takmörkuð vegna endurtekinna framleiðslugalla og af þeim sökum hafa flugfélög sem gerðu ráð fyrir fjölda nýrra Max-þota fyrir sumarvertíðina þurft að draga úr á áformum sínum fyrir næstu mánuði. Eitt þeirra er United Airlines sem biðlar nú til flugmanna félagsins um að sækja um launalaust leyfi í maí samkvæmt …

Að halda risastóran alþjóðlegan íþróttaviðburð er gríðarlegt verkefni. Borgir þurfa að geta tekið á móti þúsundum keppenda og milljónum áhorfenda, samgöngur þurfa að vera með besta móti, íþróttamannvirki uppá hið allra besta, og allur aðbúnaður óaðfinnanlegur.  Þegar svona verkefni blasir við er viðbúið að sjónarmið umhverfisverndar, hringrásarhagkerfis og kolefnisspors og þess háttar fjúki út um gluggann. …

Eftir sjö vikur stígur bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift á svið í Stokkhólmi í tónleikaferð sinni um Evrópu. Vinsældir hennar eru það miklar að tónleikarnir í höfuðborgar Svíþjóðar verða þrennir og seldust 150 þúsund miðar upp á svipstundu. Hin Norðurlöndin fá Swift ekki í heimsókn í sumar og því búist við að mikill fjöldi fólks frá …

"Ísland er einstaklega vinsæll áfangastaður meðal viðskiptavina Delta og þess vegna aukum við sætaframboðið. meirihluti farþega í Íslandsflugi Delta séu ferðamenn frá Norður-Ameríku. Delta hefur flutt rúmlega 950 þúsund farþega í fluginu til Íslands frá því við hófum starfsemina árið 2011. Okkur finnst alltaf að sumarvertíðin sé byrjuð með fyrstu ferð ársins frá New York …