Samfélagsmiðlar

Fréttir

ForsíðaFréttir

Dregið hefur úr óvissu í rekstri Icelandair þar sem áhrif „ónákvæmra frétta" af eldsumbrotum á bókanir hafa minnkað og eins hafa nýgerðir kjarasamningar til langs tíma á almennum vinnumarkaði skapað meiri stöðugleika. Af þessum sökum hafa stjórnendur Icelandair nú gefið út afkomuspá fyrir árið og gerir sú ráð fyrir að rekstrarafkoman nemi 2 til 4 prósentum …

Afköstin í verksmiðjum Boeing eru ennþá takmörkuð vegna endurtekinna framleiðslugalla og af þeim sökum hafa flugfélög sem gerðu ráð fyrir fjölda nýrra Max-þota fyrir sumarvertíðina þurft að draga úr á áformum sínum fyrir næstu mánuði. Eitt þeirra er United Airlines sem biðlar nú til flugmanna félagsins um að sækja um launalaust leyfi í maí samkvæmt …

Að halda risastóran alþjóðlegan íþróttaviðburð er gríðarlegt verkefni. Borgir þurfa að geta tekið á móti þúsundum keppenda og milljónum áhorfenda, samgöngur þurfa að vera með besta móti, íþróttamannvirki uppá hið allra besta, og allur aðbúnaður óaðfinnanlegur.  Þegar svona verkefni blasir við er viðbúið að sjónarmið umhverfisverndar, hringrásarhagkerfis og kolefnisspors og þess háttar fjúki út um gluggann. …

Eftir sjö vikur stígur bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift á svið í Stokkhólmi í tónleikaferð sinni um Evrópu. Vinsældir hennar eru það miklar að tónleikarnir í höfuðborgar Svíþjóðar verða þrennir og seldust 150 þúsund miðar upp á svipstundu. Hin Norðurlöndin fá Swift ekki í heimsókn í sumar og því búist við að mikill fjöldi fólks frá …

"Ísland er einstaklega vinsæll áfangastaður meðal viðskiptavina Delta og þess vegna aukum við sætaframboðið. meirihluti farþega í Íslandsflugi Delta séu ferðamenn frá Norður-Ameríku. Delta hefur flutt rúmlega 950 þúsund farþega í fluginu til Íslands frá því við hófum starfsemina árið 2011. Okkur finnst alltaf að sumarvertíðin sé byrjuð með fyrstu ferð ársins frá New York …

Þökk sé danska lyfjarisanum Novo Nordisk að nú er ein öflugasta gervigreindar-ofurtölva heims á leið til Danmerkur. Novo Nordisk sjóðurinn hefur lagt 600 milljónir danskra króna í verkefnið og Fjárfestingarsjóður útflutningsráðs Danmerkur, eða danska ríkið, hefur lagt fram 100 milljónir. Þessir tveir aðilar hafa sameinast um að ganga til liðs við tæknirisann NVIDIA um að …

Vestfirðir

Erlend kortavelta eykst ekki í takt við fjölda ferðamanna segir í greiningu Landsbankans sem birt var nýverið. Þar segir að síðustu þrjá mánuði virðist sem ferðamenn hér á landi eyði ekki eins miklu og áður. „Í desember og janúar síðastliðnum dróst kortavelta saman á milli ára á föstu gengi og þó ferðamönnum hafi fjölgað um …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …