urvalutsyn cape town

Ævintýraferð til Suður-Afríku

Hin sólríka Suður-Afríka býr yfir mögnuðu dýralífi sem flestir hafa einungis kynnst á sjónvarpsskjá. Í Suður-Afríku mætast líka ótal þjóðarbrot, enda er landið suðupottur fjölbreyttrar menningar og höfuðborgirnar þrjár og landið er í hröðum uppvexti. Úrval-Útsýn býður upp á afslappaða ferð til þessa magnaða lands, þar sem lagt er upp úr því að sjá sem … Lesa meira

Toskana – ferð fyrir sælkera

Það er ekki í kot vísað þegar boðið er til haustferðar til Toskana þegar vínræktin nær hámarki, þyngsti ferðamannastraumurinn er að baki og milt haustið ræður ríkjum. Í ferðinni verður búið á einstaklega skemmtilegu sveitahóteli þaðan sem farið verður í ferðir, m.a. á mið sögunnar, eldhússins, vínræktarinnar, léttra gönguferða og jafnvel útreiðartúra á islenskum hestum! … Lesa meira

Útivist við Achensee

Vatnið Achensee liggur í fögrum dal í Austurríki, innrammað af fjallgörðum Karwenel- og Rofanfjalla. Á svæðinu eru meira en 500 km af merktum gönguleiðum og möguleikarnir eru því fjölbreyttir. Gengið verður um græna dali í hlíðum Karwendelfjallanna sem búa yfir stærsta náttúruverndarsvæði norðurhluta Alpafjalla og á vesturbakka Achensee sem er með öllu laus við bílaumferð. … Lesa meira

5 stjörnu gisting við Versali

Um 600 metra frá Hallargarði Versala stendur lúxushótelið Waldorf Astoria Trianon Palace. Þetta fimm stjörnu hótel er eitt það glæsilegasta á Parísarsvæðinu og GB-ferðir bjóða upp á ferðir þangað í lok sumars og í haust. Hótelið er mjög vel útbúið með Guerlain heilsulind, tennisvöllum, sundlaug og líkamsræktarstöð. Veitingastaðir hótelsins eru tveir; Michelin staðurinn GORDON RAMSAY … Lesa meira

Siglt frá Barcelona til Búenos Aires

Barcelona og Cartagena á Spáni, Lanzaróte, Gran Kanarí, brasilísku borgirnar Río de Janero og Sao Paulo og svo Búenos Aires í Argentínu eru helstu áfangastaðirnir í þessari siglingu VITA sem hefst 23. nóvember. Byrjað verður á því að fljúga til Barcelona með British Airways með millilendingu í London. Eftir tvær nætur í Barcelona er haldið … Lesa meira

Sigling: Ástralía og Nýja Sjáland

Þann þriðja nóvember leggur hópur á vegum VITA í þriggja vikna ferðalag til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fyrst verður Sydney gerð góð skil á nokkrum dögum og síðan er komið að siglingu til Melbourne. Þaðan er haldið  og síðan haldið yfir til Nýja Sjálands. Borgirnir Dunedin, Akaroa og Wellington heimsóttar áður en siglt til Tauranga á … Lesa meira

Sumarhús á Jótlandi

Icelandair býður pakkaferðir til Lalandia sem er ekki langt frá Billund á Jótlandi. Lágmarksdvöl er 3 nætur og hámarksdvöl 14 nætur. Pakkarnir miðast við brottfarir frá Keflavík til Billund frá 4. maí til 22. október 2018. 4ra manna hús (Classic 4+) Verð á mann í fjórbýli í 3 nætur frá kr. 55.900.- Verð á mann í þríbýli … Lesa meira

Sólarferðir til St. Petersburg

St. Petersburg  stendur við Mexíkóflóa er syðst á miðvesturströnd Flórídaskagan. Þar er kjörin aðstaða til þess að njóta sólarinnar og strandlífsins en líka stutt í fjölbreytta afþreyingu. Einn vinsælasti skemmtigarðurinn í Flórida, Busch Gardens Tampa Bay, er rétt norður af Tampa og Sarasota er í 40 km fjarlægð. Icelandair býður pakkaferðir til 10. júní og aftur … Lesa meira

Hjólað um sveitir Tíról

Tíról í Austurríki er heill ævintýraheimur út af fyrir sig. Fegurð Alpafjallanna umlykur okkur og náttúran skartar sínu fegursta á þessum árstíma. Farið verður í skipulagðar hjólaferðir í þessu fríska fjallalofti með fararstjóra og innlendum staðarleiðsögumanni sem í sameiningu munu velja hentugar leiðir hvern dag og fræða okkur um staðhætti á leiðinni. Gist verður allar … Lesa meira