Dulúð Indlands

Í þessari ævintýraferð Bændaferða upplifa ferðalangar undur Indlands, skoða tignarlegar hallir, sigla á hinu helga fljóti Ganges og kynnast broti af menningu þessa fjölmennasta lýðræðisríki heims. Þjóðin á sér langa og merka sögu með dulda og framandi menningararfleifð, sérstaka siði og trúarvenjur. Fjölskrúðugar frásagnir hindúatrúarinnar og búddismans heilla ekki síður en konungshallir og glæsibyggingar hinna … Lesa meira

Flórens & Toskana í byrjun júní

Borgin Flórens, eða La Bella eins og hún er oft nefnd, er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu. Suðræna Toskana héraðið, pálmum prýdd Versilíaströndin og töfrandi klettaströndin Cinque Terre heilla okkur líka í þessari spennandi ferð Bændaferða. Hún hefst í Mílanó á Ítalíu, þaðan sem við ökum um gróðursæl héruð yfir til Flórens, höfuðborgar Toskanahéraðs. … Lesa meira

Útivist í Mikladal

Miklidalur býður upp á fjölmargar mismunandi göngu- og hjólaleiðir, býr yfir rúmlega 400 km af merktum gönguleiðum. Í þessu fallega umhverfi fáum við notið hins áhrifamikla sjónarsviðs háfjallasvæðisins Hohe Tauern á dagleiðum okkar. Við munum ganga vinsælar og þægilegar leiðir um grösugar og skógi vaxnar hlíðar og fáum okkur hressingu í seljum á leiðinni, m.a. … Lesa meira

brussel b

Brussel sértilboð

Eitt af því sem gerir heimsókn til Brussel svo eftirsóknarverða er að í borginni er að finna ókjörin öll af góðum veitingastöðum þar sem verðið er mjög hagstætt. Helsta verslunargatan í miðborg Brussel er Rue Neuve (Nieuwstraat) þar sem eru m.a. stór vöruhús. Fínar merkjavöruverslanir og fornmunaverslanir eru einkum í Sablon-hverfinu, milli Porte Louise og … Lesa meira

boston stor

Boston 4 nætur á verði 3ja

Í Boston er að finna fjölda áhugaverðra veitingahúsa þar sem má kynnast matargerð frá nánast öllum heimshornum. Menningarlífið er frábært og allir finna eitthvað við sitt hæfi, leikhús, söngleiki, jass og blús, popp, danstónlist og klassíska tónlist. Boston er líka kjörinn staður til að kynna sér eina af þjóðaríþróttum Bandaríkjamanna, hafnaboltann. Icelandair býður sértilboð til … Lesa meira

berlin sol

Borgarferðir til Berlínar

Berlín er á meðal mest spennandi áfangastaða álfunnar þegar kemur að því að kynna sér atburði sem breyttu gangi sögunnar og demba sér svo í að þræða forvitnileg hverfi vandlega. Í Berlín eru ekki bara söfn sem vekja mann til umhugsunar og minnisvarðar um ofsafengna fortíð – en nóg er af þeim hér. Borgin trekkir … Lesa meira

St. Pétursborg um páskana

Ferðalagið hefstmeð flugi til Helsinki og þaðan ekið til hinnar stórfenglegu Pétursborgar sem var höfuðborg Rússlands á árunum 1712-1918. Borgin hét um tíma Leningrad, til minningar um Lenin og bar hún það nafn til ársins 1991 eða fram til falls Sovétríkjanna. Pétursborg er án efa miðstöð menningar og lista og hafa bókmenntir, tónlist og leiklist … Lesa meira

Hús eða hótel í Toskana á Ítalíu

GB-ferðir bjóða nú fjögurra og fimm stjörnu orlofshús og hótel í Castelfalfi Resort í Toskana á Ítalíu. Á svæðinu er fjölbreytt afþreying og aðstaðan mjög hugguleg. Þarna er 27 holu golfvöllur, heilsulind, inni- og útisundlaug og boðið er upp á veiði, hjólreiðar og göngur. Níu veitingastaðir eru á svæðinu og hægt að sækja matreiðslunámskeið og … Lesa meira

Sumarhús á Jótlandi

Sumarhús í Danmörku er frábært fjölskyldufrí, fallegt umhverfi, góð aðstaða og fjölbreytt afþreying fyrir börn og fullorðna. Bjóðum pakkaferðir til Lalandia sem er ekki langt frá Billund. Lágmarksdvöl er 3 nætur og hámarksdvöl 14 nætur. Pakkarnir miðast við brottfarir frá Keflavík til Billund frá 1.júní til 15. september 2019. Verð á mann í 3 nætur … Lesa meira

Alls kyns ferðafylgihlutir hjá Amazon

Fólk á ferðinni getur ekki aðeins fundið mikið úrval af ferðatöskum hjá Amazon heldur líka alls kyns aukahluti sem tengjast ferðalaginu eins og hér má sjá.