Skíðaferðir til Whistler í Kanada

GB Ferðir bjóða í ár uppá ferðir til Whistler Blackcomb í Kanada í beinu flugi til Vancouver með Icelandair. Svæðið er stærsta skíðasvæði Norður-Ameríku og þekkt fyrir mikið magn af snjó en meðalsnjókoma þar er tæpir 12 metrar á ári! Whistler Blackcomb eru tvö samtengd fjöll sem bjóða uppá 200 merktar brautir, 3.300 hektara svæðis, … Lesa meira

orlando skilit

Orlandó – 4 nætur frá kr. 76.200

Orlando er miðsvæðis í Florida, sannkölluð ævintýraveröld fyrir börn og fullorðna. Við gististaði eru notalegar sundlaugar þar sem dýrðlegt er að flatmaga í sólinni, og allt í kring eru skemmtigarðar, vatnsleikjagarðar og úrvals veitingastaðir. Á Orlandosvæðinu eru yfir 350 verslanir og verslunarmiðstöðvar og hægt að stytta sér stundir með dollurum og innkaupakörfum dag eftir dag. … Lesa meira

Belfast City Hall

Belfast frá 46.800 kr.

Belfast, höfuðstaður Norður-Írlands, hefur gengið í endurnýjun lífdaga síðan friður komst á í borginni árið 1998. Í borginni blómstrar nú menningarlífið sem aldrei fyrr, næturlífið er fjörugt, sagan ríkuleg og ómur af írskri þjóðlagatónlist berst út um dyr og glugga kránna. Systurfyrirtæki Icelandair, Air Iceland Connect, flýgur farþegum þessa stuttu leið. Flogið þrisvar í viku … Lesa meira

aberdeen

Vetrartilboð til Aberdeen

Aberdeen er gjarnan kölluð granítborgin, sökum þess hvernig glitrar á fallegar grantítbyggingarnar í sólinni eftir rigningar. Borgin er nú hluti af leiðakerfi Icelandair og býður flugfélagið nú þriggja nátta pakkaferðir þangað frá og með 20, maí og út október. Verð á mann er frá 59.900 og innifalið er flug og gisting og morgunverður á þriggja stjörnu … Lesa meira

glasgow icelandair b

Tilboð á ferðum til Glasgow í vetur

Í Glasgow bjóðast ótal möguleikar til upplyftingar og skemmtunar, veitingastaðir, pöbbar, vínbarir, kaffihús, dansstaðir og klúbbar. Þar er gróskumikið lista- og menningarlíf og haldnar listahátíðir og efnt til sérstakra listviðburða allt árið um kring. Í nágrenni Glasgow eru einnig fjölbreyttir möguleikar til útivistar og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna og hún er kjörin borg fyrir fólk … Lesa meira

Fljótasigling – Víetnam, Kambódía og undur Mekong

Mekong, „móðir vatnanna“ eða „Níl austursins“, er eitt af mestu fljótum í heimi. Það er talið vera í ellefta sæti hvað lengd varðar og 12. ef vatnsmagn er reiknað. Upptök fljótsins eru á tíbetska hálendinu, það rennur suður í gegnum Kína, Burma, Taíland, Laos, Kambódíu og Víetnam. Margar siðmenningar á svæðinu eiga uppruna sinn við … Lesa meira

Marrakesh í mars

Þann 22. mars leggur hópur á vegum Úrval Útsýnar til Marrakesh eða rauðu borgarinnar eins og hún er stundum nefnd. Um er að ræða fjögurra nátta ferð og hægt er að velja á milli nokkurra hótela og kostar ferðin frá 120.900 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbýli. Kíktu á heimasíðu Úrval-Útsýnar til að fá … Lesa meira

Jólaferð til Parísar

Í jólaferð Bændaferða til Parísar verður komið víða við. Í skoðunarferð um borgina sjáum við Eiffelturninn, sem var reistur fyrir heimssýninguna árið 1889, eitt fegursta torg í heimi, Place de la Concorde, Louvre safnið og Sigurbogann sem er hinn stærsti sinnar tegundar. Við förum ennfremur í kirkjuna heimsfrægu Notre Dame og skoðum rósettugluggann og Dome … Lesa meira

Svartur föstudagur í Frankfurt

Frankfurt er staðsett á bökkum árinnar Main og er skemmtilegt sameiningartákn andstæðna því hana skreyta aldagamlar byggingar í bland við skínandi skýjakljúfa. Frankfurt er ein af aðal fjármála- og ráðstefnuborgum Þýskalands og hefur hún löngum verið kölluð Mainhattan. Í borginni má finna ótal skemmtilegar verslanir og verslanamiðstöðva, söfn og gallerí. Í ferðinni verður farið í … Lesa meira

dublin2 urvalutsyn

Dublin í byrjun nóvember

Í hugum margra er Dublin kannski þekktust fyrir sínar fjölmörgu krár, fjör og írska tónlist og þessum atriðum og fleirum gefst fólki tími til að kynna sér í fjögurra nátta ferð Úrval-Útsýnar dagana 2. til 5. nóvember. Í ferðinni er einnig boðið upp á skipulagðar skoðunarferðir. Dagarnir nýtast líka vel því ferðalagið til höfuðborgar Írlands … Lesa meira