Góðir dagar í Verona fyrir 75.900 kr.

Þriggja nátta löng helgarferð til Verona, einnar af elstu borgum rómarveldis til forna, með Úrval-Útsýn en lagt verðu í hann þann 2. mars. Í þessari skemmtilegu borg er úrval skoðunarferða og veitingastaða mjög mikið og þar er því mikil upplifun að sækja Verona heim. Fararstjóri í ferðinni er Heiðar Jónsson og flogið verður beint með Icelandair. … Lesa meira

Alls kyns ferðafylgihlutir hjá Amazon

Fólk á ferðinni getur ekki aðeins fundið mikið úrval af ferðatöskum hjá Amazon heldur líka alls kyns aukahluti sem tengjast ferðalaginu eins og hér má sjá.

Mest seldu ferðavörurnar hjá Amazon

Úrvalið af alls kyns ferðatöskum og ferðavörum er mikið í netverslun Amazon en hér eru þær vörur sem seljast best í hverji deild fyrir sig. Og þó verðmiðarnir séu oft mun lægri en við eigum að venjast þá verður að hafa í huga að það kostar sitt að senda vörurnar og eins af borga af … Lesa meira

orlando skilit

Orlandó – 4 nætur frá kr. 76.200

Orlando er miðsvæðis í Florida, sannkölluð ævintýraveröld fyrir börn og fullorðna. Við gististaði eru notalegar sundlaugar þar sem dýrðlegt er að flatmaga í sólinni, og allt í kring eru skemmtigarðar, vatnsleikjagarðar og úrvals veitingastaðir. Á Orlandosvæðinu eru yfir 350 verslanir og verslunarmiðstöðvar og hægt að stytta sér stundir með dollurum og innkaupakörfum dag eftir dag. … Lesa meira

Belfast City Hall

Belfast frá 46.800 kr.

Belfast, höfuðstaður Norður-Írlands, hefur gengið í endurnýjun lífdaga síðan friður komst á í borginni árið 1998. Í borginni blómstrar nú menningarlífið sem aldrei fyrr, næturlífið er fjörugt, sagan ríkuleg og ómur af írskri þjóðlagatónlist berst út um dyr og glugga kránna. Systurfyrirtæki Icelandair, Air Iceland Connect, flýgur farþegum þessa stuttu leið. Flogið þrisvar í viku … Lesa meira

aberdeen

Vetrartilboð til Aberdeen

Aberdeen er gjarnan kölluð granítborgin, sökum þess hvernig glitrar á fallegar grantítbyggingarnar í sólinni eftir rigningar. Borgin er nú hluti af leiðakerfi Icelandair og býður flugfélagið nú þriggja nátta pakkaferðir þangað frá og með 20, maí og út október. Verð á mann er frá 59.900 og innifalið er flug og gisting og morgunverður á þriggja stjörnu … Lesa meira

glasgow icelandair b

Tilboð á ferðum til Glasgow í vetur

Í Glasgow bjóðast ótal möguleikar til upplyftingar og skemmtunar, veitingastaðir, pöbbar, vínbarir, kaffihús, dansstaðir og klúbbar. Þar er gróskumikið lista- og menningarlíf og haldnar listahátíðir og efnt til sérstakra listviðburða allt árið um kring. Í nágrenni Glasgow eru einnig fjölbreyttir möguleikar til útivistar og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna og hún er kjörin borg fyrir fólk … Lesa meira

arlanda express a

Stysta leiðin til Stokkhólms

Hraðlestin sem gengur milli Arlanda flugvallar í miðborgar Stokkhólms er þægilegur kostur og í kringum helgar eru miðarnir á sérkjörum. Arlanda, stærsti flugvöllur Svíþjóðar, er álíka langt í burtu frá Stokkhólmi og Keflavíkurflugvöllur er frá höfuðborginni. Ferðalagið á milli tekur því um þrjú korter í bíl eða rútu en svo gengur líka hraðlestin Arlanda Express … Lesa meira

Guðrún skipuleggur Flórídafrí fyrir Íslendinga

Guðrún Ingibjörg hefur verið búsett í Flórída í 23 ár og rekur þar sína eigin ferðaskrifstofu. Hún hefur mikla reynslu af því að vera íslensku ferðafólki innan handar og þekkir því vel hvað kröfur landinn gerir, til að mynda varðandi gistingu og getur aðstoðað við leit að vel staðsettu húsnæði í Orlandó eða annars staðar … Lesa meira

lufthansa 319

Beint með Lufthansa til Frankfurt

Í vetur mun Lufthansa í fyrsta sinn bjóða upp á áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt. Í boði verða þrjár ferðir í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum og fara vélarnar í loftið frá Íslandi klukkan 15:25 en frá Frankfurt er lagt í hann rétt fyrir hádegi. Farþegar á leið lengra út í heim geta næsta … Lesa meira