Síðustu sætin til Kana­ríeyja fyrir jólin eru dýr

Nú rúmum tveimur vikum fyrir jól þá kostar flug­sæti í þotum Norwegian, sem fljúga til Tenerife dagana fyrir jól, rétt um 135 þúsund krónur. Aftur á móti er tíu sinnum ódýrara fyrir íbúa Tenerife að fljúga til Íslands þessa daga. Pakka­ferðir ferða­skrif­stof­anna til spænsku eyjunnar eru hins vegar uppseldar enda löng hefð fyrir jóla­ferðum Íslend­inga … Lesa meira

Ný flug­leið til Frakk­lands næsta sumar

Frakk­land hefur lengi verið það land sem flestir útlend­ingar heim­sækja og Frakkar eru fjöl­mennir í hópi ferða­manna hér á landi. Engu að síður hefur fókusinn í Frakk­lands­flugi Icelandair verið á París á meðan WOW hélt úti flugi til bæði höfuð­borg­ar­innar en líka til Lyon á sumarin. Sumarið 2018 nýttu nærri 19 þúsund farþegar sér flug … Lesa meira

Vonast eftir að fljúga fleiri Íslend­ingum að Miðjarð­ar­hafinu

Frá Václav Havel flug­velli í Prag fljúga þotur syst­ur­fé­lag­anna Czech Airlines og Smartw­ings títt til borga sem liggja við Miðjarð­ar­hafið. Og stjórn­endur félag­anna gera sér vonir um að næsta sumar verði fleiri Íslend­ingar um borð í ferð­unum suður á bóginn að sögn Vladimira Dufkova, talskonu Smartw­ings samsteyp­unnar. Ástæðan er sú næsta sumar mun Czech Airlines bjóða upp á daglegar … Lesa meira

charleston

Ferða­manna­borgir ársins

Hin ýmsu ferðarit birta reglu­lega topp­lista í hinu og þessu sem viðkemur ferða­lögum. Og í vikunni birti breski armur Conde Nast Traveller ferða­tíma­ritsins niður­stöður lesenda­könn­unar ársins. Þar var meðal annars spurt hvaða áfanga­staðir heilla mest og hér er svarið. Ferða­manna­borgir ársins að mati lesenda Conde Nast Traveller. Char­leston í Suður-Karólínu í Banda­ríkj­unum Merida í Yucatan … Lesa meira

Flogið til 47 borga í vetur

Ef stefnan er sett út í heim í vetur þá stendur þér til boða reglu­legt áætl­un­ar­flug til 47 erlendra borga frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Það er nokkuð minna en síðast­liðinn vetur þegar áfanga­stað­irnir voru 60 talsins. Meðal þeirra borga sem dottnar eru út af vetr­ar­dag­skrá Kefla­vík­ur­flug­vallar eru Los Angeles, Mílanó, Port­land, Róm, Montreal og Detroit. Í ofan … Lesa meira

Nær enda­laus útsala á sólar­landa­flugi

Ferða­skrif­stofan Heims­ferðir, sem nú er í eigu Arion banka, auglýsti fyrr í sumar útsölu á flug­miðum sem ljúka átti 29. júlí sl. Og þó núna séu fimm vikur liðnar frá boðuðum útsölu­lokum þá er tilboðið ennþá auglýst á heima­síðu ferða­skrif­stof­unnar. Þar er því hægt að bóka mjög ódýra farmiða út í heim með stuttum fyrir­vara. … Lesa meira

11 þúsund krónur fyrir sætið í einu jómfrú­ar­ferð vetr­arins

Síðustu misseri hefur þeim fækkað nokkuð áfanga­stöð­unum sem flogið er til frá Kefla­vík­ur­flug­velli enda munaði ekki lítið um WOW air. Í ofan á lag þá hætti Icelandair við flug til Halifax og Cleve­land í sumar og nú hefur Port­land í Oregon fylki verið tekin út af vetr­ar­pró­grammi flug­fé­lagsins. Eina viðbótin sem er í kort­unum í … Lesa meira

grikkland strond Alex Blajan

Flug­sæti á niður­settu verði í sólina

Það styttist í að skól­arnir byrji á ný og þá lækkar venju­lega verðið á sólar­landa­ferðum. Að minnsta kosti þegar borið er saman við vinsæl­ustu brott­far­irnar í í júní og júlí. Og þeir sem vilja komast út í ennþá meiri hita strax eftir versl­un­ar­manna­helgi hafa úr tölu­verðu að moða. Á heima­síðum stærstu ferða­skrif­stof­anna má nefni­lega finna … Lesa meira

Óskalisti fyrir utan­lands­ferðina

Flug­fé­lögin mæla almennt með að farþegar mæti tíman­legan í flugið og þeir sem fylgja þeim ráðum verja þá klukku­tíma til tveimur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar fyrir brottför. Þann tíma nýta margir til að versla eða fá sér í svanginn. Og nú er að finna á heima­síðu Kefla­vík­ur­flugallar upplýs­ingar um öll þau tilboð sem í boði … Lesa meira

Fyrsta helg­ar­ferðin til Kraká kostar lítið

Beint flug til Kraká, næst fjöl­menn­ustu borgar Póllands, var fastur liður í sumaráætlun Iceland Express og þangað flaug WOW air líka fyrsta sumarið sem félagið starfaði. Kraká datt svo út af dagskrá félag­anna tveggja en WOW air hélt þó alltaf áfram flugi til Varsjár, höfuð­borgar landsins. Með tilkomu Íslands­flugs Wizz Air jókst framboð á flugi … Lesa meira