Áfangastaðir ársins í Evrópu að mati Lonely Planet

Í ferðapressunni er vinsælt að stilla upp listum yfir hitt og þetta og hér er listi Lonely Planet yfir þá 10 svæði sem eru mest spennandi fyrir ferðamenn sem ætla um Evrópu í ár. Eins og sjá má þá eiga Norðurlöndin engan fulltrúa í úttektinni. Áfangastaðir ársins í Evrópu: Emilia-Romagna á miðjum Ítalíuskaganum Cantabria, nyrst … Lesa meira

Bestu borgirnar til að synda í

Á fallegum sumardögum í Zurich þá kæla íbúarnir sig niður í ám og vötnum enda hafa borgarbúar passað vel upp á hreinleika vatnsins sem setur svo sterkan svip á þessa fjölmennustu borg Sviss. Íbúar Kaupmannahafnar eru kannski ekki alveg eins sólgnir í vatnið en borgaryfirvöld þar hafa hins vegar lagt mikla áherslu á alls kyns … Lesa meira

Kaupir þú þér hressingu í háloftunum?

Það tekur sjaldnast minna en tæpa þrjá klukkutíma að fljúga héðan til útlanda og það eru því vafalítið margir sem kaupa sér eitthvað í fluginu. Flugfélögin eru nefnilega flest hver farin að selja allar veitingar um borð en sum þeirra halda þó áfram í þá hefð að láta matinn fylgja með í kaupunum líkt og … Lesa meira

10 bestu baðstrendur Bandaríkjanna

Stephen Leatherman, betur þekktur sem Dr. Beach, er á heimavelli þegar kemur að bandarískum baðströndum og árlega birtir hann lista yfir þær bestu. Þessi samantekt fær alla jafna mikla athygli vestanhafs því dómar doktorsins hitta vanalega í mark. Leatherman birti nýverið lista sinn fyrir sumarið og nokkrar af baðströndunum á honum eru ekki svo langt … Lesa meira

Bestu útibarirnir í Stokkhólmi

Veðrið hefur leikið við frændþjóðirnar nú í sumarbyrjun og þar með hefur bekkurinn verið þéttskipaður fyrir utan veitingahúsin í Stokkhólmi á meðan fáir sitja inni. Það er þó ekki nóg að setja borð út á stétt til að komast á lista sænska dagblaðsins Dagens Nyheter yfir bestu úti veitingahúsin í sænsku höfuðborginni. Hér eru nokkur … Lesa meira

Flugvélamaturinn er sjaldnast ókeypis

Þegar þotan tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli þá eru alla vega þrír klukkutímar liðnir frá því að meginþorri íslensku farþeganna fór að heiman. Þeir sem fengu sér ekki matarbita í Leifsstöð fyrir brottför eru því vafalítið orðnir soldið svangir þegar áhöfnin birtist með matinn. Það er líka nokkurra klukkutíma ferðalaga framundan og það eru því … Lesa meira

Íslensk ferðahandbók um Tenerife

Í þotunum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli eru Íslendingar vanalega í minnihluta en hlutföllin snúast við þegar stefnan er sett á Tenerife. Þá eru íslenskir farþegar í meirihluta enda hefur landinn fjölmennt til spænsku eyjunnar síðustu ár. Og nú geta þeir sem eru á leið til Tenerife fundið innblástur fyrir ferðalagið í nýrri bók sem ber … Lesa meira

Þú gætir verið á leiðinni til Þýskalands

Leiknum er lokið. Það styttist í að Boeing þotur Icelandair verði fastagestir við flugstöðina í Dusseldorf í vesturhluta Þýskalands. Borgin sjálf hefur upp á margt að bjóða í mat, menningu og líka ef þú vilt kíkja í búðir og þaðan er líka stutt yfir til Köln, Bonn og Dortmund. Landamæri Belgíu og Hollands eru líka … Lesa meira

Steikt síld í sænskum matartrukk

Það þykir fátt meira móðins í borgarskipulagi dagsins í dag en matartrukkar sem standa við torg og stræti. Alla vega er þetta að verða sífellt algengari sjón yfir sumarmánuðina í borgunum í löndunum í kringum okkur. Það verður þó að segjast eins og er að úrvalið í þessum trukkum oft einhæft enda fókusa margir á … Lesa meira

Leitin að besta hótelinu

Flugmiðinn er í höfn og nú er komið að því að finna gott hóteltilboð. Þú byrjar að leita á Booking.com en þar birtast hundruðir gistikosta og úrvalið er ekki minna á Hotels.com og öllum hinum bókunarsíðum. Þú skoðar hvað dóma hótelin fá á Tripadvisor og jafnvel hvaða gistingum Lonely Planet mælir með í borginni. Að … Lesa meira