Dýrara með Icelandair en Play í skíðaferðirnar til Austurríkis

Hér áður fyrr var Wow Air eitt um að fljúga fljúga Íslendingum í skíðaferðir til Austurríkis og stjórnendur Play hafa sennilega vonast eftir að fá frið fyrir Icelandair á þessari leið. Svo fór ekki því stuttu eftir að Play hóf sölu á flugmiðum til Salzburg í fyrra þá gerði Icelandair slíkt hið sama. Og nú … Lesa meira

Normandí innan seilingar

Allir ættu að komast til Frakklands ef hugurinn leitar þangað. París er auðvitað stórkostleg en hún er ekki Frakkland. Innan seilingar frá heimsborginni fögru eru slóðir sem sannarlega er vert að heimsækja. Normandi er eitt þeirra héraða sem áhugavert er að kynnast. Það tekur aðeins rétt rúmar tvær klukkustundir að fara með lest frá Saint-Lazare-stöðinni … Lesa meira

Að finna nýjan takt

Meðal þess fyrsta sem fólk hugar að við skipulagningu ferðalags er auðvitað gistingin. Hvar eigum við að gista? Fólk skoðar kostina sem eru í boði á bókunarsíðum og byrjar á að ákveða hvort það vilji dvelja á hefðbundnum hótelum eða fara ótroðnari slóðir, bóka gistingu á gistihúsum með persónulegra sniði, jafnvel í heimagistingu. Svo eru … Lesa meira

Til Tenerife fyrir 9 þúsund krónur

Þeir sem komast til útlanda með stuttum fyrirvara fá flugmiða til Tenerife fyrir aðeins 9 þúsund krónur á morgun hjá Plúsferðum. Lagt er í hann frá Keflavíkurflugvelli klukkan 8:20 og ef flogið er heim á ný þann 20.júlí þá kosta báðir flugleggirnir á 28 þúsund krónur. Þetta er mun lægra fargjald en er í boði … Lesa meira

Ferðaþættir um Suður- og Austurland

Sjónvarpsstöðin N4 mun bjóða upp á tvær nýjar þáttaraðir í sumar þar sem umfjöllunarefnið eru ferðalög innanlands.  Annars vegar er um að ræða ferðaþáttaseríu sem nefnist “Sjá Suðurland”.  Þar ferðast vinkonurnar Ásthildur Ómarsdóttir og María Finnbogadóttir, atvinnuskíðakona, á Go Campers bíl um Suðurland. Ætlunin er að fá adrenalínið til að stíga með því að prófa … Lesa meira

Síðustu sætin til Kanaríeyja fyrir jólin eru dýr

Nú rúmum tveimur vikum fyrir jól þá kostar flugsæti í þotum Norwegian, sem fljúga til Tenerife dagana fyrir jól, rétt um 135 þúsund krónur. Aftur á móti er tíu sinnum ódýrara fyrir íbúa Tenerife að fljúga til Íslands þessa daga. Pakkaferðir ferðaskrifstofanna til spænsku eyjunnar eru hins vegar uppseldar enda löng hefð fyrir jólaferðum Íslendinga … Lesa meira

Ný flugleið til Frakklands næsta sumar

Frakkland hefur lengi verið það land sem flestir útlendingar heimsækja og Frakkar eru fjölmennir í hópi ferðamanna hér á landi. Engu að síður hefur fókusinn í Frakklandsflugi Icelandair verið á París á meðan WOW hélt úti flugi til bæði höfuðborgarinnar en líka til Lyon á sumarin. Sumarið 2018 nýttu nærri 19 þúsund farþegar sér flug … Lesa meira

Vonast eftir að fljúga fleiri Íslendingum að Miðjarðarhafinu

Frá Václav Havel flugvelli í Prag fljúga þotur systurfélaganna Czech Airlines og Smartwings títt til borga sem liggja við Miðjarðarhafið. Og stjórnendur félaganna gera sér vonir um að næsta sumar verði fleiri Íslendingar um borð í ferðunum suður á bóginn að sögn Vladimira Dufkova, talskonu Smartwings samsteypunnar. Ástæðan er sú næsta sumar mun Czech Airlines bjóða upp á daglegar … Lesa meira

charleston

Ferðamannaborgir ársins

Hin ýmsu ferðarit birta reglulega topplista í hinu og þessu sem viðkemur ferðalögum. Og í vikunni birti breski armur Conde Nast Traveller ferðatímaritsins niðurstöður lesendakönnunar ársins. Þar var meðal annars spurt hvaða áfangastaðir heilla mest og hér er svarið. Ferðamannaborgir ársins að mati lesenda Conde Nast Traveller. Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum Merida í Yucatan … Lesa meira

Flogið til 47 borga í vetur

Ef stefnan er sett út í heim í vetur þá stendur þér til boða reglulegt áætlunarflug til 47 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli. Það er nokkuð minna en síðastliðinn vetur þegar áfangastaðirnir voru 60 talsins. Meðal þeirra borga sem dottnar eru út af vetrardagskrá Keflavíkurflugvallar eru Los Angeles, Mílanó, Portland, Róm, Montreal og Detroit. Í ofan … Lesa meira