Þú gætir unnið flugmiða með Icelandair

Í sumarbyrjun hefur Icelandair flug til Kansas City og verður þar með fyrsta flugfélagið til að bjóða upp á Evrópuflug frá borginni sem stundum er sögð uppeldisborg jazz tónlistarinnar. Borgin verður einn af 23 áfangastöðum Icelandair í N-Ameríku. Í tilefni þess að brátt verður hægt að fljúga beint frá Keflavíkurflugvelli til Kansas City þá efnir … Lesa meira

Hinsegin skíðafestival í Ölpunum.

Það stefnir í mikið fjör í franska skíðaþorpinu Les Menuires dagana 17. til 24. mars þegar von er á tólf hundruð manns til að taka þátt í Evrópsku hinsegin skíðavikunni. Þetta er í tíunda skipti sem hátíðin er haldin og af því tilefni lofa gestgjafarnir sérstaklega glæsilegri veislu og alls kyns skemmtun. Það verður nefnilega … Lesa meira

„Hjarta Evrópu” er komið á kortið á ný

Lúxemborg var á árum áður helsta samgöngumiðstöðin fyrir Íslandflug frá meginlandi Evrópu enda voru Loftleiðir þá stórtæk í sölu á flugi þangað frá Bandaríkjunum og var talað um smáríkið sem „hjarta Evrópu” í auglýsingum flugfélagsins. Lúxemborg var einnig lengi hluti að leiðakerfi Icelandair en félagið hætti svo flugi þangað árið 1999 og var ferðunum fjölgað … Lesa meira

Ef þú ætlar að leigja bíl þá skaltu renna yfir þessa punkta

Leiga á bílaleigubíl getur vegið þungt í ferðakostnaðinum og því vissara að vanda valið vel. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga. Í flugstöðvarbyggingu eða utan Í komusölum flugstöðva eru oft skrifstofur nokkurra bílaleiga á meðan aðrar hafa aðsetur annars staðar á flugvallarsvæðinu, jafnvel töluverðan spotta frá flugstöðinni sjálfri. Vegna aðstöðu … Lesa meira

skidi sviss t

Skíðaflug í febrúar á 2.500 krónur

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur flug milli Íslands og Basel í Sviss á ný í byrjun febrúar og fljúga þotur félagsins þessa leið tvisvar í viku. Fyrsta ferð vetrarins er þann 6. febrúar og núna kostar farmiðinn í þá brottför rétt um 2.500 krónur. Næstu ferðir eru mun dýrari og reyndar mun það kosta á bilinu … Lesa meira

Elstu flugvellir í heimi

Keflavíkurflugvöllur var opnaður 23. mars 1943 og var í fyrstu aðeins nýttur fyrir herflug en þegar seinna stríðinu lauk lék flugvöllurinn mikilvægt hlutverk í uppbyggingu almannaflugs milli Evrópu og Ameríku eins og lesa má sér til um á heimasíðu flugvallarins. Þessi helsti millilandaflugvöllur Íslands verður því 75 ára innan skamms en þrátt fyrir það kemst hann … Lesa meira

Rauðu dagar ársins

Í fyrra og hittifyrra röðuðust 10 lögbundnir frídagar á virkan dag en árið 2018 er ögn hagstæðara fyrir hinn almenna launamann því nú verða rauðu dagarnir einum fleiri. Þeir sem ætla að teygja á orlofinu með að því að tengja það við rauðan dag hafa því nokkur færi á því og þá helst í kringum … Lesa meira

Á gönguskíðum um austurríska fjallasali

Í byrjun hvers árs flykkjast Íslendingar upp í Alpana til að bruna niður brekkur en fjallgarðurinn hefur líka upp á margt að bjóða fyrir það skíðaáhugafólk sem vill ekki aðeins láta þyngdaraflið flytja sig úr stað. Troðin gönguspor tengja nefnilega saman fjallasali og þorp og það er leit að eins fallegu umhverfi til að ferðast … Lesa meira

london oxfordstraeti

Ódýrt með öllum fimm flugfélögunum til London

Næstu vikur geta þeir sem eiga erindi til London valið á milli 10 til 13 áætlunarferða á degi hverjum frá Keflavíkurflugvelli og eru það fimm flugfélög sem skipta með sér öllum þessum brottförum. Aldrei hefur framboðið verið svona mikið á þessari flugleið og af fargjöldunum að dæma þá græða forsvarsmenn flugfélaganna ekki mikið á Lundúnarfluginu. … Lesa meira

Vinsælustu ferðamannastaðirnir á Instagram

Síminn er álíka þarfur ferðafélagi og vegabréfið en meðan að passinn býður upp á hóteli þá nýtist myndavélin til að taka myndir úr fríinu og hjá mörgum rata svo þær bestu inn á Instagram. Og samkvæmt lista fyrir fyrirtækinu þá voru þetta þeir staðir í heiminum sem oftast komu fyrir á myndum fólks. Langflestir þeirra … Lesa meira