Flugbjór í loftið

Þrátt fyrir að neysla á bjór sé löngu hætt að nær einskorðast við lagerbjóra þá er þess háttar öl ennþá alls ráðandi á vínseðlum flugfélaganna. Hjá Icelandair hefur nú verið bætt úr þessu með nýjum IPA-bjór sem ber heitið 737 og er þar vísað til þess að þotan sem félagið tók í notkun í síðustu … Lesa meira

58 íslenskir hjólarar fóru 300 km í Svíþjóð

Þeir sem tóku vel eftir í landafræðitímum í barnaskóla muna vafalítið ennþá eftir þrenningunni Vänern, Vättern og Mälaren. Sennilega hafa þó fáir leitt hugann að þessum þremur stærstu vötnum Svíþjóðar síðan þeir lærðu undir landafræðipróf á sínum tíma og það sem stóð um vötnin í bókinni er auðvitað löngu gleymt. Til upprifjunar má nefna að Vättern … Lesa meira

Taktu þátt og þú gætir unnið flugmiða til Madríd

Síðustu sumur hefur Iberia Express boðið upp á áætlunarflug héðan til Madrídar og nú styttist í fyrstu ferð sumarsins. Af því tilefni efnir þetta spænska lággjaldaflugfélag til ferðaleiks á síðum Túrista og í vinning er farmiði fyrir tvo með félaginu til spænsku höfuðborgarinnar. Til að eiga kost á þessum glæsilega vinningi þarf að svara eftirfarandi spurningu … Lesa meira

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners

Mikið framboð á ferðum í kringum rauðu dagana í vor

Það eru líklega þúsundir Íslendinga á leið heim úr páskaferðum í dag og þá verða aftur laus bílastæði við Keflavíkuflugvöll. Og þó stæðin fyllist ólíklega á næstunni þá má gera ráð fyrir að þau verði þétt skipuð í kringum þær fjóru löngu helgar sem framundan eru í apríl og maí. Þessa stöku frídaga er nefnilega … Lesa meira

42 þúsund matargestir á biðlista

Fyrir fimmtán árum síðan opnaði veitingahúsið Noma í Norðuratlantshafshúsinu í Kaupmannahöfn en sendiráð Íslands er einmitt í hinum enda þessa gamla pakkahús við Kristjánshöfn. Hin óvenjulegu efnistök matreiðslumeistara staðarins, Rene Redzepi, fóru fljótlega að spyrjast út enda voru Danir og fleiri óvanir því sjá glæsilegar útgáfur af hversdagslegum dönskum mat á borðum á fínum veitingahúsum … Lesa meira

Mynd: Icelandair

Farmiðaverðið til Texas hefur sveiflast upp og niður

Bæði Icelandair og WOW air fara jómfrúarferðir sínar til bandarísku borgarinnar Dallas maí og í byrjun júní hefur svo American Airlines, stærsta flugfélag heims, Íslandsflug frá sömu borg. Þar með geta farþegar á leið héðan til Texas valið á milli áætlunarferða þriggja flugfélaga. Aldrei áður hefur ný flugleið verið opnuð fá Keflavíkurflugvelli þar sem samkeppnin … Lesa meira

Bestu flugvallahótelin

Þó nú sé flogið frá Keflavíkurflugvelli til hátt í 100 erlendra flugvalla þá þarf oft að tengja saman tvær til þrjár flugferðir til að komast á áfangastað. Til að mynda ef halda á út fyrir Evrópu enda er áætlunarflug héðan til annarra heimsálfa en N-Ameríku ennþá ekki í boði frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Og stundum … Lesa meira

Fleiri sem tala ensku í París en færri sem tala íslensku á Íslandi

Í vor leiðir Laufey hópa á vegum Bændaferða um París og í haust eru Normandí og Bretagne á dagskrá.  Hér segir Laufey okkur frá hinni klassísku ferðamannaborg París, líkindunum með okkur og Bretónbúum og hinum sterku tengslum svæðisins við Ísland. Og það er ýmislegt sem við Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta getur lært af Frökkum að … Lesa meira

Stjórnvöld átta sig ekki á afkomunni í greininni

Hvernig hefur ITB ferðakaupstefnan verið í ár? Mjög fín en það spilar inn í að ég er orðin vanari því þetta er í þriðja skiptið sem ég tek þátt. Ég hef náð að hitta alla mína viðskiptavini en það er reyndar flókið að finna út við hvaða kaupendur þú átt að tala við á þessum langa lista … Lesa meira

Þurfum að læra á Asíumarkaðinn og aðlaga þjónustuna að honum

Hvernig hefur ITB ferðakaupstefnan verið í ár? Nokkuð góð. Við vorum ekki með fullbókaða dagskrá en það rætist alltaf úr þessu. Þýski markaðurinn mest áberandi en við áttum líka fundi með fólki frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Asíu og Skandinavíu. Er þátttakan þess virði? Já, hún er það. Árin eru mismunandi góð og það skiptir máli að undirbúa sig … Lesa meira