helsinki sjor

Helsinki

Af höfuðborgum Norðulandanna þá eru íslenskir ferðamenn sennilega sjaldnast á ferðinni í Helsinki. Núna er hins vegar kominn tími á að rétta hlut borgarinnar því að sögn heimamanna hefur stemningin  í borginni aldrei verið betri. Finnskt veitingafólk hefur víst sjaldan verið í eins miklu stuði, listasöfnin eru fjölbreytt og í göngufæri hvort við annað og … Lesa meira

Zurich

Íbúar Zurich fá sér sundsprett í ánum eða vatninu í hádeginu, svala þorstanum í aldargömlum brunnum og hafa útsýni upp til Alpanna. Og hin aldargamla miðborg Zurich hefur varðveist vel og hefur að geyma mörg söguleg mannvirki. Það kemur gestum borgarinnar því ekki á óvart að Zurich toppar reglulega lista yfir þá staði sem best … Lesa meira

Washington

Þekktustu kennileiti höfuðborgar Bandaríkjanna koma ósjaldan fyrir í fréttatímum og þeim bregður líka reglulega fyrir í sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Hvíta húsið, þinghúsið á Capitol Hill og minnismerki Lincoln eru því skyldustopp ferðamanna í borginni. Og það vill svo ánægjulega til að öll þessu heimsþekktu mannvirki eru í göngufæri hvert við annað. Ferðamenn þurfa því ekki … Lesa meira

vancouver yfir d

Vancouver

  Innan um háhýsin í miðborg Vancouver hafa verið lagðir hjólastígar í allar áttir enda er það yfirlýst markmið borgarstjórans að draga úr umferð bíla á svæðinu. Í bílastæðunum standa svo matarvagnar sem servera fjölbreyttan skyndibita til gangandi vegfarenda. Erilinn sem einkennir háhýsahverfi stórborganna er því víðfjarri í Vancouver. Það er kannski helsta ástæðan fyrir … Lesa meira

Toronto

Nærri helmingur þeirra sex milljóna manna sem búa í Toronto er ekki fæddur í Kanada og í borginni eru töluð meira en 180 tungumál. Þessi stærsta borg Kanada býður því upp á mjög fjölskrúðugt mannlíf. Hverfi miðborgarinnar eru merkilega ólík og það er því hægt að upplifa margt á stuttum tíma í Toronto. Nálægðin við … Lesa meira

stokkholmur djurgarden

Stokkhólmur

Þær eru fjórtán eyjurnar sem mynda bæjarstæðið sem höfuðborg Svíþjóðar stendur á. Hún er því oft kölluð Feneyjar norðursins því alltaf er stutt í vatnið. Grænu svæðin eru líka fjölmörg og þessi nálægð við nátturuna skipar borginni meðal annars í flokk með byggilegustu stöðum í heimi. Stokkhólmur er engu að síður stórborg þar sem ferðamenn … Lesa meira

París

Flest okkar eiga aðeins eftir að verja nokkrum dögum ævinnar í París. Það er eiginlega synd að fá ekki meiri tíma til að kynnast þessari spennandi borg. París hefur ótrúlega sögu að geyma og hefur verið heimavöllur snillinga á flestum sviðum mannlífsins. Það er mikilvægt að ætla sér ekki um of á stuttum tíma heldur … Lesa meira

London

London er sannkölluð stórborg þar sem möguleikarnir á að gera sér glaðan dag virðast óendanlegir. Það er hægur vandi að heimsækja borgina aftur og aftur án þess að endurtaka sig. Margt af því sem hæst ber í tónlist, kvikmyndum og tísku á rætur að rekja til London og fótboltinn er hvergi betri. Fólk flykkist því … Lesa meira

Genf

Við bakka Genfarvatns standa reisulegar byggingar sem hýsa fimm stjörnu hótel, frægar úrabúðir og fína veitingastaði. Í hæðunum fyrir ofan eru svo dýrustu villur álfunnar. Vatnið sjálft er samt leikvöllur allra borgarbúa. Á sumrin svamla þar allir saman og á veturna hittist fólk af öllum stéttum í gufubaðinu á La Buvette des Bain, bryggjunni sem … Lesa meira

Gautaborg

Það svífur skemmtilegur andi yfir síkjunum í miðborg Gautaborgar. Sporvagnar læðast meðfram glæsilegum byggingum og fólkið gengur rólega eftir göngugötunum sem teygja anga sína út í öll horn. Það er því ekki mikill ys og þys í þessari næst fjölmennustu borg Svíþjóðar. Hún er því mjög heppilegur áfangastaður fyrir fjölskyldur sem vilja komast í alþjóðlegt … Lesa meira