Frankfurt

Fjármálamiðstöð Þýskalands er ekki öll þar sem hún er séð. Borgin býður nefnilega upp á miklu meira en bara háhýsi og kontorista. Í Sachsenhausen er til að mynda notaleg hverfisstemning, gamli bærinn er sjarmerandi, söfnin eru mörg hver í heimsklassa og þar er nóg af búðum. Reyndar eru þær í Goethestrasse ekki á færi venjulegra … Lesa meira

edinborg stor

Edinborg

Höfuðborg Skota er falleg, skemmtileg og frekar ódýr. Hún er kjörinn áfangastaður fyrir þá sem vilja komast í stutta borgarferð því þar er margt að sjá, vegalengdirnar stuttar og búðirnir fínar og nóg af skemmtilegum börum, kaffihúsum og veitingastöðum. Skotar eru líka sérstaklega skemmtilegir og kannski styttist í að þeir verði frændur okkar því marga … Lesa meira

Berlín

Hylli Berlínar meðal íslenskra túrista hefur farið ört vaxandi síðustu ár. Dramatísk saga, menningin sem þar blómstrar og stórborgarstemmingin gera hana að spennandi áfangastað allt árið um kring. Það er ekki að ástæðulausu að Berlín er þriðja vinsælasta ferðamannaborg Evrópu því þar finna allir eitthvað sem gerir dvölina eftirminnilega. Verðlagið í Berlín hefur líka fengið … Lesa meira

Barcelona

Þrátt fyrir að vera ein af stórborgum álfunnar er stemmningin í Barcelona mjög afslöppuð. Borgin er líka ákaflega fögur og götumyndin víðast hvar aldagömul. Nálægðin við hvítar strendur gerir það líka að verkum að ferð til Barcelona getur sameinað borgar- og sólarferð. Borgin er þekkt fyrir að vera heimavöllur skapandi fólks og hún ber þess … Lesa meira

Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn

Sá Íslendingur er vandfundinn sem ekki hefur heimsótt Kaupmannahöfn á lífsleiðinni. Síðustu ár höfum við fjölmennt til borginnar og erum eiginlega hætt að kalla hana sínu rétta nafni. Við notum þess í stað gælunafnið Köben og einu kortin sem við höfum á rölti um borgina eru greiðslukort. Enda rata flestir orðið um Strikið og nágrenni … Lesa meira

Seattle

Seattle

Fjölmennsta borgin í norðvesturhluta Bandaríkjanna hefur ekki verið lengi á kortinu hjá ferðamönnum. En eftir að heimurinn féll fyrir rokktónlistinni, kaffinu og tækninni sem íbúar Seattle bera ábyrgð á þá hefur straumurinn legið borgarinnar við Elliot flóa. Seattle er heimavöllur stórfyrirtækjanna Microsoft, Boeing, Amazon og Starbucks og efnahagur borgarinnar því góður. Það er því mikil … Lesa meira