„Þetta er ekki lengur lítill og krúttlegur markaður“

Þetta var einn þessara daga í vikunni fyrir verslunarmannahelgi þegar maður hefur á tilfinningunni að eiginlega allir séu í fríi og þau sem þurfa að vinna vilji gjarnan losna sem fyrst út í góða veðrið. Sólin skein glatt í Reykjavík, örugglega einn besti dagur sumarsins, en Arnar Bjarnason, starfandi framkvæmdastjóri Fastus, og Þórir Ólafsson, sem … Lesa meira

Fyrsti viðkomustaðurinn í Íslandsferðinni

Það var hlýtt og notalegt á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík þegar TÚRISTA bar að garði einn rigningardaginn. Ferðamenn sátu við flest borðin og nutu matarins, einhverjir höfðu vafalaust áður gengið að nýja hrauninu við Fagradalsfjall, aðrir baðað sig í Bláa lóninu – eða voru bara nýkomnir til landsins og ákváðu að koma fyrst við … Lesa meira

Staðurinn sem Íslendingar vilja halda fyrir sig

TÚRISTI skaust í Nauthólsvík einn sólríkan vordag til að fræðast aðeins um rekstur þessa veitingastaðar, sem stendur fyrir ofan ylströndina. Margir fara á Nauthól akandi í hádeginu og fá sér snarl. Svo koma aðrir hjólandi eða gangandi, fá sér bita, kaffisopa eða svalandi drykk. Margir þekkja staðinn eftir að hafa sótt þar ráðstefnur eða fundi … Lesa meira

Helmingi meira í veitingar en fyrir heimsfaraldur

Í síðasta mánuði flugu 121 þúsund útlendingar frá Keflavíkurflugvelli sem er skiljanlega miklu fjölmennari hópur en í janúar 2021 og 2022 enda takmörkuðu þá sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 ferðalög milli landa. Notkun erlendra greiðslukorta á íslenskum veitingastöðum voru því mun meiri í janúar í ár en hún var á sama tíma árin tvö á undan. Það … Lesa meira

Besta ár Jómfrúarinnar

Auðvitað lýsir það bjartsýni að leita eftir viðtali við eiganda og framkvæmdastjóra Jómfrúarinnar á sjálfri aðventunni. Þessi ástsæli veitingastaður við Lækjargötu í Reykjavík er þéttsetinn frá hádegi fram eftir kvöldi alla daga fram yfir jól. Jakob Einar Jakobsson svaraði beiðni minni þó fljótt og við ákváðum að hittast á Jómfrúnni á mánudagsmorgni – áður en allt fer … Lesa meira

„Það verða allir beittari í samkeppni“

Þeir eru æskuvinir og félagar, báðir með mikla reynslu sem veitingamenn, Elías og Karl Viggó. Nú standa þeir að umfangsmiklum rekstri vestast í Vesturbænum, í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg. Veitingastaður með sæti fyrir 120 manns ber nafn gömlu vélsmiðjunnar sem þarna var til húsa, Héðinn – Kitchen & Bar, og jafnframt reka þeir kaffihús undir … Lesa meira

38 milljarðar í veitingar

Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.

„Við gerum það sem okkur þykir skemmtilegt“

Tjöruhúsið varð til árið 2004 þegar hjónin Magnus Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir hófu þar veitingarekstur. Ísafjarðarbær bað þau um að hefja kaffisölu í friðuðu húsinu, sem byggt var 1781 og er hluti af einni elstu husaþyrpingu landsins. Þau höfðu áður rekið Sjómannastofuna, með mötuneyti fyrir togarasjómenn og almennri veitingasölu, og öðlast þar reynslu sem skilar … Lesa meira

„Við erum ekkert að rembast“

Það á ágætlega við að láta veitingahús á Hverfisgötu heita Kastrup, eftir samnefndu hverfi á Amager eða flugvellinum sem flestir Íslendingar þekkja. Hvað sem Strøget og Købmagergade hafa upp á að bjóða þá er nauðsynlegt að fara út á Kastrup til að komast á flug. Kastrup tengir Íslendinga við Danmörku. Túristi ætti samt ekki að … Lesa meira