Ólík niður­sveifla hjá Icelandair, SAS og Finnair

Þotur Icelandair voru mun þétt­setnari í júlí en flug­vélar Finnair og SAS. Hjá Icelandair var sæta­nýt­ingin sjötíu prósent á meðan rétt um fjögur af hverjum tíu sætum hjá Finnair voru skipuð farþegum. SAS flaug með hálf fullar vélar. Þegar horft er til samdráttar í fjölda farþega þá var hann aftur á móti mun meiri hjá … Lesa meira

Bæta við Íslands­ferðum frá Ítalíu

Norð­ur­hluti Ítalíu fór mjög illa út úr fyrstu bylgju Covid-19 en þrátt fyrir það opnaði Wizz Air starfstöð á flug­vell­inum í Malpena við Mílanó nú í sumar­byrjun. Í fram­haldinu voru áætl­un­ar­ferðir þaðan til Íslands settar á dagskrá og var jómfrú­ar­ferðin farin í byrjun júlí. Síðan þá hafa þotur ungverska lággjalda­flug­fé­lagsins flogið hingað þrisvar í viku … Lesa meira

Fjórða hverjum starfs­manni Kastrup sagt upp störfum

Flug­völl­urinn við Kastrup í Danmörku hefur lengi verið fjöl­farn­asta flug­höfn Norð­ur­landa. Nú hefur farþeg­unum hins vegar fækkað ört vegna kórónu­veirukrepp­unnar og stjórn­endur flug­vall­arins gera ráð fyrir að umferðin muni ekki ná fyrri hæðum í bráð. Af þeim sökum verður 650 af um 2600 starfs­mönnum flug­vall­arins sagt upp störfum samkvæmt því sem fram kemur í tilkynn­ingu. … Lesa meira

Hafa tekið úr sölu allt flug milli Parísar og Íslands

Eftir fall WOW air í fyrra þá fjölguðu stjórn­endur fransk-hollenska flug­fé­lagsins Transavia ferð­unum til Íslands frá París. Auk þess hóf félagið flug hingað frá Amsterdam og nú í sumar bættust við viku­legar brott­farir frá frönsku borg­inni Nantes. Nú er aftur á móti ekki lengur hægt að bóka flug með Transavia frá París til Íslands en … Lesa meira

Yfir­maður tekju­stýr­ingar Icelandair hættur

Bætt tekju­stýring var hluti þeirra betr­um­bóta sem stjórn­endur Icelandair töldu sig sjá í rekstr­inum í byrjun þessa árs líkt og kom fram í máli Boga Nils Boga­sonar, forstjóra félagsins nú í febrúar. En þá hafði Írinn Bryan O´Sullivan verið yfir­maður tekju­stýr­ingar flug­fé­lagsins í tæpt ár. Nú er O´Sullivan aftur á móti hættur hjá flug­fé­laginu. Þetta … Lesa meira

Enginn opinber stuðn­ingur frá eigendum Icelandair

Það eru ekki mörg flug­félög sem hafa lagt í hluta­fjárútboð í yfir­stand­andi heims­far­aldri. Óvissan í ferða­geir­anum er nefni­lega gríð­arleg og erfitt er að spá fyrir um tekjur flug­fé­laga næstu misseri. Á sama tíma hefur skulda­hali þeirra lengst líkt og umfangs­mikil útgáfa inneign­ar­bréfa er dæmi um.  Virði flug­fé­laga hefur líka hríð­fallið vegna Covid-19 og þar með … Lesa meira

Stjórn­ar­maður PAR Capital selur öll sín hluta­bréf

Næst stærsti hlut­hafinn í Icelandair Group er banda­ríski vogun­ar­sjóð­urinn PAR Capital Mana­gement. Stjórn­endur sjóðsins einbeita sér að fjár­fest­ingum í flug- og ferða­geir­anum og þannig hefur PAR Capital lengi verið meðal stærstu hluta­hafa United Airlines. Forsvars­menn vogun­ar­sjóðsins voru þó ekki ánægðir með gang mála hjá banda­ríska flug­fé­laginu í ársbyrjun 2016 og vildu forstjórann burt. Sá hélt … Lesa meira

79 prósent færri áætl­un­ar­ferðir til útlanda

Eftir að flug milli Evrópu­landa hófst á ný um miðjan júní þá bættist í hóp þeirra flug­fé­laga sem tóku upp þráðinn í Íslands­fluginu. Seinni hlutann í júní sinntu þannig sjö flug­félög áætl­un­ar­ferðum til Kefla­vík­ur­flug­vallar. Í júlí voru þau svo þrettán talsins. Til saman­burðar voru flug­fé­lögin tuttugu og þrjú í júlí í fyrra. Fjöldi áætl­un­ar­ferða jókst … Lesa meira

Bið fram í næstu viku eftir Icelandair

Það hefur reynst tíma­frekara en lagt var upp með að undirbúa hluta­fjárútboð Icelandair samsteyp­unnar. Upphaf­lega stóð til að birta fjár­festa­kynn­ingu þann 16. júní og ljúka útboðinu í byrjun júlí. Sá frestur hefur nú verið fram­lengdur á ný því samkvæmt tikynn­ingu sem flug­fé­lagið sendi frá sér í gærkvöld þá tókst ekki að ljúka viðræðum við alla … Lesa meira

Söknuðu átta af hverjum tíu hótelgestum

Heild­ar­fjöldi greiddra gistinátta í júní síðast­liðnum dróst saman um 72 prósent saman­borið við júní 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79 prósent og um 75 prósen á gisti­heim­ilum samkvæmt tilkynn­ingu frá Hagstof­unni. Þar kemur jafn­framt fram að fækk­unin á öðrum tegundum gisti­staða, t.d. farfugla­heim­ilum, orlofs­húsum og tjald­svæðum nam 63 prósentum. Um 86 prósent … Lesa meira