Hér er leitarvél HotelsCombined og hún getur einfaldað leitina að hagstæðasta hóteltilboðinu því hún ber saman kjör hjá bókunarsíðum eins og Booking.com, Hotels.com og fleiri slíkum. HotelsCombined er margverðlaunuð og var nýverið valin besta hótelleit heims að mati ferðaritsins Frommers. Gallinn við hana er þó sá að stundum birtir hún tilboð án söluskatts. Endanlegt verð kemur þó upp áður en gengið er frá pöntun.

Viltu að hótelið verði einn af hápunktum ferðarinnar?

Hjá Tablet Hotel er hægt að bóka úrval gististaða sem flokkast sem „Design” eða “Boutique” hótel. Það getur verið gaman að skoða kostina sem þar eru í boði þó oft sé verðið í hærri kantinum en það er þó ekki algilt. Smelltu hér til að leita.

Ertu að leita að orlofshúsi eða íbúð?

Túristi hefur tekið saman yfirlit yfir nokkrar síður sem sérhæfa sig í útleigu á húsum, íbúðum og jafnvel herbergjum til ferðamanna. Smelltu hér til að leita.