Nú þegar ferðaþjónustan stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Og af hinum gríðarlega mikla lestri að dæma og endurteknum heimsóknum þá mælist vinna mín vel fyrir víða. Það er aftur á móti krefjandi fjárhagslega að halda úti svona sérhæfðum fjölmiðli í fámennu landi. Sérstaklega núna þegar útlit er fyrir að eini tekjustofninn, auglýsingar, muni veikjast verulega.
Ef þér þykir gagn í skrifum Túrista þá sérðu vonandi ástæðu til að styðja við útgáfuna með mánaðarlegu framlagi eða eingreiðslu. Það yrði mér mikils virði.
Með von um góð viðbrögð,
Kristján Sigurjónsson