Samfélagsmiðlar

airberlin

Forsíðaairberlin

Á hefðbundnu sumarkvöldi lenda á Keflavíkurflugvelli þotur nokkurra evrópskra flugfélaga sem fara svo í loftið á ný skömmu eftir miðnætti. Icelandair hefur einnig verið stórtækt á þessum tíma sólarhringsins og boðið upp á næturflug til nokkurra áfangastaða í Evrópum. Nú hafa stjórnendur Icelandair hins vegar flutt næturflugin til morguns og þar með fækkar næturferðunum frá …

icelandair wow

Eru Icelandair og WOW air orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika á sama hátt og stærstu bankar landsins? Þessari spurningu var velt upp í greiningu Landsbankans í haust og þar var jafnframt spurt hvort útbúa þurfi viðbragðsáætlun sem hægt er grípa til ef flugfélögin lenda í vanda. Þess háttar áætlun er nú í bígerð líkt …

Í sumarlok óskuðu forsvarsmenn Airberlin eftir greiðslustöðvun í von um að geta leyst úr vanda þessa næststærsta flugfélags Þýskalands. Það kom hins vegar á daginn að dagar félagsins væru taldir og á föstudaginn lagði Airberlin endanlega niður starfsemi. Þar með lýkur 38 ára sögu Airberlin en félagið hefur boðið upp á Íslandsflug frá árinu 2006 …

At midnight time local time Keflavik, Iceland an Airberlin flight bound to Dusseldorf was cancelled after the plane got seized by ISAVIA, the Airport authorities in Iceland. Due to unpaid airport and passenger charges according statement by ISAVIA. Ever since Air Berlin filed for insolvency last August the airline has had to pay upfront for all …

Löngu áður en ferðaþjónustan á Íslandi fór að blómstra hóf Airberlin að fljúga hingað reglulega frá nokkrum borgum í Þýskalandi yfir sumarmánuðina. Síðar bættist við heilsársflug frá Berlín og Dusseldorf en nú er sögu flugfélagsins hér á landi að ljúka því í dag er ekki hægt að bóka far með félaginu frá Íslandi frá og …

berlin sol

Aðeins þremur dögum eftir að stjórnendur Airberlin fóru fram á greiðslustöðvun tilkynntu forsvarsmenn Icelandair að félagið myndi hefja flug til Berlínar allt árið um kring. Fyrsta ferðin verður farin í nóvember og munu þotur félagsins lenda á Tegelflugvelli í vesturhluta borgarinnar. Aðspurður um hvort ástandið hjá Airberlin hafi eitthvað með ákvörðunina að gera segir Guðjón …

Tólftu sumarvertíð Airberlin á Keflavíkurflugvelli er senn að ljúka en framtíð þess næststærsta flugfélags Þýskalands er óljós eftir að forsvarsmenn þess óskuðu eftir greiðslustöðvun í vikunni. Þýska ríkið hljóp undir bagga og veitti félaginu lán sem á að duga til rekstursins í þrjá mánuði eða svo og aðalkeppinauturinn, Lufthansa, íhugar að taka félagið upp á …

airberlin 860

Forsvarsmenn Airberlin fóru fram á greiðslustöðvun í gær en þetta næst stærsta flugfélag Þýskalands hefur verið stórtækt í Íslandsflugi allt frá því að jómfrúarferðin hingað var farin sumarið 2006. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að þýska ríkið, Lufthansa og fleiri aðilar ætli að styðja rekstur félagsins næstu misseri og engar breytingar verði gerðar á flugáætluninni. …