Samfélagsmiðlar

Áskrift

ForsíðaÁskrift

Fá því skömmu fyrir jól hefur það hent að gestir sem ætluðu upp í Eiffelturninn í París eða út í örfiriseyna Mont Saint-Michel í Normandí hafa komið að lokuðum hliðum. Ástæður truflana í gangverki þessara vinsælu ferðamannastaða má rekja til þess að starfsmenn hafa lagt niður vinnu vegna óánægju með álagið sem fylgir of mörgum …

Ferðaþjónustan í heiminum hefur beðið þess með óþreyju að sjá fleira ferðafólk frá Kína. Ekki síst er kínverskra ferðamanna saknað í Bandaríkjunum en fleiri markaðssvæði hafa fundið sárt fyrir því hversu hæg aukning hefur orðið í utanferðum Kínverja frá lokum Covid-faraldursins, nægir að nefna Tæland. Á sama tíma og alþjóðaflug fór hægt af stað þá …

Nokkrir stærstu fjölmiðlar Noregs og Svíþjóðar heyra undir norsku samsteypuna Schibsted sem einnig er stórtæk í rekstri vefsíðna sem sérhæfa sig í sölu á notuðum varningi og verðsamanburði á hinu og þessu. Schibsted er skráð á hlutabréfamarkað og velti um 150 milljörðum íslenskra króna fyrstu 9 mánuði ársins. Til samanburðar nam velta Sýnar 17 milljörðum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Þessar breytingar á álögum á skemmtiferðaskipin sem koma til Grænlands taka gildi 1. janúar 2024. Við gerð fjárlaga síðasta árs náðist samkomulag milli flokkanna á grænlenska þinginu um að hefja að nýju innheimtu farþegagjalda. Hafnargjald var látið leysa farþegagjald af hólmi árið 2015. Vegna fjölgunar skemmtiferðaskipa og álagsins sem fylgir komum þeirra fyrir lítil samfélög …

norwegian vetur

„Umferðin í nóvember er alla jafna minni og líka í janúar og febrúar. Þú hefur þá um tvennt að velja. Fljúga með óbreyttum hætti, lækka verðið og fljúga hálftómum þotum. Hinn kosturinn er að minnka framboðið og spara pening. Áður fyrr valdi Norwegian fyrri leiðina en nýir stjórnendur hafa kosið seinni kostinn," sagði Svein Harald …

Lestarsamgöngur léku stórt hlutverk í þróun Bandaríkjanna, frá iðnvæðingu við austurströndina að landnámi aðflutts fólks á vesturströndinni. Lestin var tákn nýrra tíma með hraða sínum og afköstum. Hinsvegar urðu Bandaríkin draumaland bílsins og lestarsamgöngum hnignaði.  Nú á tímum loftslagsbreytinga er hinsvegar runnin upp tími endurreisnar lestarsamgangna. Einn helsti ávinningur Biden, Bandaríkjaforseta, í þessum efnum var …

Til að leggja mat batann í fluggeiranum eftir heimsfaraldur þá er umferðin í dag borin saman við stöðuna á sama tíma árið 2019. Það ár einkenndist hins vegar af miklum samdrætti á Keflavíkurflugvelli vegna gjaldþrots Wow Air í mars. Metárið 2018 gefur því í raun betri mynd af stöðunni enda eru íslensku flugfélögin nú tvö …

Allir sem lenda í því að flugferð er aflýst vilja auðvitað fá það bætt. Reglur um þetta eru þó mismunandi eftir heimshlutum. Lagalegur rammi um réttindi farþega er þó skýrastur á Evrópska efnahagsvæðinu en samt lenda farþegar þar iðulega í vandræðum og fá ekki endilega úrlausn sinna mála eins fljótt og vel og ætlast má …

„Við höfum okkar sýn að mestu frá viðskiptavinunum og okkur heyrist árið hafa verið ágætt í hótelrekstri, mjög fínt í sölu á skipulögðum ferðum og hjá bílaleigunum hafa síðustu tvö ár verið miklu betri en hægt var að ímynda sér eftir Covid. Bílaflotinn var minnkaður í faraldrinum og starfsfólki fækkaði en svo þegar ferðamannastraumurinn kom …

Fækka ferðunum til bandarísku höfuðborgarinnar

Þegar bæði rekstur Icelandair og Wow Air var réttum megin við núllið þá nýttu keppinautarnir sitthvorn flugvöllinn fyrir ferðir sínar til höfuðborgar Bandaríkjanna. Icelandair flug til Dulles flugvallar og Wow Air til Baltimore-Washington flugvallar. Báðir eru þeir álíka langt frá Hvíta húsinu. Þegar samkeppnin harðnaði fóru félögin inn á svæði hvors annars á bandaríska höfuðborgarsvæðinu …

Í fyrstu drögum áætlunar um aðgerðir í tengslum við ferðamálastefnu til ársins 2030 kemur fram hugmynd um að lagt verði á sérstakt innviðagjald á skemmtiferðaskip sem flytja ferðamenn til Íslands og fara með þá hringinn í kringum það. „Gjaldtakan miðist við að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra aðila,“ segir í fyrstu tillögum starfshópa ferðamálaráðherra, sem …

Ársverðbólga mælist nú 8 prósent sem er hækkun um 0,4 prósent frá því í október. Skýringin liggur meðal annars í auknum kostnaði vegna búsetu í eigin húsnæði því sá liður hækkaði um 2,1 prósent og vegur þungt í vísitölunni. Flugmiðar til útlanda lækkuðu mest allra liða neysluverðsvísitölunnar eða um 12,8 prósent á milli mánaða. Á …

Stjórnendur Icelandair felldu úr gildi spá sína um afkomu ársins í síðustu viku og nú hafa kollegar þeirra hjá Play gert slíkt hið sama. Þetta er í annað sinn í ár sem félögin tvö vara fjárfesta við versnandi horfum. Það var fyrst gert í byrjun september þegar olíuverð hafði hækkað umtalsvert en núna skrifast staðan …

Það var sjálfur Edward Elgar, eitt þekktasta tónskáld Englendinga sem opnaði formlega hlómplötuverslun His Master´s Voice eða HMV í húsi við Oxfordstræti númer 363 árið 1921. Merki HMV sýndi málverk Francis Barrauld frá 1898 af hundinum Nipper af Mongrel-kyni að hlusta á hjóðin úr grammófón og varð táknmynd þessarar nýju miðlunar á tónlist til almennings. …

Skógareldar í Portúgal

Portúgölsk stjórnvöld samþykktu árið 2021 ýmsar reglur og lagaleg fyrirmæli um að aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum en þrír hópar aðgerðasinna segja að þessu hafi ekki verið nægilega vel fylgt eftir og tímamörk hafi ekki verið virt. Þessir hópar umhverfisverndarsinna, Ultimo Recurso, Quercus og Sciaena, tilkynntu í gær um málshöfðun á hendur ríkinu fyrir …

Þetta kemur skýrt fram í umsögn sem samtökin hafa sett í Samráðsgátt stjórnvalda. Undir greinargerð Cruise Iceland rita Pétur Ólafsson, formaður og hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, og Sigurður Jökull Ólafsson, varaformaður og markaðsstjóri Faxaflóahafna. Það eru einkum þær hugmyndir í fyrirliggjandi drögum að aðgerðaáætlun sem lúta að álagsstýringu á fjölsóttum áfangastöðum og innviðagjaldi sem hafnarstjórar og …

Fyrsta ferð kínverska flugfélagsins Juneyao Airlines til Keflavíkurflugvallar frá Sjanghæ, með millilendingu í Helsinki, var upphaflega á dagskrá í lok mars 2020 en vegna kórónuveirufaraldursins varð ekkert af reglulegu Íslandsflugi kínverska flugfélagsins. Ísland var ekki eini áfangastaðurinn sem stjórnendur Juneyao Airlines horfðu til fyrir heimsfaraldurinn og þessa dagana eru þeir að dusta rykið af áformum …