Samfélagsmiðlar

Austurríki

ForsíðaAusturríki

Það var í febrúar í ár sem Wizz Air fór jómfrúarferð sína til Íslands frá Vínarborg og er þetta fyrsta heilsárs áætlunarflugið milli Austurríkis og Íslands. Áður takmörkuðust samgöngurnar við næturflug austurrískra flugfélaga hingað á sumrin svo skíðaflug yfir háveturinn. Núna er aftur á móti hægt að fljúga beint héðan til Vínar allt árið um …

vin2

Næturflug yfir hásumarið hefur lengi verið eina beina flugið milli Íslands og Vínarborgar en í vetrarlok hóf Wizz Air að fljúga hingað frá austurrísku höfuðborginni og mun halda ferðunum úti í allan vetur. Þessari samgöngubót hafa Íslendingar tekið vel því samkvæmt tölum ferðamálaráðs Vínarborgar þá fjölgaði íslenskum gestum á hótelum borgarinnar um rúman helming á …

vin2

Samgöngurnar milli Íslands og Austurríki munu glæðast í næsta mánuði þegar ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air hefur áætlunarflug hingað frá Vínarborg. Aldrei áður hafa reglulegar ferðir verið í boði héðan til austurrísku borgarinnar yfir vetrarmánuðina. Wizz Air áformar að fljúga þrjár ferðir í viku og verður sú fyrsta farin laugardaginn 16. febrúar. Í dag kostar sætið …

Skíðaferðir eru vanalega hluti af úrvalinu hjá umsvifamestu ferðaskrifstofum landsins enda margir áhugasamir um þess háttar reisur. Í fyrravetur drógu Heimsferðir sig hins vegar út af þessum markaði og buðu ekki upp á neinar ferðir til Lungau eða Flachau. Þessi austurrísku skíðasvæði höfðu lengi verið verið hluti af vetrardagskrá ferðaskrifstofunnar. Ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu er sú …

vin2

Í sumar verður úrvalið af flugferðum héðan til Austurríkis helmingi minna en áður. Skrifast það á brotthvarf FlyNiki en rekstur þessa austurríska flugfélags stöðvaðist í vetur þegar móðurfélagið, hið þýska Airberlin, varð gjaldþrota. FlyNiki hafði um árabil boðið upp næturflug frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina í samkeppni við leiguflugfélagið Austrian Holidays. Það síðarnefnda er nú eitt …

vin2

Í sumar verða í boði áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli til 9 borga í Þýskalandi og þriggja í Sviss og ríkir samkeppni á flestum þessara flugleiða. Á sama tíma er framboð á flugi héðan til nágrannalandsins Austurríkis lítið og verður minna í sumar en undanfarin ár vegna þess að rekstur FlyNiki stöðvaðist í byrjun vetrar. Þar með …

„Ferðirnar okkar til Kitzbühel eru nærri uppseldar og biðlistinn er langur. Af þeim 900 sætum sem voru í boði til Austurríkis eigum við 6 sæti laus í mars. En þá eigum ennþá nokkur sæti eftir til Whistler í Kanada,” segir Jóhann Pétur Guðjónsson, hjá GB-ferðum, sem bjóða meðal annars upp á skíðaferðir til N-Ameríku og …

Síðustu sumur hafa FlyNiki og leiguflugfélagið Austrian Holidays boðið upp á næturflug frá Keflavíkurflugvelli til Vínarborgar. Starfsemi þess fyrrnefnda var nýverið lögð niður og eftir stendur þá Austrian Holidays en þrátt fyrir sitja eitt að flugleiðinni þá segir talsmaður fyrirtækisins, í svari við fyrirspurn Túrista , að ekki standi til að bæta í Íslandsflugið í …