Samfélagsmiðlar

ferðamálastjóri

Forsíðaferðamálastjóri

„Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða. Með fjármögnun Wow heldur sú mikla samkeppni sem verið hefur í flugi til og frá landinu áfram,” segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, um þau tíðindi að skuldabréfaútboði WOW air er nú lokið. „Umfangsmiklar og tíðar flugsamgöngur hafa verið undirstaðan í vexti ferðaþjónustunnar á Íslandi og því mikilvægt að þetta verkefni …

Um áramót hefst skipunartími nýs ferðamálastjóra en Ólöf Ýrr Atladóttir, sem gegnt hefur embættinu síðastliðinn áratug, hafði áður gefið út að hún myndi ekki sækja um stöðuna á ný. Þegar Ólöf Ýrr var ráðin sóttu 50 manns um starfið en núna voru umsækjendurnir 23 talsins en umsóknarfrestur rann út um mánaðarmótin. Gerð var krafa um meistarapróf …

„Ráðuneytið finnur fyrir miklum áhuga á embætti ferðamálastjóra og væntir þess að töluverður fjöldi umsókna berist fyrir lok umsóknarfrests þann 31. október," segir Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu ferðamála í atvinnuvegaráðuneytinu. En ráðuneytið auglýsti stöðu ferðamálastjóra lausa til umsóknar í síðustu viku og hyggst Ólöf Ýrr Atladóttir, sem hefur gegnt embættinu frá ársbyrjun 2008, ekki …

Það er ekki nauðsynlegt að nýr ferðamálastjóri hafi reynslu af ferðaþjónustu en viðkomandi skal vera vanur stjórnandi, með meistarapróf og vera framkvæmdaglaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í auglýsingu á vef stjórnarráðsins þar sem staða ferðamálastjóra til næstu fimm ára er auglýst. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út eftir hálfan mánuð …

Staða ferðamálastjóra verður auglýst á næstunni en Ólöf Ýrr Atladóttir, sem skipuð var í stöðuna í ársbyrjun 2008, verður ekki meðal umsækjenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á Ferðamálaþingi sem fór fram í vikunni. Þar sagði Ólöf Ýrr meðal annars að ráðherrum væri heimilt að auglýsa stöður embættismanna á fimm ára fresti og að undanförnum …

Er fjöldi ferðamanna á Íslandi ofmetinn? Þessa spurningu bar Túristi upp í vor og vísaði þar til þess að farþegar sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli og skipta þar um flugfélag eru taldir sem ferðafólk hér á landi í talningu Ferðamálastofu. Jafnvel þó fólkið fari aldrei út úr Leifsstöð. Fréttaskýring Túrista um málið vakti það mikið …