Samfélagsmiðlar

ferðamenn

Forsíðaferðamenn

Það eru tíðar flugferðir í boði milli Íslands og Bandaríkjanna en aftur á móti er ekkert flogið héðan til landa sunnan við bandarísku landmærin. Þaðan koma þó sífellt fleiri ferðamenn samkvæmt því sem lesa má út úr gistináttatölum Hagstofunnar. Þar má sjá hversu margar gistinætur Brasilíumenn og svo annars vegar aðrir íbúar Suður- og Mið-Ameríku …

icelandair radir

„Við erum viljandi, út af krefjandi aðstæðum á Via-markaði, að stýra tekjumynduninni inni á To og From,” sagði Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, á afkomufundi samsteypunnar í apríl í fyrra. Vísaði hún þar til þess að markaðurinn fyrir tengiflug (Via) væri erfiður. Áherslan hjá Icelandair á nýliðnu ári var þar með á farþega á leið …

Þegar horft er til þess hversu margir ferðamenn heimsækja París á ári hverju og hversu stór borgarlandið er þá lætur nærri að 453 ferðamenn séu um hvern ferkílómetra þar í borg. Í Barcelona eru þeir 234 á ferkílómetra en þéttleikinn er ennþá meiri í Palma, Phuket og Pattaya eins og sjá má. Svona úttektum skal …

Við gjaldþrot WOW air fækkaði erlendum ferðamönnum hér á landi verulega í samanburði við síðustu tvö ár. Fjöldinn var þó alltaf nokkru meiri en árið 2016 og þannig komu hingað um 442 þúsund ferðamenn fyrstu þrjá mánuðina eftir fall WOW. Á sama tímabili árið 2016 voru þeir um tíund færri. Í nýliðnum júlí snérist dæmið …

Það sem af er ári hafa 588 þúsund erlendir farþegar flogið frá Keflavíkurflugvelli og nemur samdrátturinn um átta af hundraði miðað við fyrstu fjóra mánuðina í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í samanburði fyrsta þriðjung ársins 2017 þá er samdrátturinn líka þónokkur en ef litið er lengra aftur í tímann er þróunin önnur. Ferðamannahópurinn hefur til að …

Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á sumrin og þar á eftir koma Þjóðverjar. Bandarísku túristarnir eru reyndar miklu fleiri en þeir þýsku. Í júní fyrra flugu héðan um 72 þúsund Bandaríkjamenn á meðan Þjóðverjarnir voru um 50 þúsund færri. Í nýliðnum júní breikkaði bilið umtalsvert þegar bandarísku ferðamennirnir voru um 93 þúsund en …

Einu opinberu upplýsingarnar sem til eru um flugumferð til og frá Keflavíkurflugvelli, eftir flugfélögum og flugleiðum, eru samantektir Túrista sem birtar hafa verið mánaðarleg allt frá árinu 2011. Þær upplýsingar ná þó aðeins yfir fjölda brottfara en ekki fjölda farþega. Á þeim upplýsingum situr Isavia á meðan flugmálayfirvöld í mörgum öðrum löndum, t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi …

Gistinætur útlendinga voru í heildina 695 þúsund í maí síðastliðnum og þar af áætlar Hagstofan að um 120 þúsund hafi verið í heimagistingu á vegum Airbnb og sambærilegra fyrirtækja. Aðeins er hægt að greina hótelgistinguna eftir þjóðernum og samkvæmt þeirri úttekt voru það Bandaríkjamenn sem juku kaup sín á hótelgistingu mest eða um 6 þúsund nætur …

Það sem af er ári hefur erlendum ferðamönnum ekki fjölgað í takt við það sem spár Isavia gerðu ráð fyrir og það er minna um bókanir á Íslandsferðum í sumar. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs hjá Isavia, á morgunverðarfundi fyrirtækisins nú í morgun. Af þessum sökum hefur Isavia endurskoðað fyrri spá …

Kínverjar voru sjötta fjölmennasta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi á síðasta ári og fjölgaði þeim þá um fjórðung frá árinu á undan. Í heild heimsóttu um 86 þúsund Kínverjar Ísland í fyrra en spár kínverskra stjórnvalda munu gera ráð fyrir stóraukinni ásókn þarlendra í Íslandsferðir. Og það gæti orðið raunin þegar beint flug …

Er fjöldi ferðamanna á Íslandi ofmetinn? Þessa spurningu bar Túristi upp í vor og vísaði þar til þess að farþegar sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli og skipta þar um flugfélag eru taldir sem ferðafólk hér á landi í talningu Ferðamálastofu. Jafnvel þó fólkið fari aldrei út úr Leifsstöð. Fréttaskýring Túrista um málið vakti það mikið …

ferdamenn cataratas do iguacu brazil henrique felix

Hér á landi fölgaði ferðafólki um rúmlega helming á fyrsta þriðjungi ársins samkvæmt talningu Ferðamálastofu og nam fjöldin nærri 606 þúsundum. Á heimsvísu voru ferðamennirnir hins vegar 369 milljónir á þessu tímabili sem er aukning um 21 milljón frá sama tíma í fyrra samkvæmt nýrri úttekt ferðamálastofnunnar Sameinuðu þjóðanna. Hlutfallslega nemur viðbótin sex af hundraði …

kanada fani

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir auknar flugsamgöngur og nýjar áætlunarferðir á vegum Air Canada hins til lands.