Samfélagsmiðlar

ferðir

Forsíðaferðir

Í vetur hefur norska lággjaldaflugfélagið Norwegian verið stórtækt í flugi héðan til bæði Tenerife og Las Palmas á Kanarí. Í lok mars er aftur á móti komið af síðustu ferðum félagsins til þessara vinsælustu sólarstaða. Að minnsta kosti í bili því ennþá er ekki ljóst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju í haust. Af …

Verulega hefur dregið úr flugsamgöngum til og frá Kína síðustu vikur vegna kórónaveirunnar sem rakin er til borgarinnar Wuhan. Til marks um það þá völdu stjórnendur kínverska Juneyao Airlines að hætta við fyrstu ferðir flugfélagsins til Íslands nú í lok vetrar. Og nú hefur forsvarsfólk Heimsferða og Vita fellt niður ferðir sínar til Kína í apríl …

Nú í sumar mun hið fransk-hollenska Transavia ekki aðeins fljúga hingað frá París og Amsterdam heldur líka Nantes í Frakklandi líkt og Túristi hefur áður greint frá. Aðeins verða í boði vikulegar ferðir yfir hásumarið til Nantes og af farmiðaverðinu að dæma þá hefur salan gengið vel. Alla vega er áberandi að ódýru fargjöldin eru vandfundin. …

Þegar horft er til sölu á sólarlandaferðum þá eru Heimsferðir, Úrval-Útsýn og Vita langstærstu ferðaskrifstofur landsins. Hjá þeim tveimur síðarnefndu takmarkast framboð sumarsins við ferðir til Spánar á meðan Heimsferðir bjóða einnig upp á reglulegar brottfarir til Ítalíu og Krítar. Gríska eyjan hefur reyndar verið hluti af sumarpróprammi hjá Vita síðustu ár en ekki að þessu …

Stjórnendur flugfélagsins Jet2.com og ferðaskrifstofunnar Jet2CityBreaks, hafa ákveðið að fjölga ferðunum til Íslands næsta vetur. Hingað til hafa ferðir þessara systurfélaga hingað til lands aðeins verið fyrir farþega sem hefja ferðalagið í Bretlandi. Núna er aftur á móti hægt að bóka flug með félaginu héðan til Birmingham og Manchester en aðeins í október og nóvember. …

flug danist soh

Hinni formlegu vetraráætlun fluggeirans lýkur 28. mars og strax í kjölfarið fer ferðunum til og frá Keflavíkurflugvelli að fjölga. En þangað til stendur farþegum til boða áætlunarflug til fjörutíu og sex borga og bæja út í heimi. Það er þremur borgum minna en gert var ráð fyrir í byrjun vetrar þegar ennþá var reiknað með …

Engin þjóð sækir jafn mikið í vetrarferðir til Íslands og Bretar gera. Síðastliðinn vetur stóðu Bretarnir undir fjórðungi af heildarfjölda ferðamanna hér á landi og bara í febrúar sl. komu hingað nokkru fleiri breskir túristar en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá. Óhætt er að segja að aðdráttarafl íslenska vetrarins hjá Bretum skrifast að töluverðu leyti á …

Það var í febrúar í ár sem Wizz Air fór jómfrúarferð sína til Íslands frá Vínarborg og er þetta fyrsta heilsárs áætlunarflugið milli Austurríkis og Íslands. Áður takmörkuðust samgöngurnar við næturflug austurrískra flugfélaga hingað á sumrin svo skíðaflug yfir háveturinn. Núna er aftur á móti hægt að fljúga beint héðan til Vínar allt árið um …

Áætlanagerð Þjóðverja hefur lengi verið rómuð og þýskt verkvit ein helsta útflutningsvara Þýskalands. Það átti því líklega enginn von á því að vígslu Brandenburg flugstöðvarinnar við Schönefeld flugvöll, í austurhluta Berlínar, yrði slegið á frest sumarið 2012. Það varð hins vegar raunin og rúmum sjö árum síðar eru farþegar ekki ennþá farnir að ganga um …

Frakkland hefur lengi verið það land sem flestir útlendingar heimsækja og Frakkar eru fjölmennir í hópi ferðamanna hér á landi. Engu að síður hefur fókusinn í Frakklandsflugi Icelandair verið á París á meðan WOW hélt úti flugi til bæði höfuðborgarinnar en líka til Lyon á sumarin. Sumarið 2018 nýttu nærri 19 þúsund farþegar sér flug …

Þegar horft er til þess hversu margir ferðamenn heimsækja París á ári hverju og hversu stór borgarlandið er þá lætur nærri að 453 ferðamenn séu um hvern ferkílómetra þar í borg. Í Barcelona eru þeir 234 á ferkílómetra en þéttleikinn er ennþá meiri í Palma, Phuket og Pattaya eins og sjá má. Svona úttektum skal …

Fyrir þremur árum síðan hóf norska flugfélagið Norwegian að fljúga þotum sínum hingað frá Madríd og Barcelona yfir vetrarmánuðina og í kjölfarið margfaldaðist fjöldi spænskra ferðamanna hér á landi yfir kaldasta hluta ársins. Síðastliðinn vetur komu hingað 25 þúsund Spánverjar en þeir voru rétt um sjö þúsund veturinn áður en Norwegian hóf að fljúga hingað …

Pólska borgin Kraká var lengi hluti af leiðakerfi Iceland Express og þangað flugu líka þotur WOW air þegar félagið var að hefja starfsemi. Síðan lögðust ferðirnar þangað af og þó flugsamgöngurnar milli Íslands og Póllands hafi stórbatnað síðustu ár þá hefur Kraká ekki komist á kortið á ný. Þar til í þessari viku þegar Wizz …

Jómfrúarferð  Wizz Air, frá Vilníus í Litháen til Íslands, var farin haustið 2016 og þá var ætlunin að starfrækja flugleiðina allt árið um kring. Af því varð þó ekki því síðasta vetur lágu ferðirnar niðri en nú ætla stjórnendur þess  ungverska lággjaldaflugfélags að gera aðra tilraun. „Við sáum að eftirspurn eftir þessari flugleið yfir vetrarmánuðina …

Ef stefnan er sett út í heim í vetur þá stendur þér til boða reglulegt áætlunarflug til 47 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli. Það er nokkuð minna en síðastliðinn vetur þegar áfangastaðirnir voru 60 talsins. Meðal þeirra borga sem dottnar eru út af vetrardagskrá Keflavíkurflugvallar eru Los Angeles, Mílanó, Portland, Róm, Montreal og Detroit. Í ofan …

Í byrjun desember fara þotur Capo Verde Airlines jómfrúarferðir sínar til borganna Lagos í Nígeríu, Luanda í Angóla, Porto Alegre í Brasilíu og Washington í Bandaríkjunum. Þar með verða áfangastaðirnir flugfélagsins í Evrópu, Afríku og Suður- og Norður-Ameríku þrettán talsins. Og á sama tíma stækkar flugfloti þess úr þremur Boeing þotum í fimm. Flugfélagið er að meirihluta í …

vin2

Næturflug yfir hásumarið hefur lengi verið eina beina flugið milli Íslands og Vínarborgar en í vetrarlok hóf Wizz Air að fljúga hingað frá austurrísku höfuðborginni og mun halda ferðunum úti í allan vetur. Þessari samgöngubót hafa Íslendingar tekið vel því samkvæmt tölum ferðamálaráðs Vínarborgar þá fjölgaði íslenskum gestum á hótelum borgarinnar um rúman helming á …

kanari strond

Fjöldi íslenskra ferðamanna á Tenerife og Kanarí hefur aukist hratt síðustu ár og í vetur verða flugferðirnar þangað tíðari en áður. Ferðamálayfirvöld á Kanaríeyjum virðast þó telja að eyjarnar eigi þónokkuð inni og bjóða nú hátt í 175 þúsund evrur, eða tæpar 24 milljónir króna, í styrk til flugfélags eða ferðaskrifstofu sem hefur beint flug …