Samfélagsmiðlar

flug

Stuttu eftir að Airbus flugvélaframleiðandinn svipti hulunni af hinum óvenju langdrægu A321 XLR þotum árið 2019 þá lagði Bill Franke, sá sem íhugaði að kaupa stóran hlut í Wow Air, inn pöntun á fimmtíu eintökum af þotunni. Fjárfestingafélag Franke, Indigo Partners, bætti svo pöntun á 255 flugvélum frá Airbus til viðbótar í hittifyrra.

Það verða á boðstólum reglulegar flugferðir héðan til hátt í 70 erlendra borga í sumar sem er nokkru minna en sumarið 2018 þegar umferðin um Keflavíkurflugvöll náði hámarki. Til viðbótar við áætlunarflugið þá eru stærstu ferðaskrifstofur landsins með tíðar ferðir á vinsæla sólarlandastaði og allir nema einn teljast til Spánar. Með því að slá inn …

SAS í Asíuflugi

Á ráðstefnu forystufólks í flugheiminum sem haldin var í Doha í Katar nú á dögunum var stríðið í Úkraínu og áhrif þess á alþjóðaflugið helsta umræðuefnið. Stríðið veldur því að evrópsk flugfélög neyðast til að taka á sig mikinn krók suður fyrir rússneska lofthelgi á leið til Austur-Asíu. Þetta er veruleikinn þegar opnað verður að …

Þotur Wow air flugu reglulega til Kanaríeyja og félagið var það umsvifamesta í Spánarflugi frá Íslandi. Norwegian tók svo við keflinu með áætlunarflugi héðan til fimm spænskra áfangastaða. Þar á meðal til Tenerife og veturinn 2018-19 flutti félagið sex af hverjum tíu farþegum sem áttu leið þangað frá Keflavíkurflugvelli. Nú hefur Norwegian hins vegar lokað …

Nú fyrir páska er á dagskrá fyrsta áætlunarferð ársins á vegum Vueling hingað til lands. Munu þotur félagsins fljúga tvær ferðir milli Keflavíkurflugvallar og El Prat í Barcelona í kringum páskahátíðina. Í byrjun maí hefst svo formlegt áætlunarflug og gerir Vueling ráð fyrir að fljúga frá héðan til Barcelona öll mánudags, fimmtudags og laugardagskvöld fram …

Þotur Icelandair hafa um langt árabil flogið tvær ferðir á dag til Heathrow flugvallar og það var nóg til að þessi fjölfarnasta flughöfn Evrópu var ávallt helsta samgöngumiðstöðin fyrir Íslandsflug. Árið 2014 fór Gatwick flugvöllur, fyrir sunnan bresku höfuðborgina, aftur á móti fram úr Heathrow þegar horft var til fjölda farþega í flugi til Keflavíkurflugvallar. …

Þotur kanadíska flugfélagsins Air Canada hafa síðustu sumur flogið hingað yfir sumarmánuðina frá bæði Toronto og Montreal. Áætlun Keflavíkurflugvallar gerir ráð fyrir áframhaldi ferðum kanadíska flugfélagsins frá þessum tveimur fjölmennustu borgum Kanada í allt sumar. Samkvæmt bókunarsíðu Air Canada er þó ekki lengur hægt að bóka beint flug milli Íslands og Montreal í júní en …

Eftir fall WOW air varð Wizz Air næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina. Yfir háveturinn stendur easyJet fyrir fleiri ferðum til hingað en það félag hefur að undanförnu dregið nokkuð úr Íslandsfluginu frá bæði Bretlandi og Sviss. Stjórnendur Wizz Air eru líka farnir að fækka ferðunum. Um miðjan næsta mánuð leggur félagið þannig niður …

Í vetur hefur norska lággjaldaflugfélagið Norwegian verið stórtækt í flugi héðan til bæði Tenerife og Las Palmas á Kanarí. Í lok mars er aftur á móti komið af síðustu ferðum félagsins til þessara vinsælustu sólarstaða. Að minnsta kosti í bili því ennþá er ekki ljóst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju í haust. Af …

Flugsamgöngur milli Íslands og Toronto, fjölmennustu borgar Kanada, hafa verið tíðar síðustu ár. Icelandair hefur sinnt flugleiðinni allt árið um kring og það gerði WOW air líka. Á sumrin bætist svo við áætlunarflug Air Canada og forsvarsfólk kanadíska lággjaldaflugfélagsins WestJet horfir líka til Íslands. Þannig fékk félagið úthlutaða afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í sumar samkvæmt þeirri …

Ekkert flugfélag er í dag eins stórtækt og Norwegian þegar kemur að áætlunarflugi milli Íslands og Spánar. Þetta norska lággjaldaflugfélag lagði þó niður ferðirnar hingað frá Madríd í ársbyrjun og næsta vetur fækkar ferðunum til Alicante og Barcelona um eina í viku frá núverandi vetraráætlun. Þar með munu þotur Norwegian fljúga hingað frá báðum borgum tvisvar …

Þriðja sumarvertíð United flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli hefst í byrjun júní og munu þotur félagsins fljúga daglega héðan til Newark flugvallar við New York fram í september. Í áætlunarferðirnar til Íslands hefur United notað flugvélar af gerðinni Boeing 757-200 en þær eru framleiddar um síðustu aldarmót og því farið að styttast í að þeim verði lagt. Flugvélar …

Nú í sumar mun hið fransk-hollenska Transavia ekki aðeins fljúga hingað frá París og Amsterdam heldur líka Nantes í Frakklandi líkt og Túristi hefur áður greint frá. Aðeins verða í boði vikulegar ferðir yfir hásumarið til Nantes og af farmiðaverðinu að dæma þá hefur salan gengið vel. Alla vega er áberandi að ódýru fargjöldin eru vandfundin. …

Síðasta vetur stóð farþegum á Keflavíkurflugvelli til boða áætlunarferðir til fimm flugvalla í kringum London. Nú er hins vegar ekki lengur flogið héðan til Stansted eða London City flugvallar og ferðunum til Gatwick og Heathrow hefur fækkað. Aftur á móti er nú flogið oftar til Luton sem er í nágrenni við London samkvæmt talningum Túrista. …

Frá lokum mars og fram í enda október er gert ráð fyrir að breiðþotur Juneyao flugfélagsins fljúgi hingað til lands frá Sjanghæ í Kína með viðkomu í Helsinki. Samtals verða þrjátíu ferðir í borði en nú er ekki lengur hægt að bóka sæti í þær sjö fyrstu. Talsmaður félagsins staðfestir í samtali við Túrista að búið …

Stjórnendur flugfélagsins Jet2.com og ferðaskrifstofunnar Jet2CityBreaks, hafa ákveðið að fjölga ferðunum til Íslands næsta vetur. Hingað til hafa ferðir þessara systurfélaga hingað til lands aðeins verið fyrir farþega sem hefja ferðalagið í Bretlandi. Núna er aftur á móti hægt að bóka flug með félaginu héðan til Birmingham og Manchester en aðeins í október og nóvember. …

Fimmtíu og sex hafa látist af völdum kórónaveirunnar í Kína og hátt í tvö þúsund hafa smitast. Nærri öll tilfellin er rakin til Wuhan borgar í Hubei héraði. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Japan ætla að bjóða sínum þegnum flutning frá borginni á næstu sólarhringum og sífellt fleiri þjóðir vara fólk við ferðalögum þangað. Seinni partinn …

Í lok mars hefst Íslandsflug kínverska flugfélagsins Juneyao frá Sjanghæ og allt fram í lok október munu Dreamliner þotur félagsins fljúga hingað tvisvar í viku. Vélarnar millilenda reyndar í Helsinki á leiðinni til og frá Keflavíkurflugvelli og því er ekki um beint flug að ræða. Annað kínverskt flugfélag, Tianjin Airlines, fékk afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir …