Samfélagsmiðlar

gisting

Forsíðagisting

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel stóð fyrir reglulegum flugferðum Transavia frá Rotterdam til Akureyrar í sumar og samtals voru farnar sextán ferðir.  Þau sæti sem ekki voru frátekin fyrir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar voru á boðstólum á heimasíðu flugfélagsins sjálfs og gátu Norðlendingar sjálfir því komist beint til Hollands úr heimabyggð. Og það er greinilegt á gistináttatölum Hagstofunnar …

Þau hafa verið óvenju há fargjöldin hjá United Airlines í Íslandsflug félagsins næsta sumar. Þess háttar verðlagning er oft undanfari þess að flugleið er felld niður en það mun ekki vera skýringin á bak við farmiðaverðið hjá bandaríska félaginu . Talskona þess staðfestir nefnilega við Túrista að United Airlines ætli sér að snúa aftur til …

Forráðamenn Knattspyrnusamband Íslands vilja fá íslenska stuðningsmenn í þau sæti sem ennþá eru óseld á leiki íslenska liðsins í Volgograd og Rostov. Í frétt Mbl.is segir að starfsfólk sambandsins geti aðstoðað fólk við að fá stuðningsmanna skírteini (Fan-ID) en eitt slíkt er forsenda fyrir því að viðkomandi komist inn á fótboltavellina. Skírteinin koma líka í …

Flugmiðinn er í höfn og nú er komið að því að finna gott hóteltilboð. Þú byrjar að leita á Booking.com en þar birtast hundruðir gistikosta og úrvalið er ekki minna á Hotels.com og öllum hinum bókunarsíðum. Þú skoðar hvað dóma hótelin fá á Tripadvisor og jafnvel hvaða gistingum Lonely Planet mælir með í borginni. Að …

kaupmannahofn yfir

Þó úrvalið af beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli hafi margfaldast þá halda Íslendingar tryggð við Kaupmannahöfn. Þannig fjölgaði gistinóttum landans á hótelum þar í borg umtalsvert í fyrra og miklu fleiri sem leggja leið sína þangað en til að mynda til Stokkhólms eða Óslóar. Kaupmannahöfn nýtur auðvitað hylli víða enda þægileg ferðamannaborg og skríbentar breska blaðsins …

Ef þú setur stefnuna á útlönd á næstu mánuðum þá er núna að finna tugprósenta afslætti á gistingu hjá Hotels.com. Það er þó allur gangur á því hversu góð kjörin eru eftir borgum og hótelum en það gæti þó verið þess virði að skoða úrvalið. Það er samt góð regla að skoða líka hvaða kjör eru …

newyork loft Troy Jarrell

Á hótelbókunarsíðunni Tablet er aðeins að finna sérvalin hótel og fæst þeirra eru í ódýrari kantinum. Mörg rándýr en líka helling í milliflokki og núna má bóka herbergi á sumum þessara hótela á sérstakri helgarútsölu Tablet. Þar er úrvalið í New York einna mest en þeir sem eru á leið til San Francisco, Seattle eða …

Hótelgisting í höfuðborginni á nýársnótt er nærri uppbókuð og aðeins 2 prósent af því gistirými sem Airbnb er með í Reykjavík er ennþá á lausu samkvæmt heimasíðu bandarísku gistimiðlunarinnar. Þar á meðal eru bílar og tjaldvagnar en eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga þá gerir kuldinn vistina á íslenskum tjaldstæðum erfiða á …

Stemningin á gamlárskvöld í Reykjavík er reglulega lofuð í heimspressunni og höfuðborgin ratar ósjaldan á lista yfir þá ferðamannastaði sem áhugaverðastir eru þetta síðasta kvöld ársins. Ásóknin í Íslandsferðir yfir áramót hefur því aukist ár frá ári og ekki er útlit fyrir breytingu þar á því samkvæmt hótelsíðunni Booking.com er nú þegar 97% af öllu gistirými …

Þessi hefðbundnu hótelherbergi eru sjaldnast eftirminnileg og bæta litlu við ferðalagið. Blessunarlega eru þó til gististaðir þar sem reynt er að stíga út fyrir boxið og bandaríska hótelkeðja The Standard er dæmi um þess háttar. Nýverið opnaði fyrsti gististaður The Standard í Evrópu, nánar tiltekið við King´s Cross í London. Þar má núna bóka gistingu …

15,9 miljónir erlendra ferðamanna hafa lagt leið sína um Miami síðastliðna 12 mánuði og er það algjört met. Tölur ferðamálaráðs borgarinnar sýna líka að útlendingarnar sem heimsækja borgina eyða meiru á meðan dvöl þeirra stendur. Og forsvarsmenn ferðamála í Miami eru ekki í vafa um að þennan fína árangur megi skrifa á auknar flugsamgöngur til …

Ef þú vilt komast hjá því að blaða í gegnum ógrynni af hóteltilboðum á stóru bókunarsíðunum þá gæti Tablet+Michelin verið rétti staðurinn fyrir þig. Þar á bæ er nefnilega aðeins að finna nokkur hótel í hverri borg fyrir sig og oftar en ekki er um að ræða minni hótel sem tilheyra ekki stórum keðjum. Vissulega …

barcelona Tyler Hendy

Það hefur verið róstursamt í höfuðborg Katalóníu síðustu mánuði. Mannskætt hryðjuverk var framið á Römblunni um miðjan ágúst og síðustu vikur hafa einkennst af mótmælum í tengslum við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Ferðamenn halda þó áfram að streyma til Barcelona sem sést til að mynda á því hversu hátt hlutfall af gistingu í borginni er …

brussel Marius Badstuber

Nú er WOW air byrjað að fljúga til höfuðborgar Belgíu og þar með fljúga bæði íslensku flugfélögin til borgarinnar allt árið um kring.

atsix hobo

Í vikunni tékka fyrstu gestirnir sig inn á tvö ný hótel sem opna í sama húsi í miðborg Stokkhólms.  Í höfuðborg Svíþjóðar fjölgar ferðamönnum jafnt og þétt og þar opna því reglulega ný hótel. Flest hver á vegum stærstu norrænu hótelkeðjanna og oft í útjaðri borgarinnar. Í þessari viku bætast hins vegar við tvö systurhótel …

danielkelleghan

Ungur ljósmyndari frá Chicago setti sér það markmið að heimsækja nýtt land í hverjum mánuði. Þessi metnaðarfullu áform virðast vera að ganga upp því síðustu misseri hefur Daniel Kelleghan farið víða um heim og dvaldi hann meðal annars hér á landi í vor. 113 þúsund manns fylgjast með heimshornaflakki Kelleghan á Instagram enda hentar sá miðill fólki með …