Samfélagsmiðlar

Icelandair

ForsíðaIcelandair
orlando skilti 860

Bandarísk stjórnvöld ætla núna í nóvember að hleypa ferðamönnum frá Evrópu inn fyrir landamærin á ný. Þar með verður bundinn endi á bannið sem Donald J. Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, setti á ferðir Evrópubúa í mars í fyrra. Ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning en talsmaður Hvíta hússins sagði að horf væri til fyrri hluta nóvember. …

Nú fyrir páska er á dagskrá fyrsta áætlunarferð ársins á vegum Vueling hingað til lands. Munu þotur félagsins fljúga tvær ferðir milli Keflavíkurflugvallar og El Prat í Barcelona í kringum páskahátíðina. Í byrjun maí hefst svo formlegt áætlunarflug og gerir Vueling ráð fyrir að fljúga frá héðan til Barcelona öll mánudags, fimmtudags og laugardagskvöld fram …

Síðasta vetur stóð farþegum á Keflavíkurflugvelli til boða áætlunarferðir til fimm flugvalla í kringum London. Nú er hins vegar ekki lengur flogið héðan til Stansted eða London City flugvallar og ferðunum til Gatwick og Heathrow hefur fækkað. Aftur á móti er nú flogið oftar til Luton sem er í nágrenni við London samkvæmt talningum Túrista. …

Allt árið um kring fljúga þotur Icelandair tvisvar til fimm sinnum á dag til Kaupmannahafnar og reglulega eru breiðþotur félagsins notaðar í þessar ferðir. Og til marks um mikilvægi þessarar flugleiðar fyrir Icelandair þá lætur nærri að tíunda hver áætlunarferð Icelandair sé til dönsku höfuðborgarinnar á sumrin. Yfir vetrarmánuðina lækkar hlutfallið. Icelandair er þó ekki …

icelandair radir

„Við erum viljandi, út af krefjandi aðstæðum á Via-markaði, að stýra tekjumynduninni inni á To og From,” sagði Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, á afkomufundi samsteypunnar í apríl í fyrra. Vísaði hún þar til þess að markaðurinn fyrir tengiflug (Via) væri erfiður. Áherslan hjá Icelandair á nýliðnu ári var þar með á farþega á leið …

From most international airports, airplanes fly not only to other countries but also to other cities and towns in the same country. In Iceland, this is the opposite. Keflavík International Airport, located outside of Reykjavík, is only used for international flights. About 98 percent of all tourists who come to Iceland fly to Keflavík first. …

Það var í lok september sem Icelandair hleypti af stokkunum reiknivél þar sem farþegar gátu reiknað út kolefnisfótspor sitt eftir því hvert ferðinni er heitið og hvar í vélinni setið er. Farþegar á Saga farrými menga nefnilega mun meira en aðrir. Farþegum stendur svo til boða að kolefnisjafna flugferðina með því að greiða nokkur þúsund …

Fyrir rúmu ári síðan samþykktu hluthafar Icelandair Group að að auka hlutafé félagsins. Í byrjun apríl í ár, um hálfum mánuði eftir kyrrsetningu Boeing MAX þotanna, var tilkynnt að kaupandinn að þessu nýja hlutafé væri bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management. Sjóðurinn var þar með kominn með 11,5 prósent hlut í Icelandair samsteypunni. Kaupverðið nam um …

Fyrir þremur árum síðan hóf norska flugfélagið Norwegian að fljúga þotum sínum hingað frá Madríd og Barcelona yfir vetrarmánuðina og í kjölfarið margfaldaðist fjöldi spænskra ferðamanna hér á landi yfir kaldasta hluta ársins. Síðastliðinn vetur komu hingað 25 þúsund Spánverjar en þeir voru rétt um sjö þúsund veturinn áður en Norwegian hóf að fljúga hingað …

Afkoma af áætlunarferðum Icelandair til San Francisco stóð ekki undir væntingum og því mun félagið leggja niður þessa flugleið líkt og tilkynnt var um mánaðamótin. Þetta var í annað sinn á þessari öld sem Icelandair spreytir sig á flugi til borgarinnar. Með brotthvarfi Icelandair þaðan þá heyra beinar flugsamgöngur milli Íslands og Kaliforníu sögunni til …

Að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega í flugvél er ekki einfalt. Taka þarf tillit til tegundar og aldurs þotunnar, hversu margir farþegar eru um borð, í hvaða hæð er flogið, þyngd fraktarinnar og svo mætti áfram telja. Meðal annars af þessum sökum er niðurstaðan nokkuð mismunandi þegar hinar ýmsu reiknivélar eru nýttar til …

Tjón Icelandair vegna kyrrsetningar Boeing MAX þotanna er nú metið á 135 milljónir dollara sem jafngildir 16,8 milljörðum króna. Náðst hefur bráðabirgðasamkomulag við bandaríska flugvélaframleiðandann um bætur fyrir hluta þessa tjóns samkvæmt því sem fram kom í tilkynningu frá Icelandair í gær. Aðspurð segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að samkomulagið sé óháð yfirstandandi viðræðum flugfélagsins um kaup …

Skandinavíska flugfélagið SAS gerir út frá höfuðborgum skandinavísku þjóðanna þriggja og frá Ósló hafa þotur félagsins flogið til Íslands um langt árabil. Fyrir nokkrum árum síðan bættist svo við heilsárs flug frá Kaupmannahöfn. Stjórnendur SAS hafa þó ekki séð sömu tækifærin í flugi hingað frá Stokkhólmi jafnvel þó að í Svíþjóð búi álíka margir og …

Farþegar verða sífellt meðvitaðri um umhverfis áhrifin af því að fljúga og því þarf fluggeirinn að endurhugsa stöðu sína. Þetta er mat Johan Lundgren, forstjóra easyJet, sem heldur því jafnframt fram að fólk muni ekki aðeins velja sér ferðamáta út frá losun heldur líka beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem standa sig betur í …

Á næstunni mun forsvarsfólk Icelandair að taka ákvörðun um hvort það verða flugvélar frá Airbus eða Boeing sem munu, innan fárra ára, leysa af hólmi Boeing 757 þotur félagsins. Þetta verða þriðju stóru flugvélakaup Icelandair á þessari öld. Árið 2012 pantaði félagið sextán Boeing MAX þotur en sjö árum áður tryggði FL-Group, þáverandi móðurfélag Icelandair, …

Sérfræðingar Icelandair meta tjón flugfélagsins í ár, vegna kyrrsetningar á MAX þotum, á sautján milljarða króna. Ætlunin er að sækja bætur til Boeing vegna þessa en ekki liggur fyrir hversu háa upphæð bandaríski flugvélaframleiðandinn sættist á að greiða eða hvenær uppgjörið fer fram. Því til viðbótar er nærri sjö milljarða króna kaupsamningur malasíska kaupsýslumannsins Vincent …

Ef stefnan er sett út í heim í vetur þá stendur þér til boða reglulegt áætlunarflug til 47 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli. Það er nokkuð minna en síðastliðinn vetur þegar áfangastaðirnir voru 60 talsins. Meðal þeirra borga sem dottnar eru út af vetrardagskrá Keflavíkurflugvallar eru Los Angeles, Mílanó, Portland, Róm, Montreal og Detroit. Í ofan …

Af þeim flugfélögum sem fljúga allt árið um kring frá Keflavíkurflugvelli þá hefur Icelandair verið það eina sem ekki hefur gefið út sérstakt síma app. WOW air hleypti þess háttar af stokkunum fyrir þremur árum og nú í júlí síðastliðnum setti Icelandair sitt í loftið. Það er reyndar aðeins á boðstólum fyrir finnska símnotendur eins …