Samfélagsmiðlar

Indland

ForsíðaIndland

Það kom fram í máli Björgólfs Jóhannssonar, þáverandi forstjóra Icelandair, síðastliðið vor að horft væri til áfangastaða í Indlandi og félagið gæti hafið flug þangað haustið 2019. Eins og staðan er í dag er hins vegar ólíklegt að eitthvað verði úr Indlandsflugi hjá Icelandair í ár. Þetta sagði Bogi Nils Bogason, forstjóra Icelandair, á fundi með …

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Þegar lággjaldafélagið Norwegian hóf að fljúga til Taílands fyrir fimm árum síðan þá réði norska flugfélagið taílenskar áhafnir til starfa. Það voru því ekki skandinavískir flugfreyjur eða flugstjórar um borð. Með þessari ráðstöfun varð útgerð Norwegian í Asíu mun ódýrari en í Evrópu samkvæmt úttekt sem danska blaðið Berlingske gerði á sínum tíma. Þar kom …

Í byrjun desember hefst áætlunarflug WOW air til Nýju-Delí líkt og kynnt var í blaðamannafundi félagsins í indversku borginni í morgun. Þetta verður í fyrsta skipti sem íslenskt flugfélag býður upp á áætlunarferðir til Asíu ef frá er talið flug félagsins til Tel Aviv í Ísrael. Icelandair stefnir einnig á að hefja flug til Indlands …

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Í byrjun desember hefst áætlunarflug WOW air til Nýju Delí í Indlandi og verða í boði þrjár ferðir í viku. Eftir áramót fjölgar ferðunum í fimm samkvæmt því sem sjá má í bókunarvél flugfélagsins. Þar kemur fram að þoturnar munu fljúga frá Keflavíkurflugvelli klukkan um hádegisbil og lenda á Indira Gandhi flugvellinum í Nýju Delí …

Indverskum blaðamönnum hefur verið boðið að hitta Skúla Mogensen, forstjóra og eigenda WOW air, á hinu fimm stjörnu Oberoi hóteli, í útjaðri Nýju-Delí, í hádeginu á þriðjudag. Þar hyggst Skúli skýra frá áætlunum flugfélagsins um að hefja flug til Indlands og í ljósi staðsetningar fundarins má gera ráð fyrir að Nýja-Delí verði fyrsti áfangastaður WOW …

Það tekur tæpa 10 klukkutíma að fljúga frá Keflavíkurflugvelli til Nýju-Delí og flugferðin til Mumbaí er litlu lengri. Og eftir rúmt ár gætu þessar indversku stórborgir bæst við leiðakerfi Icelandair því flugfélagið stefnir á Indlandsflug frá og með haustinu 2019. Þetta kom fram í máli Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group, á afkomufundi fyrirtækisins í morgun. …

wow skuli airbus

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hefur ekki farið leynt með áform sín um að hefja flug til Asíu. Ennþá hefur félagið þó ekki tilkynnt um áætlunarferðir þangað en haft var eftir Skúla á Mbl.is í gærkvöld að brátt komi í ljós hvernig sótt verði inn á Asíumarkað. En flugfloti WOW air fer nú …