Samfélagsmiðlar

innanlandsflug

Forsíðainnanlandsflug

Það sem af er ári hefur farþegafjöldinn á innanlandsflugvöllum landsins farið niður um 12 prósent. Samdrátturinn í nýliðnum nóvember var þó mun minni eða 5,7 prósent. Í farþegum talið fækkaði þeim um nærri þrjú þúsund og þrjú hundruð í síðasta mánuði og nam þá heildarfjöldinn rúmum 53 þúsund farþegum. Eins og sjá má á töflunni …

flugvel innanlands isavia

Það voru 61.399 farþegar sem fóru um innanlandsflugvelli landsins í október eða rétt rúmlega níu þúsund færri en á sama tíma í fyrra. Hlutfallslega nemur samdrátturinn um tólf af hundraði samkvæmt tölum Isavia. Hluta af þessari niðursveiflu skrifast á vont veður í síðasta mánuði. Þannig þurfti Air Iceland Connect að fella niður rúmlega fimmtungi fleiri …

Fyrstu níu mánuði ársins flugu rétt um 540 þúsund farþegar til og frá innanlandsflugvöllum landsins. Samdrátturinn nemur um tólf af hundraði en þess ber að geta að farþegar sem nýta sér alþjóðaflug frá Reykjavíkurflugvelli og Akureyri eru meðtaldir. Um minnstu flugvelli landsins fækkaði farþegum um fimmtung fyrstu níu mánuðina eins og sjá má á töflunni …

Allt frá því í janúar í fyrra hefur farþegum á innanlandsflugvöllum landsins farið fækkandi í samanburði við sama tíma árið á undan. Og nýliðinn ágúst hélt þessi þróun áfram þegar farþegum fækkaði um fimmtán af hundraði. Sá samdráttur jafngildir um 12 þúsund farþegum. Hlutfallslega var fækkunin minnst á Egilsstaðaflugvelli eða um sex af hundraði. Á …

Uppsveiflan í íslenskri ferðaþjónustu hófst á árunum 2011 og 2012 og hefur erlendu ferðafólki hér á landi fjölgað verulega síðan þá. Allt árið 2011 komu hingað um 541 þúsund útlendingar en þeir voru rúmlega 2,3 milljónir í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi fækkaði hins vegar á þessu sjö ára tímabili þrátt fyrir að ferðamannahópurinn hafi stækkað …

flugvel innanlands isavia

Rúmlega 737 þúsund farþegar flugu milli íslenskra flugvalla í fyrra sem er samdráttur upp á nærri fimm af hundraði miðað við árið 2017. Nýliðið ár er það fjórða lakasta, síðastliðinn áratug, þegar kemur að fjölda farþega í innanlandsflugi samkvæmt nýrri samantekt Isavia. Á sama tíma er rekstur umsvifamestu fyrirtækjanna í innanlandfluginu þungur. Forsvarsmenn Icelandair Group …

flugvel innanlands isavia

Fækkun farþega á innanlandsflugvöllunum hélt áfram í desember. Þá fóru að jafnaði 1615 farþegar á degi hverjum um aðrar flugstöðvar en Keflavíkurflugvöll. Meðaltalið í desember árið 2017 var 1805 farþegar. Samdrátturinn nemur um ellefu prósentum og í heildina fækkaði farþegunum úr 56 þúsund niður í 50 þúsund í desember. Eins og gefur að skilja getur …

„Rekstur félagsins hefur verið þungur undanfarið sem rekja má meðal annars til hækkandi olíuverðs og annarra aðfanga sem háð eru gengi gjaldmiðla," segir Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir. Nefnir hann sem dæmi varahluti, tryggingar og eins hefur launakostnaður farið hækkandi vegna launatengdra þátta. „Lítill launamunur er milli starfsmanna á stórum þotum og okkar 19 farþega …

Fyrsta áætlunarflug vetrarins milli Akureyrar og Keflavíkur á vegum Air Iceland Connect fór í gærmorgun frá Akureyri. Þar með geta Norðlendingar flogið til Keflavíkurflugvallar að morgni og þaðan út í heim. Á sama hátt geta ferðamenn komist beint út á land eftir komuna til landsins. Þess háttar tenging milli innanlands- og alþjóðaflugs er í boði …

flugvel innanlands isavia

Rétt rúmlega 77 þúsund farþegar flugu innanlands í júlí og er það samdráttur um 6 þúsund farþega frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar fækkaði farþegum í innanlandsflugi samtals um 8 þúsund á fyrri helmingi ársins og niðursveiflan í júlí er því mikil. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að skýringuna á þessari þróun …

flugvel innanlands isavia

Rétt rúmlega 377 þúsund farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi árs ef Keflavíkurflugvöllur er frátalinn. Þetta er rúmlega 8 þúsund færri farþegar en á sama tímabili í fyrra. Ef litið er til fyrstu sex mánaða áranna á undan þá hefur fjöldinn í ár verið rétt undir meðaltalinu (388 þúsund) á þessari öld. Þó …

flugvel innanlands isavia

Í febrúar fóru 52.654 farþegar um innanlandsflugvelli landsins og er þetta  nærri 5% samdráttur frá sama tíma í fyrra samkvæmt þeim tölum sem nú liggja fyrir á vef Isavia. Í raun var fækkunin í innanlandsfluginu þó nokkru meiri en þessar tölur segja til um því samkvæmt upplýsingum frá bresku flugumferðarstjórninni þá nýttu 1285 farþegar sé …

Um langt skeið hefur Grænlandsflug Norlandair verið eina reglulega millilandaflugið á dagskrá Akureyrarflugvallar. Nú í ársbyrjun bættust svo við ferðir norður frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break og það munar um minna því farþegum á Akureyrarflugvelli fjölgaði úr 12.739 í 16.970 í janúar. Keflavíkurflug Air Iceland Connect vegur líklega einnig þungt enda var það …

„Það eru vonbrigði að þessi leið skuli falla niður. Við höfum lagt töluvert af mörkum til að gera þetta mögulegt. Við breyttum reglum flugþróunarsjóðs til að þær næðu til þessa flugs og sjóðurinn hefur því styrkt það um níu til tíu milljónir króna," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, aðspurð um ákvörðun stjórnenda Air …

flugvel innanlands isavia

Rétt um 25 þúsund fleiri farþegar fóru um innanlandsflugvellina í fyrra og þar af var aukningin langmest á Akureyrarflugvelli og nam hún nærri 17 þúsund farþegum. Á Reykjavíkurflugvelli fjölgaði farþegum um liðlega 8 þúsund en á Egilsstöðum um rúmlega tvö þúsund. Hins vegar fækkaði flugfarþegum á öðrum innanlandsflugvöllum álíka mikið og sem nam aukningunni á …

flugvel innanlands isavia

Nærri fjórtán þúsund fleiri farþegar nýttu sér ferðir frá innanlandsflugvöllunum á fyrri helmingi ársins og nam heildarfjöldinn 385 þúsundum. Hlutfallslega var aukningin langmest á Akureyri eða um tíund en samdrátturinn mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum eða rúmlega 13 prósent samkvæmt nýjum tölum frá Isavia. Þar sem flestar ferðir eru til og frá Reykjavík þá stóð …