Samfélagsmiðlar

Kanari

ForsíðaKanari

Í vetur hefur norska lággjaldaflugfélagið Norwegian verið stórtækt í flugi héðan til bæði Tenerife og Las Palmas á Kanarí. Í lok mars er aftur á móti komið af síðustu ferðum félagsins til þessara vinsælustu sólarstaða. Að minnsta kosti í bili því ennþá er ekki ljóst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju í haust. Af …

Það er ekki ólíklegt að á síðasta áratug hafi þeim fjölga verulega sem skipuleggja sínar eigin ferðir út í heim. Ekki aðeins þegar kemur að styttri reisum heldur líka klassískum sólarlandaferðum. Beint flug WOW air til Kanarí og Tenerife hafði þar væntanlega mikið að segja en í hitti fyrra var rétt um helmingur Íslendinga sem …

Nú rúmum tveimur vikum fyrir jól þá kostar flugsæti í þotum Norwegian, sem fljúga til Tenerife dagana fyrir jól, rétt um 135 þúsund krónur. Aftur á móti er tíu sinnum ódýrara fyrir íbúa Tenerife að fljúga til Íslands þessa daga. Pakkaferðir ferðaskrifstofanna til spænsku eyjunnar eru hins vegar uppseldar enda löng hefð fyrir jólaferðum Íslendinga …

Það er löng hefð fyrir ferðalögum Íslendinga til Kanaríeyja og sérstaklega til Gran Canaria. Þrátt fyrir það hefur ekki mikið verið skrifað um þennan vinsæla áfangastað á íslensku en nú hefur Snæfríður Ingadóttir heldur betur bætt úr því með útgáfu bókarinnar „Gran Canaria – Komdu með til Kanarí“. Þar segir Snæfríður frá ýmsu sem gaman …

Ferðaskrifstofan Heimsferðir, sem nú er í eigu Arion banka, auglýsti fyrr í sumar útsölu á flugmiðum sem ljúka átti 29. júlí sl. Og þó núna séu fimm vikur liðnar frá boðuðum útsölulokum þá er tilboðið ennþá auglýst á heimasíðu ferðaskrifstofunnar. Þar er því hægt að bóka mjög ódýra farmiða út í heim með stuttum fyrirvara. …

WOW air var stórtækt í flugi til bæði Tenerife og Las Palmas á Kanaríeyjum og þegar hæst stóð bauð félagið upp á allt að þrjár ferðir í viku til fyrrnefndu eyjunnar auk vikulegra brottfara til Las Palmas. Strax í kjölfar gjaldþrots keppinautarins gáfu sjórnendur Icelandair út að félagið myndi fylla þetta skarð en ekki hefur …

kanari strond

Fjöldi íslenskra ferðamanna á Tenerife og Kanarí hefur aukist hratt síðustu ár og í vetur verða flugferðirnar þangað tíðari en áður. Ferðamálayfirvöld á Kanaríeyjum virðast þó telja að eyjarnar eigi þónokkuð inni og bjóða nú hátt í 175 þúsund evrur, eða tæpar 24 milljónir króna, í styrk til flugfélags eða ferðaskrifstofu sem hefur beint flug …

Aðeins tveimur vikum eftir fall WOW air þá boðaði Icelandair aukið flug til sólarlanda í þotum með eitt farrými. Það fylgdi þó ekki sögunni hvort Icelandair ætlaði að selja þessar ferðir beint á heimasíðu sinni eða halda áfram að fljúga aðeins til Tenerife, Kanarí og Alicante í leiguflugi með viðskiptavini ferðaskrifstofa. WOW air var hins …

Fjórum sinnum fleiri Íslendingar flugu til Kanarí eða Tenerife á fyrri helmingi síðasta ár en á sama tíma árið 2016 samkvæmt upplýsingum frá spænskum ferðamálayfirvöldum. Samtals voru íslensku túristarnir á eyjunum tveimur um 28 þúsund fyrstu sex mánuðina í fyrra og rekja má hluta af þessari miklu ferðagleði til stóraukins framboðs síðustu ár. Þotur WOW …

Lengi vel komust Íslendingar aðeins til Kanarí og Tenerife yfir vetrarmánuðina og einungis ef þeir keyptu pakkaferð hjá ferðaskrifstofu. Með tilkomu áætlunarflugs WOW air til Tenerife og síðar Las Palmas á Kanarí þá fjölgaði valkostunum og síðustu ár hefur íslenskum ferðamönnum á spænsku eyjunum fjölgað verulega. Þannig tvöfaldaðist fjöldi íslenskra túrista á Tenerife á árunum …

Sólþyrstir Evrópubúar hafa fjölmennt sem aldrei fyrr á Spánarstrendur síðustu ár. Ekki bara yfir sumarmánuðina því vetrarferðir til Kanaríeyja hafa aldrei verið vinsælli. Skýringin á þessu liggur að hluta til í ótryggu ástandi í löndum eins og Tyrklandi og Egyptalandi og á tímabili hafa evrópsk yfirvöld lagst gegn ferðum þegna sinna til þessara landa. Á …

tenerife stor

Þrátt fyrir að framboð á ferðum til spænsku eyjunnar hafi tvöfaldast nýliðinn vetur þá eru forsvarsmenn ferðaskrifstofanna ánægðir með vertíðina og ætla að bæta enn meiru við en WOW dregur saman enn sem komið er.