Samfélagsmiðlar

parís

Forsíðaparís

Frakkland hefur lengi verið það land sem flestir útlendingar heimsækja og Frakkar eru fjölmennir í hópi ferðamanna hér á landi. Engu að síður hefur fókusinn í Frakklandsflugi Icelandair verið á París á meðan WOW hélt úti flugi til bæði höfuðborgarinnar en líka til Lyon á sumarin. Sumarið 2018 nýttu nærri 19 þúsund farþegar sér flug …

Eftir fall WOW air hefur mörgum orðið tíðrætt um hina fjölbreyttu flóru flugfélaga sem nú þegar heldur uppi alþjóðaflugi héðan. Staðreyndin er hins vegar sú að ferðir félaganna eru oft fáar og sum þeirra sýna landinu aðeins áhuga yfir sumarmánuðina. Í heildina er úrvalið engu að síður mikið. Hér má finna stutta lýsingu á Íslandsflugi …

Nú er háannatímanum í ferðaþjónustunni víða að ljúka og þá hægist á flugsamgöngum. Sumaráætlun flugfélaganna lýkur þó ekki formlega fyrr en í lok október og því verður úrvalið af millilandaflugi til og frá landinu áfram töluvert í haust eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þar sést til hvaða borga verður flogið og …

Paris Rob Potvin

Hinar stóru Airbus 330 farþegaþotur eru vanalega notaðar á lengri flugleiðum en síðustu vetur hefur WOW air stuðst við þess háttar flugvélar fyrir áætlunarferðir sínar til Schiphol flugvallar við Amsterdam og Charles de Gaulle í París. Sá háttur verður líka hafður á að þessu sinni að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins. Það verða því 345 …

Engin þjóð fær til sín jafn marga erlenda gesti og Frakkar gera. Í fyrra lögðu rúmlega 83 milljónir útlendinga leið sína þangað eða 7 milljónum fleiri erlendir ferðamenn en Bandaríkin og Spánn fengu. Þessi þrjú lönd eru í sérflokki á topplistanum yfir vinsælustu ferðamannalöndin. Það eru hins vegar blikur á lofti um að það gæti …

orly paris

París hefur lengi verið vegamikill hluti af leiðakerfi Icelandair og síðustu ár hafa þotur félagsins flogið tvisvar til þrisvar á dag til Charles de Gaulle flugvallar. Þrátt fyrir ferðafjöldann þá var íslenska flugfélagið lengi á biðlista eftir afgreiðslutímum á Orly flugvelli í norðurhluta borgarinnar. Sá er líka þéttsetinn en þegar rússneska flugfélagið Transaero varð gjaldþrota …

Icelandair and WOW Air, Iceland’s two main airlines, will offer direct flights to Cleveland Hopkins International Airport, starting next month. There have not been trans-Atlantic flights from Hopkins Airport since 2009, when United Airlines suspended direct flights between the Cleveland and London Heathrow. Cleveland will be Icelandair’s 19 US destination. The carrier will offer flights …

vegur stor

Verðskrár bílaleiganna við Keflavíkurflugvöll hafa lækkað verulega fyrir sumarið og aðalskýringin á því er líklega aukin samkeppni og mikið framboð á bílaleigubílum. Styrking íslensku krónunnar er hins vegar helsta ástæða þess að Íslendingur sem bókar bílaleigubíl á Spáni, í Frakklandi eða í Danmörku borgar mun minna núna en á sama tíma fyrir 3 árum síðan. …

Ef þú setur stefnuna á útlönd á næstu mánuðum þá er núna að finna tugprósenta afslætti á gistingu hjá Hotels.com. Það er þó allur gangur á því hversu góð kjörin eru eftir borgum og hótelum en það gæti þó verið þess virði að skoða úrvalið. Það er samt góð regla að skoða líka hvaða kjör eru …

Þessi hefðbundnu hótelherbergi eru sjaldnast eftirminnileg og bæta litlu við ferðalagið. Blessunarlega eru þó til gististaðir þar sem reynt er að stíga út fyrir boxið og bandaríska hótelkeðja The Standard er dæmi um þess háttar. Nýverið opnaði fyrsti gististaður The Standard í Evrópu, nánar tiltekið við King´s Cross í London. Þar má núna bóka gistingu …

Um mánaðarmótin hækkaði aðgöngumiðinn að toppi Eiffelturnsins í París úr 2000 krónum (17 evrur) í rétt rúmar 3000 krónur (25 evrur). Hækkuninni er ætlað að standa undir þeim miklu framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í kringum turninn næstu 15 árin en meðal annars er ætlunin að reisa girðingu úr skotheldu gleri í við þetta fræga mannvirki. …

Sá sem leigir sér bíl við Keflavíkurflugvöll í vetur má gera ráð fyrir að borga að lágmarki um 20 þúsund krónur fyrir vikuleigu á bíl af minnstu gerð. Ódýrasti kosturinn var hins vegar 7 þúsund krónum dýrari á sama tíma fyrir 2 árum samkvæmt verðkönnunum Túrista. En í þeim eru borin saman ódýrustu tilboðin í …

Ef þú vilt komast hjá því að blaða í gegnum ógrynni af hóteltilboðum á stóru bókunarsíðunum þá gæti Tablet+Michelin verið rétti staðurinn fyrir þig. Þar á bæ er nefnilega aðeins að finna nokkur hótel í hverri borg fyrir sig og oftar en ekki er um að ræða minni hótel sem tilheyra ekki stórum keðjum. Vissulega …

Ferðapressan er uppfull af alls kyns listum og stundum kemst Ísland eða íslenskir staðir á blað. Það var þó ekki raunin í þetta skiptið þegar breska útgáfa Conde Nast Traveller bað lesendur sína um að nefna sínar uppáhalds ferðamannaborgir. En eins og sjá má á listanum þá geta farþegar á Keflavíkurflugvelli flogið beint til meirihluta …