Samfélagsmiðlar

róm

Þrátt fyrir aðdráttarafl Rómar þá hafa íslensk flugfélög sýnt borginni lítinn áhuga og Icelandair hefur til að mynda aldrei flogið þangað. WOW spreytti sig á áætlunarferðum þangað tvö sumur en ekki var framhald á. Í vetur hefur hins vegar norska flugfélagið Norwegian boðið upp á tvær ferðir í viku til Rómar en þessi flugleið lenti …

Í fyrsta sinn nú í vetur hafa farþegar á Fiumicino flugvelli í Róm átt þess kost að fljúga beint til Íslands á þessum tíma árs og Íslendingar hafa komist til höfuðborgar Ítalíu fyrir lítið. Það er norska lággjaldaflugfélagið Norwegian sem boðið hefur upp á tvær ferðir í viku á þessari leið en nú sér fyrir endann …

Umtalsverðar breytingar á leiðakerfi Norwegian eru meðal þeirra sparnaðaraðgerða sem forsvarsmenn norska lággjaldafélagsins vinna nú að. Á næstunni leggur félagið því niður starfsstöðvar sínar í Stewart og Providence á austurströnd Bandaríkjanna og flytur þotur sínar frá Mallorca, Kanarí og Tenerife. Þessu til viðbótar hættir félagið að fljúga styttri leiðir frá Róm og einbeitir sér í …

Þó Ítalir séu nokkuð fjölmennir í hópi ferðamanna hér á landi og áhugi Íslendinga á ferðlögum um Ítalíu sé vafalítið mikill þá er framboð á beinu flugi milli landanna tveggja lítið. Síðustu tvö ár hefur flugið takmarkast við sumarflug íslensku flugfélaganna til Mílanó og ferðir Primera air til Trieste. Auk þess hafa ferðaskrifstofurnar Vita og …

Íslendingar sem sett hafa stefnuna á Ítalíu hafa oftar en ekki þurft að fljúga þangað með viðkomu í öðru Evrópulandi. Framboðið á beinu flugi milli Íslands og Ítalíu hefur nefnilega takmarkast við sumarflug Icelandair og WOW air til Mílanó með örfáum undantekningum. Í vetur er útlitið miklu betra því þotur WOW munu fljúga til Mílanó …

Skortur á áætlunarflugi milli Íslands og Ítalíu hefur verið áberandi síðustu ár og til að mynda hefur vetrarflugið milli landanna tveggja takmarkast við leiguflug í tengslum við skíðaferðir í janúar og febrúar. Á því verður nú breyting því frá og með lokum október mun norska lággjaldaflugfélagið Norwegian fljúga beint hingað frá Róm alla fimmtudaga og …

vueling airbus

  Fargjöldin Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi tegunda af farmiðum. Basic kallast þeir ódýrustu og um er að ræða berstrípaða flugmiða. Þeir sem vilja innrita tösku og velja sér sæti um leið geta keypt Optima farmiða og Excellence er fyrir þá sem vilja allt innifalið og líka aðgang að hinum svokölluðu betri …

bonci rom

Það eru ófáir sælkerarnir sem hafa fullyrt að bestu pizzur í heimi komi úr eldhúsinu á Bonci Pizzarium í Rómarborg. Hér er skyggnst á bak við tjöldin á þessari marglofuðu pizzeríu.Hin ítalska flatbaka hefur fyrir löngu sigrað heiminn og hana má kaupa í flestum ef ekki öllum byggðum bólum á Vesturlöndum. Ef ekki nýbakaða þá …