Samfélagsmiðlar

sviss

„Salan er mjög góð í ár. Helstu breytingarnar á milli ára er stóraukin sala til Sviss. Það breytti öllu að Icelandair hóf beint flug til Zürich yfir vetrartímann. Við höfum lagt mikla vinnu í að byggja upp vöruframboð okkar í Sviss og erum við að bjóða upp á tvö frábær skíðasvæði, Andermatt og Engelberg. Þau …

Á þessum tíma árs eru ófáir Íslendingar staddir í hlíðum Alpanna enda löng hefð hér á landi fyrir skíðaferðum til Austurríkis eða Ítalíu. Þeir sem kosið hafa brekkurnar í svissneska hluta fjallgarðsins hafa hins vegar farið þangað á eigin vegum því ekkert hefur verið um reglulegar skíðaferðir til Sviss. Það skrifast til að mynda á …

Fyrir fjórum árum síðan hóf easyJet að fljúga til Íslands yfir vetrarmánuðina frá bæði Basel og Genf. Áður höfðu flugsamgöngur milli Íslands og Sviss takmarkast við sumarferðir íslensku flugfélaganna. Með áætlunarflugi easyJet þrefaldaðist fjöldi vetrarferðamanna frá Sviss, fór úr rúmum 1600 Svisslendingum í nærri 4800. Sú aukning var vafalítið kærkomin því samantektir Rannsóknarseturs verslunarinnar hafa …

basel vetur

Í bráðum fimm ára hafa þotur easyJet flogið reglulega hingað frá svissnesku borginni Basel. Það hafa því vafalítið ófáir Íslendingar nýtt sér þessar áætlunarferðir, til að mynda yfir veturinn þegar skíðavertíðin í svissnesku Ölpunum stendur sem hæst. Farmiðarnir til Basel geta líka verið óvenju ódýrir og sérstaklega ef bókað er tímanlega. Dæmi um slíkt er …

basel vetur

Síðustu ár hefur easyJet gert hlé á áætlunarferðum sínum hingað frá svissnesku borginni Basel frá nóvember og fram í febrúar. Á því hefur verið gerð breyting því flugfélagið hefur nú á boðstólum tvær ferðir í viku hverri milli Keflavíkurflugvallar og Basel í allan vetur. Þar með opnast tækifæri fyrir þá sem vilja heimsækja svissnesku borgina …

hiltl zurich

Að gæða sér á Cordon Blue, kálfasteik með skinku, er klárlega eitt af því sem fjöldamargir ferðamenn í Zurich gæða sér á. Heimsókn á veitingastað Hiltl við Bahnhofstrasse er hins vegar líka skyldustopp fyrir þá sem vilja kynna sér matarkúltúr þessarar fjölmennustu borgar Sviss. Staðurinn hefur nefnilega sérhæft sig í grænmetisfæði allar götur frá árinu …

Við bakka Genfarvatns standa reisulegar byggingar sem hýsa fimm stjörnu hótel, frægar úrabúðir og fína veitingastaði. Í hæðunum fyrir ofan eru svo dýrustu villur álfunnar. Vatnið sjálft er samt leikvöllur allra borgarbúa. Á sumrin svamla þar allir saman og á veturna hittist fólk af öllum stéttum í gufubaðinu á La Buvette des Bain, bryggjunni sem …